Kylfingur - 01.05.1999, Side 14

Kylfingur - 01.05.1999, Side 14
janúar með því að nefndin kallaði saman þær konur sem nýgengnar voru í klúbb- inn og kynnti þeim starfsemina. Kennari klúbbsins var fenginn til að segja þeim frá hvemig kennslu væri hátt- að og sýndi þeim æfingaaðstöðuna. Tilgangur þessa fundar var að bjóða konurnar velkomnar í klúbbinn, hvetja þær til að nota kvennatímana og einnig sá að þær kynntust, þannig að auðveldara væri fyrir þær að finna sér golffélaga. Þessi fundur mæltist mjög vel fyrir. Sjaldan hefur verið jafn mikil þátttaka nýliða í starfi kvennanefndar eins og á síðastliðnu ári. Púttkvöld hófust í lok jan- úar að venju og hefur þátttakan aldrei ver- ið meiri. Vetrarstarfinu lauk með hátíð í golfskála GR í Grafarholli, 27.mars, þar mættu 70 konur. Púttmeistarar vetrarins voru krýndir og ýmis skemmtiatriði flutt með söng og dansi. Var þessi skemmtun vel heppnuð í alla staði. Sumarið hófst með vorferð á Hellu þann lö.maí. Ákveðið var að breyta rástímanum, sem konur hafa haft undanfarin ár, á miðviku- dögum milli kl. 17:00 og 18:00, þannig að konur gætu skráð sig í kvennatímann þeg- ar þær kysu á miðvikudögum og spilað til forgjafalækkunar eins og verið hefur. Þetta var gert til þess að koma til móts við þær konur sem vilja spila fyrr að deg- inum. Þetta fyrirkomulag gafst ekki vel. Sennilegt þykir að kvennatímanum verði breytt aftur í fyrra horf. Mót sem kvennanefndin stóð fyrir eru: Baráttumót kvenna, þann 19 júní og Hatta- og pilsamótið, þann 26.júní. Á hverju sumri hittast konur úr GR og konur úr Golfklúbbi Suðumesja og keppa til skiptis heima og að heiman. Síðastliðið sumar heimsóttu GR konur Suðumesjakonur og sigmðu GR konur í jafnri og æsi spennandi keppni. Síðasta kvennamótið var opið mót, ÍBR bikarinn sem fór fram þann 29. ágúst á golfvelli GR í Grafarholti. Sumarstarfinu lauk svo með haustferð sem farin var á golfvöllinn á Akranesi þann 19.september Formaður kvennanefndar var Stefanía M. Jónsdóttir. Með henni í nefndinni voru: Guðrún Magnúsdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Fanney Júlíusdóttir og Margrét Geirsdóttir. Kappleikir Þátttaka í flestum mótum var mun minni en áður hefur þekkst sem skýrist helst af því að stöðugt færist í vöxt að hin ýmsu fyrirtæki og félög eru farin að leigja velli og halda mót fyrir sína viðskiptavini. Opna GR var haldið 4.-5. júlí og var það að venju fjölmennt. Safnmót var í gangi í sumar og tóku alls 85 félagar þátt í mótinu en 15 keppendur tóku þátt í úrslitakeppninni sem fór fram í september. Þar var keppt með og án for- gjafar og voru verðlaun veitt fyrir besta samanlagðan árangur sumai'sins. Ég vil geta þess undir þessum lið að 1997 barst beiðni frá Royal Spanish Golf Federation, Travel og Sponsoring, um að halda hér eitt mót á tímabilinu apríl / júní. TITANIUM CHRONOGRAPH Gull- og Silfursmiðjan ERNA Skipholti 3 FANNAR KJARNA Mosfellsbæ Tilboðsverð: kr. 18.900 Mót þetta er nokkursskonar raðmót sem halda átt í áhugaverðum borgum í Evr- ópu. Verðlaun í þessu móti átti að vera ferð fyrir tvo, til að taka þátt í úrslitamóti, sem halda átti þegar úrslit lægju fyrir úr hverju landi. Þessu móti var frestað en samkvæmt bréfi frá Royal Spanish Golf Federation mun það verða tekið upp að nýju. Formaður kappleikjanefndar var Gest- ur Jónsson. Unglinganefnd Unglingastarf GR var með hefðbundn- um hætti á liðnu starfsári. Inniæfingar hófust fljótlega eftir áramót og voru einu sinni í viku. Sökum þess hvað hópurinn er orðin stór þurfti að skipta honum nið- ur, einnig innan aldurshópa. Æfingar gengu vel og óhætt að segja að sú aðstaða sem GR skapar unglingum innan klúbbs- ins skili sér í góðum árangri og framför. Árangur unglinga GR þetta árið var nokk- uð góður, við unnum sveitakeppni ung- linga 16-18 ára annað árið í röð, vorum í 3. sæti stúlkna 18 ára og yngri, eignuð- umst unglingameistara íslands í flokki drengja 16-18 ára einnig annað árið í röð og áttum 2. sætið í þessum flokki líka, 2. sæti stúlkna 16-18 ára og 2. og 3. sæti telpna 13-15 ára. Nú í haust fóru tveir unglingar á vegum GR til Frakklands og kepptu fyrir íslands hönd í stóru unglingamóti þar. Af fjórtán liðum sem kepptu lentu þeir í 6. sæti. Unglinganefnd GR var þamiig skipuð árið 1998: Hinrik Gunnar Hilmarsson. formaður, Þorsteinn Þorsteinsson, Christian Þor- kelsson, Ægir Kópsson, Steinar Ágústs- son og Stefanía M. Jónsdóttir. Skemmtanir Að venju var staðið var fyrir Vorfagn- aði, Jónsmessufagnaði og Bændaglímu. Forgjafamál Formaður forgjafanefndar var Eyþór Fannberg. Forgjafarkerfið er tengt félaga- keifinu og hefur skrifstofan haldið sam- viskusamlega utan um forgjöf kylfinga. Nýliða og aganefnd Þorsteinn Sv. Stefánsson var formaður aganefndar og eins og undanfarin ár voru haldnir nýliða- og fræðslufundi á vegum nefndarinnar. Einnig hefur Þorsteinn ver- ið okkar aðal dómari og leiðbeint okkur með merkingar og úttektir á völlunum. Það er ómetanlegt að geta sótt þekkingu 14 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.