Morgunn - 01.06.1945, Qupperneq 22
18
M 0 R G U N N
Erskine setti sig nú í samband við föðurinn og bað
hann að finna sig. Frá samfundum þeirra segir hann á
þessa leið:
„Ég talaði við hann undir fjögur augu, og honum brá
talsvert, þegar ég spurði hann, hvort hann hefði ekki
fundið hin ósýnilegu augu sonar síns fylgja sér á ferð
sinni um Lundúnagötur. Hann hafði ekki orðið þess var.
Ég sýndi honum nú það, sem ég hafði skrifað eftir syni
hans dáleiddum, og hann féll alveg í stafi af undrun. Hann
varð höggdofa, orðlaus um stund, og þegar hann gat loks
komið upp orði, bað hann mig um skýringu. Ég gaf honum
skýringuna, en hann gat ekki trúað mér. En hann játaði
fyrir mér, að allt, sem sonur hans hafði sagt mér um at-
hafnir hans, fólkið, sem hann hefði talað við, staðina, sem
hann hefði komið á, hvert orð væri út í æsar rétt.
Hann bar fram við mig tvær óskir, og ég veitti honum
þær báðar. Önnur var sú, að ég skyldi ekki birta það,
sem ég hafði skrifað eftir syni hans, og hin var sú, að
ég skyldi aldrei senda anda sonar hans í slíkt ferðatag
eftir honum oftar. „Blessaður, reyndu þetta á einhverj-
um öðru.m“, sagði hann hlæjandi“.
Þarna getur enginn hugsanaflutningur komið til greina,
því að hvorki dávaldurinn né hinn dáleiddi maður höfðu
nokkra eðlilega vitneskju um, hvað faðir piltsins væri
að gera. Vissulega sá pilturinn í „gegn um holt og hæðir“,
meðan hann var undir dáleiðsluáhrifum frá Erskine.
Líka sögu birtir hin stórlærða gáfukona frú Sidgwick,
ekkja hins mikla vísindamanns og systir Balfours lávarð-
ar, hins alkunna forsætisráðherra Breta. Söguna birtir
hún, eins og margt annað merkilegt, í Skýrslusafni Brezka
Sálarrannsóknafélagsins.
Hr. A. W. Dobbie í Adelaide, mjög æfður dávaldur,
spurði einhverju sinni unga stúlku, sem hann hafði dá-
leitt: „Getur þú sagt mér, hvar faðir þinn er staddur
nú?“ Hann var þá í 500 rnílna fjarlægð og enginn við-