Fréttablaðið - 08.02.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.02.2011, Blaðsíða 4
4 8. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR Ranglega var sagt frá því í Fréttablað- inu í gær að fyrrverandi starfsfólki Kaupþings hafi verið boðinn 65 prósenta afsláttur af endurgreiðslu á láni til hlutabréfakaupa. Hið rétta er að afslátturinn er 35 prósent og gat eftir tilvikum orðið hærri. María Huld Markan Sigfúsdóttir í hljómsveitinni Amiinu samdi ekki ein tónlistina við skuggamyndir Lotte Reiniger eins og kom fram í Frétta- blaðinu. Hið rétta er að hljómsveitin í heild sinni samdi tónlistina. Þá skal áréttað að hljómsveitin Wildbirds & Peacedrums kom fram á listahátíðinni Ting í fyrra. LEIÐRÉTT EVRÓPUMÁL Mímir-símenntun stendur næstu fimm vikur fyrir fundaröð um samningaferli og aðildarumsókn Íslands að ESB. Fyrsti fundur verður í kvöld í Ofanleiti 2, þar sem formaður samninganefndar Íslands, Stefán Haukur Jóhannesson, greinir frá samningaferlinu almennt séð. Næsta þriðjudagskvöld verður fjallað um sjávarútvegsmál í þessu ljósi, svo um landbúnaðar- mál í vikunni á eftir, þá byggða- mál og loks gjaldmiðilsmál, 8. mars. Ekkert kostar á fundina og þeir eru öllum opnir, að undangeng- inni skráningu. - kóþ Fyrirlestrar í boði hjá Mími: Ókeypis fræðsla um Evrópuferli VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 9° 7° 5° 9° 12° 4° 4° 19° 9° 17° 1° 17° -1° 11° 15° 1° Á MORGUN 5-10 m/s, en 8-15 NA-til. FIMMTUDAGUR Vaxandi SA-átt síðdegis. -1 -3 -3 -2 -6 -5 1 2 3 4 5 5 6 9 7 10 15 17 13 20 12 8 3 22 3 4 25 2 4 -4 -3 0 ROK OG SLYDDA Leiðindaveður um sunnan- og vestanvert er líður á síðdegið með stormi og talsverðri úrkomu sunnan- og suðaustanlands í kvöld og nótt. Batnandi veður á miðvikudag en við megum eiga von á svipuðu veðri á fi mmtudag og verður á landinu í dag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður FJÁRMÁL „Menn mega ekki hafa þær væntingar að hér sé verið að svara öllum spurningum held- ur erum við fyrst og fremst að hefja vinnuna,“ sagði Guðbjart- ur Hannesson velferðarráðherra þegar hann kynnti í gær þrenns konar ný neysluviðmið fyrir Íslendinga. Neysluviðmiðin eru skilgreind sem í fyrsta lagi dæmigerð, í öðru lagi skammtímavið- mið og í þriðja lagi sem grunnviðmið. Í fyrsta viðmiðinu er tekið miðgildi kostnaðar af dæmigerðri neyslu ein- staklinga og mismun- andi gerða fjölskyldna. Meðal niðurstaða sér- fræðinganna var að tveir fullorðnir með tvö börn noti 618 þúsund krónur á mánuði. Til skamms tíma, þegar frá hafa verið talin útgjöld sem má fresta í allt að níu mánuði, notar þessi meðalfjölskylda tæpar 448 þúsund krónur. Sam- kvæmt þriðja viðmiðinu, grunn- viðmiðinu, þyrfti þessi fjögurra manna fjölskylda að lágmarki 286 þúsund krónur á mánuði til framfærslu án húsnæðiskostnað- ar. Nefna má að í báðum síðar- töldu viðmiðunum hafa liðir eins og ferðalög og veitingar algerlega verið teknir út. „Við eigum ekki að þurfa að bjóða neinum einstaklingum upp á það að búa hér undir fátækt- armörkum. Við erum nógu ríkt samfélag til þess að geta tryggt það að menn hafi sómasamlega framfærslu. En það leysist ekki með þessu neysluviðmiðum í dag. Það tekur lengri tíma, en við getum litið á þetta sem stórt og gott skref í áttina að því að nálg- ast einhver slík við- mið,“ sagði velferðar- ráðherrann. Sérfræðingahópur frá Háskólanum í Reykja- vík vann nýju neysluvið- miðin fyrir velferðar- ráðuneytið og studdist þar við rannsóknir Hag- stofu Íslands á útgjöld- um heimila. Ráðherr- ann sagði útreikning slíkra neysluviðmiða lengi hafa tíðkast á hinum Norðurlönd- unum og víðar. Hann lagði áherslu á að við- miðin væru ekki notuð beint inn í bótakerfi eða launasamninga. Sagði hann nýju viðmið- in sem nú væru fundin aðeins fyrsta skrefið til að finna viðmið til að byggja bóta- og almannatrygg- ingakerfi og gagnvart aðilum eins og umboðsmanni skuldara „og þess vegna inn í kjarasamn- inga,“ eins og Guðbjartur orðaði það. Ráðherrann sagði að menn þyrftu að átta sig betur á því hvað þurfi til þess að framfleyta sér í íslensku samfélagi. Nýju viðmið- in séu hjálpartæki til þess. Allir eigi að taka þátt í þeirri umræðu sem fram undan sé. Hægt er að máta eigin aðstæður í reiknivél, til dæmis eftir fjölskyldustærð og búsetu, á vef velferðarráðuneyt- isins, vel.is. Þar má einnig skoða skýrslu sérfræðingahópsins. „Við getum þá metið hvernig ólíkar fjölskyldur eru að koma út miðað við þá þekkingu sem við höfum nú á neyslunni í dag – og hverjir verða þá útundan og hvernig við getum þá jafnað stöðu fólks í samfélaginu kannski í framhaldi af því. Það gerist ekki bara með því að neysluviðmiðið fari í loftið – því miður.“ gar@frettabladid.is Fjögurra manna fjölskylda notar 618 þúsund á mánuði Dæmigerð fjögurra manna fjölskylda notar 618 þúsund krónur á mánuði í neyslu. Íslendingar eru nógu ríkir til að þurfa ekki að bjóða neinum upp á að vera undir fátæktarmörkum segir velferðarráðherra. Við erum nógu ríkt samfélag til þess að geta tryggt það að menn hafi sómasamlega framfærslu. GUÐBJARTUR HANNESSON VELFERÐARRÁÐ- HERRA Neysluviðmið Íslendinga Dæmigert viðmið fyrir einstakling og einstætt foreldri Barnlaus 1 barn 2 börn 3 börn Neysluvörur 64.079 94.775 119.514 138.298 Þjónusta 33.401 61.836 90.417 107.873 Tómstundir 36.055 52.355 61.729 64.179 Samgöngur 85.425 89.613 93.801 117.045 Húsnæðiskostnaður 72.972 85.823 98.641 111.433 Heildarútgjöld fjölskyldu 291.932 384.401 464.102 538.828 Grunnviðmið fyrir einstakling og einstætt foreldri Barnlaus 1 barn 2 börn 3 börn Neysluvörur 48.263 77.310 100.401 117.537 Þjónusta 19.370 41.042 62.861 73.555 Tómstundir 13.298 24.861 33.925 40.491 Samgöngur 5.600 11.200 16.800 22.400 Húsnæðiskostnaður 0 0 0 0 Heildarútgjöld fjölskyldu 86.530 154.413 213.987 253.983 Dæmigert viðmið fyrir hjón/sambýlisfólk, barnlaus og með börn Barnlaus 1 barn 2 börn 3 börn Neysluvörur 111.617 142.312 167.052 185.836 Þjónusta 52.074 87.759 116.339 133.796 Tómstundir 60.377 76.677 86.052 88.501 Samgöngur 94.474 98.662 121.906 126.094 Húsnæðiskostnaður 100.706 113.494 126.261 139.012 Heildarútgjöld fjölskyldu 419.249 518.904 617.610 673.239 Grunnviðmið fyrir hjón/sambýlisfólk, barnlaus og með börn Barnlaus 1 barn 2 börn 3 börn Neysluvörur 85.064 114.111 137.202 154.338 Þjónusta 31.103 60.025 81.843 92.537 Tómstundir 24.292 35.855 44.920 51.486 Samgöngur 11.200 16.800 22.400 28.000 Húsnæðiskostnaður 0 0 0 0 Heildarútgjöld fjölskyldu 151.659 226.791 286.365 326.361 Heimild: Velferðarráðuneytið 12 ára undir stýri Lögreglan stöðvaði tólf ára pilt við akstur í höfuðborginni í fyrradag. Með piltinum var maður á miðjum aldri sem framvísaði fullgildu ökuskírteini. Honum var gert að taka við akstrinum en að sögn lögreglu varð fátt um svör hjá honum þegar eftir skýringum var leitað. Málið hefur verið tilkynnt barnaverndaryfirvöldum. LÖGREGLUFRÉTTIR DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir tilraun til ráns, þjófnað og gripdeildir. Manninum er gefið að sök að hafa í nóvember 2009 farið inn í Háteigskjör í Reykjavík, vopn- aður hnífi, ógnað starfsmanni og öskrað: „Þetta er rán, þetta er rán.“ Starfsmaður verslunarinn- ar náði að króa ræningjann af uns lögregla kom á vettvang. Þá eru manninum gefin að sök þrjú inn- brot, þar sem hann stal víni, rak- vélarblöðum og tölvuskjá. - jss Tilraun til ráns og þjófnaðir: Króaði vopnað- an ræningja af DÓMSMÁL Þorvarður Davíð Ólafs- son, sem réðst með hrottafengnum hætti á föður sinn, Ólaf Þórðarson, í nóvember, er sakhæfur. Þetta er niðurstaða geðrannsóknar sem hann hefur gengist undir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ákæra á hendur Þorvarði var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Honum er gefin að sök tilraun til manndráps, en til vara sérstak- lega hættuleg líkamsárás. Þorvaður hefur við yfirheyrsl- ur hjá lögreglu gengist við því að hafa ráðist á föður sinn en hefur hins vegar ekki tekið afstöðu til ákærunnar. Farið er fram á þrjár milljónir í miskabætur til handa Ólafi og hefur Þorvarður fallist á þá kröfu. Lögmaður Þorvarðar fór fram á það í gær að réttað yrði í málinu fyrir luktum dyrum. Sú krafa var ekki rökstudd en það verður gert á föstudag þegar tekist verður á um hana í héraðsdómi. Þorvarður hefur verið í gæslu- varðhaldi síðan árásin átti sér stað. Það var í gær framlengt til 7. mars. Ólafur liggur enn á sjúkrahúsi og hefur ekki komist til meðvitundar. - sh Þorvarður Davíð Ólafsson ákærður fyrir að reyna að deyða föður sinn: Sonur Ólafs metinn sakhæfur ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Varð fyrir miklum höfuðáverkum og liggur enn sofandi á spítala. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GENGIÐ 07.02.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,5721 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,84 116,4 186,62 187,52 157,2 158,08 21,083 21,207 20,04 20,158 17,89 17,994 1,4045 1,4127 180,59 181,67 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Aumir og stífir vöðvar? Voltaren Gel® (Díklófenaktvíetýlamín 11,6 mg/g) er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera á skrámur, opin sár eða á exem, varist snertingu við augu og slímhúðir, notist eingöngu útvortis og má aldrei taka inn. Þegar lyfið er notað án ávísunar læknis skal hafa samband við lækni ef einkenni batna ekki eða versna innan viku. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða lyfjafræðings áður en lyfið er notað, þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Voltaren Gel® er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í mjóbaki, öxlum og vöðvum Nýtt lok! Auðvelt að opn a

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.