Kylfingur - 01.07.1937, Qupperneq 8

Kylfingur - 01.07.1937, Qupperneq 8
6 KYLFINGUR Golfklúbbur Islands. Þar var komið sögu vorri síðast, er menn höfðu etið sig ánægða og sopið sáttir eftir orrustur sumarsins, með auka- aðalfundi og ánægjulegu samkvæmi þann 31. október 1936. Á þeim auka-aðalfundi var samþykkt að heimila stjórn klúbbsins að taka lán, til þess að greiða kostnað við ræktun hins nýja golfvallar í Mjóumýri og til byggingar klúbbhúss á landi klúbbsins þar. Hafði stjórn klúbbsins síðan til athugunar og meðferðar ýms atriði í sambandi við lántöku og húsbyggingu. Lán fékkst hjá lífsábyrgðar- félaginu Danmark með aðgengilegum kjörum, að því til- skildu þó, að auk veðs í landi og húsi klúbbsins, ábyrgðist Reykjavíkurbær lánið. Bæjarstjórn var nú skrifuð beiðni um' ábyrgð á láninu, en vegna þess að tveir eða þrír bæj- arfulltrúa, sem ekki höfðu enn þá fengið golfsótt, mæltu á móti ábyrgðinni, og að einn þeirra, sem hafði verið sjón- arvottur að fjörkippum; væntanlegra kylfinga, taldi að þeir mundu stafa af óhófi í lifnaðarháttum á leigulandi klúbbsins, þá var fellt að veita ábyrgðina. Stjórn klúbbsins þótti nú óvænlega horfa, og voru hin beztu höfuð í bleyti lögð, og beðin að finna rök, er duga myndu. Var það gert, bæjarstjórn skrifað skjal mikið að nýju, og sýnt fram á, að golfsótt væri góð sótt og flest- um holl; einkum þeim, er innisetur hefðu. Þá var þess getið, að fjörkippir þeir, er fulltrúann hneiksluðu, hefðu tilheyrt alvörugefnum manni, sem ekki var enn þá kom- inn í klúbbinn, og að kylfingar ættu þar ekki aðra sök á en þá, að lofa manninum að sjá leikinn. Mundi það og sanni næst, að sú íþrótt hlyti að vera skemmtileg og holl, er heltæki menn þannig á stuttri stundu. Þótti bæjarstjórn þetta rökfimlega mælt, og kvað klúbbinn alls góðs mundu maklegan. Var nú samþykkt með miklum meiri hluta að veita umbeðna bæjarábyrgð. Aðalfundur klúbbsins var haldinn 2. apríl, og hófst kl. 8,15. Fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf, fyrst skýrsla ritara um störf klúbbsins á árinu. Gat hann þess, að fé-

x

Kylfingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.