Kylfingur - 01.05.1999, Síða 10

Kylfingur - 01.05.1999, Síða 10
svæði bæri af. Við fórum á fund borgaryfirvalda til að fá leyfi til að vera þar til bráðabirgða. Við fengum leyf- ið eftir nokkurt þóf enda margir borgarstarfsmenn sem voru á móti því að GR fengi afnot af svæðinu, en við áttum einnig hauka í horni, menn eins og Birgi ísleif Gunnarsson, þáverandi borgarstjóra, sem tók vel í mála- leitun okkar. Það var síðan ég og Geir sonur minn sem hönnuðum fyrstu holumar, völdum bestu blettina. Það gekk á ýmsu með þennan völl, við misstum svæði og fengum önnur á þessum áram sem bráðabirgðavöllur- inn var við lýði. Svan hætti formennsku eftir þrjú ár en kom aftur: „Svoleiðis var að mér fannst aðrir ættu að taka við formennskunni, hélt þó áfram í stjóm og var formaður vallamefndar. Ég sagði sem svo, ég skal sjá um völlinn, sjáið þið um hitt. Nú var kominn mikill hugur og bar- átta í klúbbinn og á næstu áram sóttum við okkur mik- ið í veðrið. Ég verð svo aftur formaður 1976 þegar eng- inn annar vildi taka það að sér og var í tvö ár. Þriðja sinni sem ég verð formaður kemur nú eigin- lega ekki að góðu og var kosið á milli mín og sitjandi formanns, Magnúsar Jónssonar. Málið var að búið var að sækja um að hafa Evrópumót unglinga á Grafar- holtsvelli og hafði ég verið í stjóm þegar við fengum mótinu úthlutað, en hætti í stjóm árið eftir þar sem ég og Magnús höfðum ekki átt skap saman. 1979 var allt komið í óefni í sambandi við framkvæmdir á vellinum. Til mín leitar Gunnar Torfason og fleiri stjómarmenn og er ég beðinn um að koma aftur að vellinum. Ég setti mín skilyrði og að þeim var gengið. Ég ásamt góðum vallarstarfsmönnum komum vellinum í það gott lag að þegar liðsstjórar fóru yfir völlinn vildu þeir ekki hafa hreyfingar, sem um síðir voru þó leyfðar. í framhaldinu var þrýst á mig að fara í formannskjör gegn Magnúsi á næsta aðalfundi sem ég og gerði og var þetta í fyrsta sinn sem þegar upp var staðið skildu ekki mörg atkvæði okkur. í þetta kosið var um tvö formannsefni. Kosningamar voru spennandi og skiptið var ég aðeins formaður í eitt ár, enda stóð aldrei til að ég yrði lengur. Góður maður Hannes Guðmundsson tók við af mér. Ég var aftur á móti í vallamefnd áfram og þar var einnig sonur minn Geir, ásamt þeim ágæta manni Hauki Guð- mundssyni. Þegar ég svo hætti störfum hjá Olíuverslun Islands þá er ég ráðinn vallarstjóri og er það í eina skipt- ið sem ég hef þegið laun frá klúbbnum. Að lokum er Svan spurður hvemig honum komi fyr- ir sjónir þær miklu breytingar á aðstöðu og starfsemi Golfklúbbs Reykjavíkur. „Ég hef ekkert nema gott um það að segja. I kjölfar betra atviiuiuástands hefur allt breyst og golfið orðið vinsæl almenningsíþrótt. Áður fyrr fómuðu menn sér fyrir klúbbinn og unnu mikið sjálfboðaliðastarf sem hefur að mestu leyti lagst af og segja má að við þurfum ekki á sjálfboðavinnu að halda lengur. Til að mynda voram við að lappa upp á gamlar vélar sem vora á síðasta snúningi. Þetta þarf ekki leng- ur, vélakosturinn er allur annar og betri og svo er um margt annað. Golfklúbburinn er með marga góða starfs- menn sem hafa þá reynslu sem þarf til að hafa málin í góðu horfi. Góðir formenn hafa valist til að stjóma klúbbnum og framtíðin er björt. Ep þegar ég lít yfir Grafarholtsvöllinn og hugsa um alla þá vinnu sem ég og aðrir sjálfboðaliðar hafa lagt í völlinn þá tel ég mig eiga pínulítið í honum.“ ÐARMMERKI RIKARAR VERÐLAUNAPENINGAR FANNAR LÆKJARTORGI S: 551-6488 Feðgar tilbúnir í feðgakeppni. Geir Svanson og Svan Friðgeirsson. 10 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.