Fréttablaðið - 08.02.2011, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 08.02.2011, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 8. febrúar 2011 15 Baráttan um völdin er hörð þessa dagana. Svo undar- legt sem það nú er þá eru fram- kvæmdastjóri og stjórn Samtaka atvinnulífsins þar í aðalhlutverki. Svo undarlegt vegna þess að það er óhyggilegt að blanda samtökun- um inn í þessa miklu baráttu um verðmæti og völd. Enda hvarflar það oft að mér að talsmaðurinn/ framkvæmdastjórinn sé frekar í hefðbundinni pólitík en í forsvari fyrir mikilvæg og nauðsynleg samtök atvinnurekenda. Öll erum við sammála um að traustir atvinnuvegir eru undir- staða efnahagslífsins. Öll erum við sammála um að atvinnuleys- ið er alvarlegasta vandamálið sem þjóðfélagið glímir nú við. Svo undarlega háttar að forysta atvinnulífsins telur mest áríðandi að gera óbilgjarna og ósanngjarna kröfu um að fiskurinn í sjón- um verði nú endanlega afhentur kvótahöfum – nú skal það stimpl- að og innsiglað. Ef ekki þá fá engir launamenn neinar launahækkanir, svo einfalt skal það vera. Forsvarsmenn atvinnulífsins eru tilbúnir að auka enn á efna- hagsvandann og atvinnuleysið með því að keyra allar kjaravið- ræður í strand. Það undarlega er að mönnunum virðist ekki finnast neitt athuga- vert við framgöngu sína. Ég hall- ast að því að það sé vegna þess að forsvarsmennirnir eru í hefð- bundinni pólitík og þeim er nokk sama um allt annað en að flokkur- inn þeirra komist aftur til valda. Átján ára valdaseta þeirra sigldi þjóðfélaginu í strand og þeir skirr- ast ekki við að reyna að stranda skútunni aftur. Fyrirkomulag fiskveiðistjórn- unarkerfisins er að bankahrun- inu frátöldu mesta efnahagslegt óréttlæti sem yfir venjulegt fólk þessa lands hefur gengið. Það þarf að leiðrétta, það þarf ekki að ná sátt við sægreifana. Sægreifarn- ir þurfa að ná sátt við okkur fólkið í landinu. – Þetta þurfa forsvars- menn atvinnulífsins að skilja og þeir þurfa líka að átta sig á því að þeirra er ábyrgðin. Ábyrgð SA Kjarasamningar Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður Samfylkingarinnar Þær bábiljur þrífast hér á landi að svonefnt misvægi atkvæða í alþingiskosningum sé mannrétt- indabrot og stjórnmálafræðing- ar eru sagðir halda því fram að hvergi í heiminum hafi fundist jafnkerfisbundin mismunun og hér á landi. Í stjórnarskránni er fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi ákvarðaður þannig að misvægið er lítið og hreyfist í samræmi við breytingar á íbúafjölda. Þing- sætum í Norðvesturkjördæmi hefur fækkað á aðeins tíu árum úr tíu í átta og í Suðvesturkjör- dæmi hefur þeim á sama tíma fjölgað úr 11 í 13. Í heildina tekið hefur landsbyggðin örfá þing- sæti umfram það sem íbúafjölda nemur. Þessi ávinningur hefur engin áhrif landsbyggðinni í hag þegar litið er til þess að löggjafarþing- ið, ríkisstjórnin öll, ráðuneytin og nærfellt allar ríkisstofnanir eru í Reykjavík. Völdin eru um allt kerfið en kjósendur fá ekki að komast að þeim, það er ein- faldlega ekki kosið. Í kosningu til Stjórnlagaþings er dreifbýl- inu úthýst með einu kjördæmi í nafni mannréttinda en þeir sem það ákveða gera hins vegar harða kröfu um atkvæðamisvægi sér til handa þegar þeim hentar. Stjórnvöld hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu og Íslending- ar krefjast fimmtán sinnum meira atkvæðavægis en Þjóðverjar hafa í kosningum til Evrópuþings- ins. Það er nú öll virðingin fyrir mannréttindum. Þetta má lesa í viðtali í Fréttablaðinu um síðustu helgi við Jean-Claude Piris, sem er sagður innmúraður Evrópu- sambandsmaður, sem hafi verið ráðgjafi ráðherraráðs sambands- ins og yfirmaður lögfræðideildar þess. Piris segir um áhrif Íslands: „Á Evrópuþinginu yrðu auðvitað fáir íslenskir þingmenn, sex tals- ins, en það er hlutfallslega mikið ef miðað er til dæmis við Þýskaland. Evrópuþingmaður frá Þýskalandi er fulltrúi tólf sinnum fleiri íbúa en þingmaður frá Möltu [413.000 íbúar]. Þeir eru samt hvor með sitt atkvæði. Í Evrópudómstóln- um hefðuð þið svo einn dómara rétt eins og Þýskaland, Frakkland og Bretland.“ Evrópusamband- ið gætir þess að fámenn ríki hafi völd og áhrif umfram íbúafjölda. Hvað segja þeir Ólafur Harðar- son og Þorvaldur Gylfason nú um kerfisbundnu mannréttindabrotin? Hver yrðu áhrif Íslendinga ef Evr- ópusambandið væri eitt kjördæmi? Svar: Engin. Piris blæs á misvægi Ísland og ESB Kristinn H. Gunnarsson fyrrv. alþingismaður Það er ekki heiglum hent fyrir foreldra að fylgjast með net- notkun barna sinna þó þeir telji sig gjarnan gera það. Rannsókn- ir SAFT hér á landi sýna að á meðan 80% foreldra telja sig vita nákvæmlega hvað börnin þeirra eru að gera á netinu, segja aðeins 20% barna að foreldrum sé kunn- ugt um athafnir þeirra á netinu. Flestir eru sammála um að inter- netið verði að umgangast af varúð og virðingu, bæði fyrir sjálf- um sér og náunganum. Á saft.is og á netsvar.is er m.a. að finna ábendingar um örugga netnotk- un og heilræði til foreldra um það hvernig þeir geti kennt börnum sínum að umgangast netið. Ýmsar samskiptasíður hafa notið mikillar velgengni hér á landi undanfarin ár og er Facebook þar fremst í flokki. Á síðunni kemur fram að aldurs- takmark þeirra sem þar geta skráð sig inn er 13 ár. Til að skrá sig inn á síðuna, þarf því að gefa upp afmælisdag sem sýnir fram á að viðkomandi hafi aldur til að taka þátt í Facebook- samfélaginu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa á undanförnum árum ítrekað fengið ábendingar um börn sem hafa lent í klónum á óprúttnum aðilum á Facebook. Á það bæði við um börn sem eru undir 13 ára aldri og yfir. Má í því sambandi rifja upp mál 21 árs gamals karlmanns sem nýverið var dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir að hafa tælt og nauðgað barnungum stúlkum sem hann kynntist á Facebook. Það er því full ástæða til að ítreka við foreldra að virða þau aldurstakmörk sem Facebook hefur sett notendum sínum. Ekki er hægt að mæla með því að for- eldrar kenni börnum sínum að falsa fæðingarár sitt til að geta verið á Facebook. Ef börnin hafa náð tilskyldum aldri er ákaflega brýnt að foreldrar fylgist grannt með netnotkun barna sinna og fari yfir þær grunnreglur sem gilda á netinu, t.a.m. hvað varðar persónuupplýsingar og aðgang að þeim. Foreldrar sem hafa samband við okkur nefna gjarnan að allir vinir barnsins fái að vera á Face book og erfitt sé að stand- ast þann þrýsting. Ég vil hvetja foreldra til að taka höndum saman og virða þær reglur sem í gildi eru og vera þannig góð fyrirmynd. Þannig verndum við einnig best börnin okkar. Ókunnugur karlmaður vill vera vinur dóttur þinnar Barnaheill Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Ekki er hægt að mæla með því að for- eldrar kenni börnum sínum að falsa fæð- ingarár sitt til að geta verið á Facebook. ATVINNULEIÐIN MIÐVIKUDAGINN 9. FEBRÚAR KL. 8.30-10.00OPINN FUNDUR Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um ATVINNU LEIÐINA ÚT ÚR KREPPUNNI, miðvikudaginn 9. febrúar kl. 8.30-10.00, á Grand Hótel Reykjavík. Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egils son, framkvæmda stjóri SA ræða um stöðuna í atvinnulífinu og yfirstandandi kjara við ræður auk þess að svara fyrirspurnum. Stjórnendur fyrirtækja á ýmsum sviðum fjalla um mikil vægi þess að ATVINNULEIÐIN verði farin út úr kreppunni í stað þess að velja VERÐBÓLGULEIÐINA með viðvarandi stöðnun í þjóðfélaginu og miklu atvinnu leysi næstu árin. Meðal þeirra sem taka þátt eru Birkir Hólm Guðna son , framkvæmda stjóri Icelandair, Kristín Guðmunds dóttir, forstjóri Skipta, Bolli Árnason, fram kvæmda stjóri GT Tækni og Pétur Pálsson, fram kvæmda stjóri Vísis í Grindavík. Fundarstjóri: Grímur Sæmundsen, varaformaður SA. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00. Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA. Stjórnendur og forsvars- menn fyrir tækja, stórra sem smárra, eru hvattir til að mæta og taka þátt ásamt öllu áhugafólki um uppbyggingu atvinnulífsins. Í ATVINNULEIÐINNI felst áhersla á atvinnusköpun, fjárfestingu í atvinnu lífinu og aukinn útflutning á vöru og þjónustu. Sjá nánar á vinnumarkadurinn.is Skráðu þig á www.sa.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.