Morgunn


Morgunn - 01.06.1958, Page 20

Morgunn - 01.06.1958, Page 20
14 MORGUNN sá ég enga slíka ójarðneska gesti í húsi okkar, þótt aðrir í húsinu sæju þá. Bróðir minn veiktist af barnaveiki. Þá varð það, að kennslukonan, sem bjó í næsta herbergi við herbergi hans, sá hávaxna konu, með slæðu yfir höfðinu og slóða á kjóln- um sínum, ganga í gegn um herbergið. Um leið og þessi vera kom inn í herbergi bróður míns, féll á hann værð og hann sofnaði. öðru sinni var það, að bróðir minn veiktist svo mikið, að amma mín lét flytja hann inn í herbergi sitt. Amma lá í rúmi sínu við hliðina á rúmi hans, þegar hún sá látna móð- ur hans, dóttur sína, koma inn í herbergið, ganga fyrir fóta- gaflinn á rúmi hans og síðan meðfram rúminu. Rúmið var þétt upp að veggnum og þegar móðir mín gekk meðfram því, dró hún með sér flugnanetið, sem var í kring um rúm- ið til þess að verja hinn sjúka dreng skorkvikindum og flugum. Þá varð ömmu minni skyndilega ljóst, að þessi vera var ekki elzta dóttir hennar, eins og hún hafði haldið, heldur önnur dóttir hennar, sem dáin var fyrir ári, móðir drengsins. Mestu merkisviðburðir bernsku minnar voru draumar frænda míns. Hann dreymdi ekki oft slíka drauma, en þegar mér var sagður einhver þeirra, beið ég þess í of- væni, að draumurinn rættist. Einu sinni gleymdi hann að segja okkur draum, og það endaði með ósköpum. Drengur kom hlaupandi frá skrifstofu frænda míns með þau skila- boð frá honum, að líta vandlega eftir fuglabúrinu, því að honum hefði komið nú fyrst í hug, að um nóttina hefði sig dreymt, að kötturinn hefði étið kanarífuglinn. Þetta reynd- ist vera komið fram. Við fundum búrið opið og kisu sitja rétt hjá því og sleikjandi sig um trýnið. Þá tókst betur til, þegar frænda minn dreymdi, að hann hefði selt „Sir Thomas Lipton“, en svo hét veðreiðahest- urinn hans. Frændi hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að jafnhliða því að ala önn fyrir stórri fjölskyldu, gæti hann ekki látið eftir sér að eiga veðreiðahest. Við urðum afskap-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.