Kylfingur - 01.07.1937, Page 6

Kylfingur - 01.07.1937, Page 6
4 KYLFINGUR • hluta laugardags og á sunnudögum, máske oftar í vik- unni. Mér nægir seinni hluti laugardags og sunnudagur. Og hve margt innisetufólk getur ekki séð af þessum tíma — ef það nennir því? Erfiðið við að nenna því er aðeins í byrjun. Það er töframáttur golfsins, að það dregur fólk, sem annars er værugjurnt, með ómótstæðilegjui afli til hollrar, nytsamrar og skemmtilegrar útivistar og hreyf- ingar — þegar ísinn er brotinn; þegar menn hafa kynzt undirstöðuatriðum leiksins. Það þarf þá ekki að hrópa í eyru þeirra: ,,Allir út á golfvöll!“ Þeir standast ekki mátið, hlakka til að komast út á golfvöll. Og eins og loftið er heima! Eg hefi hvergi sveiflað golfkylfu í svo léttu og hressandi lofti sem heima á íslandi. Að lokum smásaga, sem er sönn. Við Helgi P. Briem vorum staddir saman í Madrid 1 júlímánuði í 39 stiga hita. Eg þoldi illa svo mikinn hita. Eg var máttlaus og sljófur. „Þetta dugar ekki,“ sagði ég við Helga, „nú förum við út á golfvöll til þess að safna orku. Helgi, sem aldrei hafði tekið sér golfkylfu í hönd, var til í það að fara með. Ekki leið á löngu eftir þetta áður en Helgi var farinn að iðka golf með þessum eða líkum rökum: „Úr því S. B.,sem þolir illa mikinn hita, getur orðið að nýjum og betri manni með því að ganga allhratt um hæðir og hóla í 39 stiga hita og sveifla golfkylfum, ,er varla verjanlegt að reyna þetta ekki sjálfur.“ Khöfn í apríl 1937. Sveinn Björnsson.

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.