Kylfingur - 01.08.1937, Blaðsíða 6

Kylfingur - 01.08.1937, Blaðsíða 6
16 KYLFINGUR nefnd hafi af sérstökum ástæðum ákveðið annað. Verði af einhverjum ástæðum stakur keppandi, skal nefndin fá honum keppanda, eða annan mann, er telji fyrir hann, og láta hann leika einan, eða leyfa honum að keppa með ein- hverjum sem þriðji mður. Byrjunarröð og tíma ber að ákveða með hlutkesti, ef mögulegt er. 2. HÖGGLEIKAREGLA. Leik má ekki fresta vegna veðurs. 1) Keppendur verða að byrja á þeim tíma og í þeirri röð, sem kappleikanefnd hefir ákveðið. Þeir mega ekki hætta leik eða fresta byrjun vegna veðurs eða af nokkurri annari á- stæðu, nema nefndin taki hana til greina og samþykki töfina. Víti: Útilokun frá keppni. Völlurinn óleikhœfur. 2) Telji nefndin völlinn ekki í leikhæfu ástandi eða sé skyggni svo slæmt, að ekki verði leikið sæmilega, hefir hún vald til, hvenær sem er, að lýsa kappleikinn ógildan. 3. HÖGGLEIKAREGLA. Tveir eða fleiri jafnir. Ef tveir eða fleiri verða jafnir með lægstan höggafjölda, skal leika til úrslita á þann hátt, er nefndin ákveður. Hún ákveður einnig dag og stund fyrir úrslitakeppnina. 4. HÖGGLEIKAREGLA. Nýjar holur. 1) Nýjar holur ber að gera sama dag og höggkepnin byrjar. Æfing sama dag og keppt er. 2) Þá daga, sem keppt er, má enginn keppandi æfa sig áður en hann byrjar keppnina með því að leika að eða á nokkurri af flötunum (greens), og ekki má hann heldur vís-

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.