Póst- og símatíðindi - 01.12.1978, Page 17

Póst- og símatíðindi - 01.12.1978, Page 17
17 þ. e. kr. 6 000.00 með söluskatti. Að öðru leyti verða viðskiptagjöld samkvæmt gild- andi gjaldskrá fyrir símaþjónustu. Hér með er úr gildi fallin fyrri gjaldskrá í þessu efni sbr. umburðarbréf nr. 15, 25- 4. 1978. Tilkynnist eftir þörfum. 1978-05-02 Umburðarbréf nr. 17. — Umdæmisstöðvarnar — Frá og með 1. maí 1978 hækkar verð á auglýsingum i hljóðvarpi sem hér segir pr. orð: 150 kr. verða 180 kr. 240 kr. verða 290 kr. 280 kr. verða 340 kr. 560 kr. verða 670 kr- Tilkynnið eflir þörfum. 1978-05-03 Umburðarbréf nr. 18. — Umdæmisstöðvarnar — Ávísun á orlofsfé yfir launatímabilið til marsloka 1978 hefir verið send laun- þegum. Greiða má út ávísunina á póststöðvum allt að þrem vikum fyrir fyrirhugaða orlofstöku gegn framvísun hennar með árituðum vottorðum. Ávísanir að upphæð kr. 40 000.00 eða lægri skulu þó undanþegnar áritun vottorða, samkv. ákvörðun Félagsmálaráðuneytisins. Athygli skal vakin á gildandi reglum um framvísun per- sónuskilríkja, þ.e- nafnskírteina og ökuskirteina. Fari greiðsla fram gegn skriflegu uinboði skal það vera vottfest og tilgreina skal nafnnúmer og heimilisfang viðtak- anda. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-05-05 Umburðarbréf nr. 19. — Umdæmisstöðvarnar — Söluverð símaskrárinnar fyrir árið 1978 hefir verið ákveðið kr. 3000.00 hvert eintak plús 20% söluskattur. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-05-08 Umburðarbréf nr. 20. — Umdæmisslöðvarnar — Vegna ferminga hvítasunnudagana 14/5 og 15/5 eruð þér góðfúslega beðinn að sjá um að síinstöðvar verði opnar fram eftir degi eftir því sem þörf krefur. Tilkynnið eftir þörfum. 1978-05-25 Umburðarbréf nr. 21. — Umdæmisstöðvarnar — Samkvæmt ósk ríkisútvarpsins óskast siðasta tala i umburðarbréfi nr. 17 leiðrétt þannig að kr- 670 verða kr. 680.00.

x

Póst- og símatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.