Fréttablaðið - 08.02.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.02.2011, Blaðsíða 20
Reykingamönnum fækkar Tíðni dag- legra reykinga fullorðinna mældist 14,2 prósent í fyrra en var 15,4 árið 2009 sam- kvæmt nýrri könnun Capacent Gallup. Skipholti 29b • S. 551 0770Rýmingarsala 40-70% afsláttur Rýmingasala síðustu dagar! Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Verðhrun Allur fatnaður og skór * á 60-80% afslætti * Ath skór frá Nero Giardini eru ekki á útsölu! Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur NÝTT NÝTT NÝTT Teg. 61512 - saumlaus, voða sætur í CD skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,- Teg. 105341 - brjósthaldari úr mjúku microfiber í BC skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,- Teg. 903025 - virkilega „gorgjös“ í BC skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,- Fæst í öllum helstu matvöruverslunum. Hveitikím 23 nauðsynleg vítamín og steinefni Bókin Candida-sveppasýking eftir þau Hallgrím Þ. Magnússon lækni og rithöfundinn Guðrúnu G. Berg- mann var endurútgefin í byrjun árs en hún kom fyrst út árið 1995. Hún hefur fengið góðar viðtök- ur og fór strax inn á metsölulista Eymundsson og náði efsta sæti heildarlistans í síðustu viku. Sam- hliða því hefur sala á magnes- íum-dufti, sem þau Hallgrím- ur og Guðrún mæla með, auk- ist til muna sem hefur orðið til þess að heild- salinn hefur tvívegis orðið uppiskroppa með birgðir það sem af er þessu ári. En um hvað fjallar bókin og hvað skýrir þessar vinsældir? „Bókin fjallar um candida-sveppinn sem þrífst í þörmum okkar allra. Þar er alls kyns gróður sem ætti að lifa í jafnvægi. Með breyttu líferni síð- ustu áratugina eru hins vegar vís- bendingar um að slæmi gróður- inn hafi náð sér allt of vel á strik,“ segir Hallgrímur sem meðfram læknisfræðinni hefur lagt stund á kínverskar nálastungulækning- ar. „Það er talað um að hlutfall candida-sveppsins eigi að vera í kringum 15 prósent af flórunni en margir vilja meina að hann sé í sumum tilfellum nær 85 prósent- um og hefur hlutfallið í raun alveg snúist við.“ Þetta veldur að sögn Hallgríms hinum ýmsu kvillum sem nútímamaðurinn glímir við. Þar sem candida-sveppurinn er hluti af þarmaflórunni er að sögn Hallgríms oft erfitt að greina ofvöxt með læknisfræðilegum prófum og því er horft til ein- kenna í anda kínverskra lækninga og náttúrulæknisfræða. „Það eru hátt í tvö hundruð einkenni sem tengjast candida-sveppasýkingu og þeir sem ganga lengst fullyrða að 85 prósent nútímamanna séu með sveppinn í of miklu magni en þá gera einkenni eins og útbrot, ofnæmi, meltingartruflanir og fjölmargir aðrir kvillar vart við sig.“ Hallgrímur og Guðrún hafa haldið fjölsótta fyrirlestra í tengsl- um við endurútgáfu bókarinnar. Hallgrímur telur viðtökurnar aðal- lega skýrast af því að aðferðirnar í bókinni hafi reynst vel og þannig gangi orðsporið manna á milli. „Bókin er auk þess talsvert end- urbætt og hafa nýjar upplýsingar um candida-sveppinn bæst við á síðustu árum. Þá er fólk mun mót- tækilegra fyrir upplýsingum af þessu tagi nú en áður og gerir sér grein fyrir því að það ber ábyrgð á eigin heilsu.“ Meðal þess sem þau Hallgrímur og Guðrún mæla með er magnes- íum í duftformi. En hvers vegna? „Magnesíum er fjórða algengasta efnið í mannslíkamanaum og er afar mikilvægt fyrir orkubúskap- inn. Því betri sem hann er því betur gengur okkur að ráðast gegn vágestum. Candida-sveppurinn vex í súrum líkama en magnesíum á þátt í því að gera hann basískan. Ástæðan fyrir því að við mælum með duftinu er sú að líkaminn á mun erfiðara með að nýta sér töfl- urnar sem oft eru seldar í sam- bandi við kalk og önnur efni.“ Rúnar Páll Gígja, eigandi heild- sölunnar Hrein heilsa, flytur inn magnesíumduftið Slökun. Duftið var í sjöunda sæti yfir mest seldu vörur Heilsuhússins árið 2009 og í því þriðja í fyrra. Það sem af er árinu hefur varan tvívegis selst upp sem hefur ekki komið fyrir áður og telur Rúnar Páll það meðal annars vera vegna meðmæla Hall- gríms og Guðrúnar. „Ég byrjaði hins vegar að flytja þetta inn árið 2007 og hefur salan aukist jafnt og þétt. Duftið hefur fjölmarga kosti. Það eykur upptöku B-vítamíns, dregur úr krömpum, eykur ser- otónínframleiðslu, jafnar út kalk- birgðir líkamans, lagar sýrustig og hefur góð áhrif á hjarta- og æðakerfið. vera@frettabladid.is Magnesíum rokselst vegna áhuga á candida Sala á magnesíumdufti hefur aukist til muna eftir að bókin Candida-sveppasýking var endurútgefin í byrjun árs en hún er nú í efsta sæti á metsölulista Eymundson og er mikill áhugi á fyrirlestrum höfunda. Hvítt hveiti, ger og sykur næra Candida-sveppinn og stór liður í baráttunni gegn honum er að taka mataræðið í gegn. Hallgrímur Magnússon læknir Bókin, sem kom fyrst út árið 1995, er nú gefin út í fjórða skipti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.