Fréttablaðið - 08.02.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.02.2011, Blaðsíða 2
2 8. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR Óttar, ertu þá mest í fornrit- unum? „Þar hittir vel á vondan. Ég er einmitt að lesa Gylfaginningu þessa stundina.“ Óttar Felix Hauksson er kominn í íslenskunám. Hann segist vera þar langelstur. EFNAHAGSMÁL Engin leið er fyrir Ísland að taka upp evruna eða fá stuðning Evrópska seðlabankans við krónuna nema með Evrópusambandsaðild og því að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evru, segir Olli Rehn, efnahags- og peningastefnustjóri fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Það er ekki hægt að stytta sér leið,“ sagði Rehn á fundi með fjölmiðlafólki eftir fund með Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, í Brussel í gær. „Ísland þarf að ljúka aðildarviðræðunum, sam- þykkja aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu og uppfylla skilyrði fyrir upptöku evrunnar eins og aðrir,“ sagði Rehn. Hann fagnaði því að íslensk stjórnvöld væru að vinna að því takmarki, og bauð tæknilega aðstoð frá framkvæmdastjórn ESB til að ná því mark- miði. „Góður árangur íslenskra stjórnvalda í að koma á efnahagslegum stöðugleika hefur náðst, meðal annars með því að setja á gjaldeyrishöft. Frjálst flæði fjármagns er mikilvægt skilyrði fyrir aðild að Evrópusambandinu, og því þarf að afnema höft- in,“ sagði Rehn. Árni Páll fagnaði boði Rehns um aðstoð við afnám gjaldeyrishaftanna og undirstrikaði mikil- vægi þess að afnema höftin á varfærinn hátt til að viðhalda stöðugleika krónunnar. - bj Engin leið til að taka upp evruna eða fá stuðning við krónuna segir Olli Rehn: „Ekki hægt að stytta sér leið“ FUNDAÐ Olli Rehn (til hægri) og Árni Páll Árnason ræddu meðal annars hvernig framkvæmdastjórn ESB getur aðstoðað við afnám gjaldeyrishaftanna. MYND/ESB SPÁNN, AP Nýr flokkur aðskilnað- arsinnaðra Baska var stofnaður í gær á Spáni. Flokkurinn hafn- ar öllu ofbeldi og þar með stefnu aðskilnaðarsamtakanna ETA, sem staðið hafa í vopnaðri bar- áttu áratugum saman. Batasuna, stjórnmálaarm- ur ETA, var bannaður árið 2003 á þeirri forsendu að hann væri partur af vopnuðum samtökum. Með stofnun nýja flokks- ins vonast aðskilnaðarsinnar til þess að fá á ný rödd í spænskum stjórnmálum, en óðum styttist í sveitarstjórnarkosningar á Spáni. - gb Nýr Baskaflokkur stofnaður: Hafnar ofbeldi en vill aðskilnað TALSMENN NÝJA FLOKKSINS Rufi Etxebarria og Inigo Iruin. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Bjarni Bjarnason verð- ur næsti forstjóri Orkuveitunnar samkvæmt ákvörðun stjórnar fyrir- tækisins í gær. Bjarni er forstjóri Landsvirkjunar Powers, dóttur- félags Landsvirkjunar. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði til í stjórn OR í gær að ráðningarferlinu yrði frestað en sú tillaga var felld af meirihlutanum. Kjartan sagði þá í bókun að meirihluti stjórnar OR hafi látið viðgangast að tveir ein- staklingar utan stjórnar önnuðust að mestu leyti val umsækjenda án umboðs stjórnarinnar. „Vegna þessara vinnubragða hafa aðeins tveir umsækjendur af sex- tíu hlotið eðlilega umfjöllun stjórn- ar og er stjórnarmönnum nú gert að gera upp á milli þeirra, bókaði Kjartan sem gagnrýndi sérstak- lega að Helgi Þór Ingason, núver- andi forstjóri OR, tæki þátt í vali á eftirmanni sínum. Með Helga í val- nefnd sat dr. Ásta Bjarna dóttir. Spurningar hafa vaknað um hvort Helgi Þór væri vanhæfur gagnvart því að meta Bjarna þar sem Helgi var aðstoðarmaður Bjarna í forstjóratíð hans hjá Járn- blendifélaginu. „Það finnst mér afskaplega langsótt. Ég var aðstoð- armaður hans í um níu mánuði fyrir um áratug,“ svarar Helgi. Haraldur Flosason, stjórnarfor- maður OR, sagðist í samtali við Vísi í gærkvöld lítið vilja segja um gagnrýni Kjartans Magnússonar. „Breytingar eru oft sársaukafull- ar og misjafnt hvernig einstakl- ingar bregðast við þeim,“ sagði Haraldur. Ráðningarferlið hafi verið verið gagnsætt. Úr hópi sex- tíu umsækjenda hafi valið að end- ingu staðið milli tveggja manna. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins var annar þeirra Þórólf- ur Árnason, fyrrverandi borgar- stjóri. - gar Fulltrúi minnihlutans í stjórn Orkuveitunnar gagnrýnir ákvörðun um að ráða Bjarna Bjarnason í forstjórastarf: Forstjórinn valdi fyrrum yfirmann sem eftirmann KJARTAN MAGNÚSSON HELGI ÞÓR INGASON SAMFÉLAGSMÁL Gestir á Samfésball- inu í ár mega ekki klæðast stuttum pilsum, flegnum bolum eða frá- hnepptum skyrtum. Brjóti gest- ir reglurnar verða þeir umsvifa- laust færðir afsíðis inn í herbergi þar til dansleiknum lýkur. Eru þetta nýjar reglur um klæðaburð sem stjórn Samfés hefur sam- þykkt. Samfés eru samtök félags- miðstöðva á Íslandi sem halda stórt ball á hverju ári þar sem unglingar frá öllum félagsmiðstöðvum lands- ins koma saman. Björg Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Samfés, segir klæðaburð krakkanna hafa verið í umræðunni í mörg ár og tími sé kominn til að bregðast við því. „Þegar stelpurnar eru í of stutt- um pilsum þar sem sést í rassinn á þeim eða í allt of flegnum bolum, hefur verið gerð krafa um að tekið verði fyrir það á einhvern hátt,“ segir Björg. Hún segir klæðaburð sumra oft á tíðum hafa gengið fram af krökkunum sjálfum og allir hafi tekið vel í hinar nýju reglur. Krafan sé þó mestmegnis komin frá starfs- fólki félagsmiðstöðvanna. Reglurn- ar eru settar fyrir stóra Samfés- ballið í mars og tónleikana sem því fylgja. Björg segir þær munu meðal annars hjálpa foreldrum til þess að setja börnum sínum reglur hvað varðar klæðaburð. „Við erum aðal- lega að reyna að skapa umræðu um þessi mál og vekja fólk til umhugs- unar,“ segir Björg. Geir Bjarnason, forvarnafulltrúi Hafnarfjarðar og fyrrverandi for- stöðumaður félagsmiðstöðvarinn- ar Vitans, dregur ákvarðanir Sam- fés í efa. „Ég hef rekið félagsmiðstöðvar í rúm 20 ár og þegar svona mál koma upp þá ræðum við þau við foreldr- ana eða krakkana sjálfa,“ segir Geir. „Ég skil ekki rökstuðninginn á bak við þessar reglur. Ég hefði farið aðra leið.“ Geir segir jákvætt að umræðan sé til staðar, en er efins um að strangar reglur um klæðaburð sé rétti vettvangurinn. Hann bendir á að allir foreldrar verði þá að fá skýr fyrirmæli um það hvernig þeir megi senda börnin sín á skemmtan- ir og slíkt geti orðið flókið. „Eins og ég hef heyrt þessar reglur kynntar finnst mér þær nú vera hóflegar,“ segir Katrín Jakobs- dóttir menntamálaráðherra. Hún segir ágætt að Samfés taki þessi mál til umræðu. „En mestu skiptir að þetta sé rætt við unglingana og það held ég að sé stóra málið – að efla jafnréttisfræðslu og meðvit- und um kynhlutverkin almennt, bæði í skólastarfi og öllu æsku- lýðsstarfi.“ sunna@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Málþing Náttúrulækningafélags Íslands - 8. febrúar 2011 Jafnvægi og vellíðan Líf án streitu Náttúrulækningafélag Íslands efnir til málþings í Hvammi, Grand Hótel þriðjudaginn 8. febrúar 2011 kl. 20.00 • Hverjar eru orsakir streitu? • Hverjar eru afleiðingar streitu • Hvernig má varast streitu • Hvaða úrræði eru í boði gegn streitu Frummælendur: Ingibjörg H. Jónsdóttir, dósent í lífeðlis- fræði og yfirmaður Streiturannsóknar- stofnunar Gautaborgar. „Streituvandamál – orsakir – afleiðingar - besta lausnin“ Hróbjartur Darri Karlsson, hjartalæknir „Streitan sem skemmir hjartað“ Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur og verkefnisstjóri HNLFÍ „Að meta eigin streitu og streituvalda“ Auk frummælenda sitja fyrir svörum: Lárus Ólafsson, sölumaður „Tekið í taumana - reynslusaga“ Fundarstjóri: Magna Fríður Birnir, hjúkrunarforstjóri HNLFÍ í Hveragerði Allir velkomnir! Aðgangseyrir 1.000 kr. Frítt fyrir félagsmenn. Berum ábyrgð á eigin heilsu       Í kvöld Banna bera leggi og fráhnepptar skyrtur Samfés hefur sett strangar reglur um klæðaburð unglinga á dansleikjum. Hann gengur stundum fram af starfsfólki félagsmiðstöðvanna og öðrum krökkum. Menntamálaráðherra segist telja reglurnar fremur hóflegar við fyrstu sýn. 1. Ef klæðast á kjól eða pilsi sem nær EKKI niður fyrir hné skal klæðast lituðum sokkabuxum eða leggings sem ná niður á ökkla (hjólabuxur eru ekki í lagi). 2. Varast skal að klæðast of flegnum bolum eða kjólum. 3. Ekki er leyfilegt að vera með skyrtur alveg fráhnepptar né að vera ber að ofan. Vanda skal val á skóm, þá sérstaklega stúlkur. Tíðustu slysin eru af völdum hárra hæla, hælsæra og ef búið er að stíga á berar tær. Starfsmenn félagsmiðstöðva eiga að kynna reglurnar vel fyrir börnunum og foreldrum þeirra. Þeim krökkum sem brjóta reglurnar verður umsvifalaust vísað inn í sér- herbergi á bak við þar sem þeir munu bíða þar til farið verður heim. Nýjar reglur Samfés um klæðaburð LÖGREGLUMÁL Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks á höfuð- borgarsvæðinu að huga að grýlu- kertum og snjóhengjum er slúta fram af húsþökum en af þeim getur stafað töluverð hætta. Tilmælunum er ekki síst beint til verslunar- og húseigenda á stöðum þar sem mikið er um gangandi vegfarendur. Þetta á meðal annars við um Laugaveg og nærliggjandi götur í miðborginni. Mælst er til þess að fólk kanni hús sín og grípi til við- eigandi ráðstafana áður en slys hlýst af. Veðurfarinu fylgir hætta: Vara við grýlu- kertum og snjó DÓMSMÁL Svæfingalæknir á sex- tugsaldri hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að svíkja 4,7 milljónir króna út úr Trygg- ingastofnun ríkisins. Níu mán- uðir refsingarinnar eru skilorðs- bundnir. Læknirinn er dæmdur fyrir að hafa framvísað 265 röngum reikningum þar sem hann krafð- ist greiðslu fyrir samtals 800 vinnustundir sem lögreglurann- sókn sýndi að hann hafði ekki innt af hendi. Hann virðist líka hafa reynt að villa um fyrir lögreglu með því að ljúga því að svæfinga- skýrslurnar hefðu allar glatast. Segir í niðurstöðu dómsins að brotið sé sérlega ófyrirleitið og er lækninum gert að endurgreiða Tryggingastofnun féð. - sh Svikull svæfingalæknir: Sveik út 800 vinnustundir DANMÖRK Í gær féllu hlutabréf í dönskum bönkum í verði, og er það rakið beint til gjaldþrots Amagerbank, eins af stærri bönkum landsins. Amagerbank er ellefti bankinn í Danmörku sem verður gjald- þrota síðan kreppan skall á árið 2008. Stærstu bankarnir hafa þó allir staðist álagið til þessa. Samkvæmt nýrri könnun hafa Danir mestar áhyggjur af efna- hagsmálum og deila hart um ólíka stefnu flokkanna á því sviði. - gb Amagerbanki gjaldþrota: Ellefti bankinn sem fellur Blaðamaður rekinn úr landi Breski blaðamaðurinn Luke Hard- ing var rekinn frá Rússlandi eftir að hann skýrði frá leyniskjöldum, sem Wikileaks birtu, hafi Rússland undir stjórn Vladimirs Pútíns verið kallað mafíuríki. RÚSSLAND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.