Morgunn


Morgunn - 01.06.1945, Page 29

Morgunn - 01.06.1945, Page 29
M 0 R G U N N 25 ar í fornöld sögu vorrar, og sjálfsagt miklu fyrr. Hinir einangruðu íbúar Norður-Noregs, Finnarnir svonefndu, voru einkum taldir leiknir í þeirri list, karlar jafnt og konur, til þeirra segir Flateyjarbók oss, að hin grálynda drottning, Gunnhildur, kona Eiríks blóðaxar, hafi leitað til þess að nema þessa kunnáttu, og mörg dæmi sýna hið sama. I Vatnsdæla-sögu segir fi'á merkilegu dæmi seiðsins, þar sem sagt er frá tildrögum þess, að hinn göfugi land- námsmaður, Ingimundur gamli, fer frá Noregi til íslands búferlum. Það er eftirtektarvert, að engi nauður rekur hann frá Noregi, hann er auðmaður mikill og voldugur og í miklu vinfengi við Harald hárfagra, svo að ekki er hann að flýja harðstjórn hans, eins og sumir landnámsmanna gerðu. En Ingimundur var ákveðinn forlagatrúarmaður, eins og margir aðrir samtiðarmenn hans voru á Norður- löndum. Það er eins og honum hafi ekki verið vært í Nor- egi, eftir að Finnarnir spá íslandsferð hans. Hann telur ferðina forlög sín, sem hann muni ekki fá umflúið, og fer þó nauðugur. Það er upphai' þesarar sögu, að Ingjaldur bóndi að Hefni á Hálogalandi efnir til veizlu og býður þangað vinum sín- um, Þorsteini, Ingimundi syni hans, Grími, fóstbróður Ingi- mundar, og miklu fjölmenni. Það var eitt til veizlufagn- aðar, að Ingjaldur hafði sótt til veizlunnar seiðkonu eina, Finnu, sem átti að skemmta gestum með því að segja þeim forlög þeirra. Um hana var búið í veglegu hásæti, og þang- að gengu menn á fund hennar og spurðu hana um forlög sín. Völvan hafði orð á því, að þeir fóstbræður, Ingimund- ur og Grímur kæmu ekki til hennar, en þeir fannst henni merkilegastir menn í veizlunni, og sennilega merkilegastir vegna þess, sem hún fann, að hún gat sagt þeim um fram- tíð þeirra og öðrum var hulið. Ingimundur svarar kulda- lega til og segir, að hann hyggi ekki, að sitt ráð sé komið undir tungurótum hennar, og svarar seiðkonan þá: „Ek mim þó segja þér ófregit; þú munt byggja land, er

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.