Kylfingur - 01.05.1999, Qupperneq 3
Gestur Jónsson, formaður GR:
Góð þjónusta við
félagsmenn í fyrírrúmi
Það hafa orðið miklar breytingar hjá
Golfklúbbi Reykjavíkur á síðustu mánuð-
um. Garðar Eyland, sem setið hefur í
stjóm undanfarin 14 ár, þar af síðustu 6
árin sem formaður, hefur staðið upp úr stól
sínum eftir ómælt og farsælt starf í þágu
klúbbsins. Hildur Kristmundsdóttir hefur
látið af starfi framkvæmdastjóra og Sig-
urður Pétursson, aðalkennari klúbbsins, lét
af störfum um áramót. Ég vil fyrir hönd
klúbbfélaganna þakka þessu góða fólki
störf þeirra fyrir GR og óska þeim velfam-
aðar í nýjum verkefnum.
Stjómin réði Margeir Vilhjálmsson,
sem verið hefur vallarstjóri GR undanfai-
in ár, í stöðu framkvæmdastjóra. Margeir
hefur þegar sýnt að þar fer kraftmikill
maður sem ástæða er til að binda miklar
vonir við. Krafturinn er slíkur að að stjóm-
in nær vart að taka ákvarðanir áður en
framkvæmdum er lokið.
I Grafarholti er búið að byggja upp fjór-
ar nýjar flatir á 2., 6., 10. og 16. braut. Þá
hafa verið gerðir nýir teigar á 17. braut.
Ekki er ætlunin að spila inn á nýju flatim-
ar fyrr en sumarið 2000, þótt hugsanlegt
sé að þær verði leikhæfar síðsumars eða
snemma í haust. Þrátt fyrir þessar miklu
breytingar standa vonir til að framkvæmd-
imar hafi lítil sem engin áhrif á golfið í
sumar þar sem flatimar em í öllum tilvik-
um á nýjum stöðum og hægt verður að
leika inn á gömlu flatimar í sumar eins og
verið hefur. Það er að sjálfsögðu afar mik-
ilvægt að reyna að haga framkvæmdum
þannig að sem minnst truflun verði á notk-
un vallarins. Félagamir geti spilað golf við
bestu hugsanlegu aðstæður þrátt fyrir
framkvæmdimar. Það er trú mín að nýju
flatimar eigi eftir að gera Grafarholtsvöll-
inn enn fallegri, skemmtilegri og meira
krefjandi en hingað til.
Breytingar standa einnig yfir á Korp-
úlfsstaðavellinum. Legu 10. brautar hefur
verið breytt þannig að leikið verður frá
Korpúlfsstaðahúsinu í átt að ánni, samsíða
18. brautinni og þaðan til hægri inn á flöt-
ina. Ætlunin er að nota landið þar sem 10.
brautin lá áður undir nýjan 9 holu byij-
enda- og æfingavöll ásamt svæðinu vest-
ur að Víkurvegi. Borgaryfirvöld hafa
heimilað GR að taka undir æfingavöllinn
svæðið milli gamla malarvegarins sem lá
meðfram gömlu fyrstu brautinni á Korpu-
vellinum að Víkurveginum. Hefur Hann-
es Þorsteinsson, golfvallahönnuður, þegar
skilað teikningu af 9 holu velli á svæðinu.
Par hans verður 31 eða
32.
Borgaryfirvöld hafa
jafnframt fallist á
beiðni GR um að fá að
leggja nýja braut sem
komi í framhaldi af ní-
undu braut og spilist
upp að Korpúlfsstaða-
vegi. Brautin verður
par 3 og verður ca 170
mera löng frá klúbb-
teigum. Fyrirhugað er
að þessi braut verði í
framtíðinni 9. braut
vallarins, en núverandi
7. braut verður felld út
á móti. Með þessu móti
styttist mjög það leið-
inlega labb sem verið hefur frá 9. flöt að
10. teig. Eins og menn vita finnst kylfing-
um fátt leiðinlegra en að labba langar leið-
ir, þ.e. þegar ekki er verið að elta hvíta
kúlu.
Loks hefur fengist samþykki borgaryf-
irvalda við því að gengið verði frá bíla-
stæðum við klúbbhúsið að Korpúlfsstöð-
um í sumar. Hönnunarvinnu er að ljúka og
standa vonir til þess að framkvæmdir geti
hafist nú í vor eða snemmsumars. Þegar
gengið hefur verið frá bflastæðunum og
aðkomunni að klúbbhúsinu er óhætt að
fullyrða að Korpúlfsstaðavöllurinn verði
kominn í hóp glæsilegustu golfvalla á
landinu.
Eins og áður hefur komið fram í frétta-
bréfi GR tók Joe McKie til starfa sem að-
alkennari klúbbsins um síðustu áramót.
Joe hefur verið með kennslu inni í aðstöðu
klúbbsins að Korpúlfsstöðum í vetur og
hefur aðsókn verið feikileg. Þá hefur Joe
verið með vikulega kennslu fyrir böm og
unglinga á vegum klúbbsins. Auk þess að
vera góður kennari er Joe kurteis og þægi-
legur maður. Eini gallinn við hann er sá að
hann á annað móðurmál en íslensku. Hann
vinnur þó stöðugt í að bæta sig í íslensk-
unni og er þegar kominn með þokkalega
forgjöf. Ástæða er til þess að hvetja klúbb-
félaga til þess að launa
Joe kennsluna með því
að tala við hann ís-
lensku eins og hægt er.
Með því móti verður
hann kominn með
keppnisforgjöf í ís-
lensku innan skamms.
Vegna þess hve að-
sóknin í kennsluna
hefur verið mikil hef-
ur Joe þegar ráðið sér
aðstoðarkennara sem
tók til starfa um miðj-
an aprfl. Sá er einnig
Skoti og heitir Derrick
Moore. Það er rík
ástæða til þess að
mæla með þeim félög-
um. Sennilega er þetta besti tími ársins til
þess að fara í kennslu, svona um það bil
þegar vertíðin er að heíjast.
Joe McKie mun í sumar annast rekstur
tveggja golfverslana fyrir klúbbinn. Önn-
ur verður á kunnum slóðum í Grafarholt-
inu. Hina er verið að opna í öðrum tum-
inum á Korpúlfsstöðum.
Það er ásetningur stjómar GR að þjóna
félagsmönnum sem best. Stærsta atriðið er
að sjálfsögðu að halda völlunum í eins
góðu ástandi og hugsanlegt er. Lögð er
áhersla á það við starfsmenn GR að þeir
vandi verk sín og sýni félagsmönnum
kurteisi og lipurð. Á sama hátt eiga starfs-
mennimir rétt á því að við félagsmennim-
ir sýnum þeim og klúbbnum virðingu í
verki. Látum verkin tala í sumar og göng-
um þannig um vellina og klúbbhúsin að til
sóma sé.
Með ósk um gott golfsumar,
Gestur Jónsson, fonnaður GR.
KYLFINGUR 3