Póst- og símatíðindi - 01.12.1978, Síða 15

Póst- og símatíðindi - 01.12.1978, Síða 15
15 1978-02-16 Umburðarbréf nr. 9. — Umdæmisstöðvarnar — Söluverð launaseðla ebl. 973 hefur verið ákveðið kr. 16.00 — sextán krónur — og eru stöðvarstjórar beðnir að færa birgðir launaseðla til samræmis við hið nýja verð í reikningi stöðvarinnar. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-02-28 Umburðarbréf nr. 10. — Til allra stöðva — Eftirfarandi fyrirmæli hafa borist frá samgönguráðuneytinu: „Forstöðumanni er falið að vekja athygli á að vegna gefins tilefnis verði þess krafist, að forföll 1. og 2. mars, verði tilkynnt strax við upphaf vinnutíma og að skilað verði jafnframt læknisvottorðum, en ótilkynnt forföll varði lögheimilum Jaunafrádrætti- Forstöðumönnum er falið að tilkynna þegar í stað eftir 2. mars um framan- greind forföll." Ráðuneytið leggur ríka áherslu á, að eftir þessu verði farið, fólki gerð grein fyrir málinu með auglýsingu á vinnustað eða í matstofu um framangreind viðbrögð af hálfu ríkisstjórnarinnar, svo og forföll skráð og læknisvottorða krafist, ef um veikindi er að ræða.“ Póst- og símamálastofnunin mælir svo fyrir að eftir þessu sé farið að öllu leyti og væntir þess enn fremur að starfsmenn gæti trúnaðar við stofnunina og virði landslög. 1978-03-01 Umburðarbréf nr. 11. — Umdæmisstöðvarnar, póstmeistarinn í Reykjavík, póstútibúin i Reykjavik — Samgönguráðherra hefur hinn 15. febrúar sl. sett nýja gjaldskrá fyrir póst- þjónustu í stað fyrri gjaldskrár, sem tóli gildi 1. febrúar 1978. Með hinni nýju gjaldskrá liafa þær breytingar verið gerðar, að burðargjöld fyrir innrituð blöð og tímarit liafa verið ákveðin sem hér segir: a) til umboðsmanna hver 500 g 32 kr. b) til áskrifenda 100 g 12 kr., 200 g 24 kr-, 300 g 36 kr„ 400 g 48 kr„ 500 g 60 kr. Innritunargjald 35 000 kr. og minnsta gjald, 200 eintölc, er óbreytt frá fyrri gjaldslcrá. Sama dag, 15. febrúar 1978, gaf ráðlierra út reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir póstþjónustu nr. 337, 6. ágúst 1976, og er hún birt ásamt gjaldskránni í stjórnar- tíðindum B-hluta nr. 5/1978. Reglugerðarbreytingin er þess efnis, að gildandi heimild til afsláttar burðargjaldi dagblaða gildir einnig fyrir „önnur landsmálablöð og tímarit, sem fjalla um málefni einstakra atvinnuvega svo og fyrir tímarit lands- samtalca stéttarfélaga". Ný sérprentun af gjaldslcrá fyrir póstþjónustu verður send til allra stöðva jafnskjótt og prentun hennar er lokið. Tilkynnið eftir þörfum.

x

Póst- og símatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.