Kylfingur - 01.08.1937, Blaðsíða 8

Kylfingur - 01.08.1937, Blaðsíða 8
18 KYLFINGUR Reglur um leik i höggleikakeppni. 6. HÖGGLEIKAREGLA. Leiðbeining. Keppandi má ekki biðja um leiðbeiningu (sbr. skilgr. 2) og ekki heldur gera neitt það, er verði til þess, að hann fái leiðbeiningar, nema frá kylfusveini sínum. Athuga: Meðspilari er ekki félagi í höggleikakeppni. Víti: Útilokun frá kevpni. 7. HÖGGLálKAREGLA. Hver á leik. 1) Keppendur eiga leik eftir sömu reglu og í holukeppni, en ef keppandi leikur af vangá, þegar hann á ekki leik, skal það vítalaust og höggið má ekki afturkalla. Að slá fyrsta högg utan við takmörk teigsins. 2) Ef keppandi slær fyrsta högg á holu utan við takmörk teigsins, skal hann telja það högg, tygja bolta aftur á teign- um og slá þaðan annað höggið á holunni. Víti: Útilokun frá keppni. 8. HÖGGLEIKAREGLA. Keppandi verður að leika eigin bolta í holu. 1) Sérhver keppandi verður ávallt að leika eigin bolta í holu. Víti: Útilokun frá keppni. Að leika röngum bolta. 2) Ef keppandi leikur eitt eða fleiri högg með annan bolta en sinn eigin, skal hann taka tvö vítishögg og síðan leika sínum bolta. Undantekningar í iorfærum. 3) Ef keppandi Ieikur eitt eða fleiri högg með annan bolta

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.