Kylfingur - 01.05.1999, Síða 37
svo upp í skálann nístir í hjarta og stað-
ráðnir í að „gera bara betur næst“. En
kaflinn um hugarþjálfun minnir okkur á
að golf er íþrótt andans, og nákvæmlega
þar á að slá fyrsta höggið - í
hugarheimi róseminnar - og
þaðan liggur leiðin til betri
sveiflu, betra skors og ríkulegri
lífsfyllingar á golfvellinum.
Auk kaflans um hugarþjálf-
un er vert að nefna annan
kafla, þann sem gerir grein fyr-
ir svonefndum tækniæfingum.
Þar hjálpa höfundar okkur til
þess að sigrast á ýmsum al-
gengum kvillum golfsveiflunn-
ar. Sjálfur hef ég átt í vanda
með hægra hnéð, sem á það til
að læsast í baksveiflunni, og eins og
vænta mátti kunna þeir gott ráð við því
- það er tækniæfing nr. 6.
Öfugur þungaflutningur hrjáir margan
góðan dreng, og ófáa kaffibolla og
kleinuhringi hef ég um dagana unnið af
mætum golffélaga, sem aldrei hefur sigr-
ast á þeim fjanda, en tækniæfing nr. 7
ræður bót á þessu.
Margir eiga vanda til að vefja kylf-
unni utan um sig í baksveiflunni og
lenda svo í vandræðum í framsveiflunni.
Afleiðingin er sveifla sem er allt of flöt,
og rífur oft illa í neðstu hryggjarliðina -
það þekki ég af eigin raun. Til ráðs er þá
annað tveggja, að panta tíma hjá hnykki
og láta hann rétta úr hryggnum, eða fara
að ráðum Arnars Más í tækniæfingu nr.
4, rétta af sveifluna, fá betri og öflugri
sveifluferil og minnka um leið álagið á
hryggsúluna.
Nú er það alþekkt klisja og stórlega
ofnotuð, að hin og þessin bókin „marki
tímamót“ í einhverjum skilningi, en í
þetta skipti á klisjan fyllilega við rök að
styðjast - Betra golf markar hressandi
tímamót í íslenskum golfbókmenntum.
Hún kostar sem svarar tveim tímum hjá
golfkennara og er fyllilega peninganna
virði.
Eg vona innilega að héðan af verði
ekki aftur snúið - tökum nú höndum
saman, kylfingar, og látum bók þessa
marka farsælt upphaf að fræðandi og
skemmtilegum golfbókmenntum á ís-
landi.
Baldur Hennannsson.
golfbílar
á frábæru verði.
Komið og kynnist
EZ-GO
golfbílunum okkar
TEXTROH
G.Á. PÉTURSSON eht.
SLÁTTUVÉLA- & SNJÓKEÐJUMARKAÐURINN
Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Pósthólf 8176
128 Reykjavík • Sími 568-5580 • Fax 568-9899
KYLFINGUR 37