Fréttablaðið - 21.02.2011, Side 2

Fréttablaðið - 21.02.2011, Side 2
2 21. febrúar 2011 MÁNUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL „Ég gekk inn á Borgarspítalann, alveg grandalaus, og útskrifaðist þaðan tæpu ári síðar í hjólastól.“ Þetta segir Inga Ósk Guðmunds- dóttir, rúmlega sextug kona sem kveðst vera „fangi læknamistak- anna“. Inga Ósk var á biðlista eftir svo- kallaðri svuntuaðgerð og var kölluð inn á Landspítala 8. október 2008. Aðgerðin átti að minnka umfang kviðar og tog hans á bakið. „Mér var sagt að til væri önnur tegund aðgerðar, svokallað fitusog, sem væri minna inngrip, með öllu hættulaus og miklu betri til árang- urs,“ rifjar Inga Ósk upp. Hún fór því í fitusogsaðgerð og var send heim daginn eftir. Tveim- ur dögum síðar kom hún á bráða- móttöku vegna kviðverkja, þá komin með háan hita. Við rannsókn sást gat á görn, sem rakið var til fitusogsins, og var hún skorin upp til að sauma fyrir það. Þrem dögum síðar þurfi að skera hana aftur og í kjölfarið þurfti að gera á henni „fjöldamarg- ar aðgerðir og skiptingar á kviðar- holsskurði,“ eins og því er lýst í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands. Hægðir láku stöðugt í umbúðir á kvið. Inga Ósk var fárveik á þessum tíma, lá á gjörgæslu með sýking- ar, fór í öndunarbilun, gerður var barkaskurður, hún var í öndunar- vél vikum saman og fékk blóðtappa í fótinn. Um tíma var ástand henn- ar tvísýnt og bað spítalinn um fund með fjölskyldu hennar. Smátt og smátt fór hún þó að ná sér og var þá flutt á endurhæf- ingardeild Landspítalans. Þjálfun þar reyndist erfið, meðal annars SPURNING DAGSINS Föst í hjólastól eftir mislukkað fitusog Ég er fangi læknamistakanna, segir Inga Ósk Guðmundsdóttir sem ók á eigin bíl á Landspítalann í október 2008 en er nú bundin í hjólastól eftir mistök í fitu- sogi. Hún telur 1,3 milljóna bætur smánarlegar og hyggst leita réttar síns. „Við mat á varanlegri örorku er litið til afleiðinga sjúkratryggingaatburða og aðstæðna en um er að ræða 62 ára gamla konu sem hefur verið 75% öryrki frá árinu 1983. Engar fjárhagslegar breytingar hafa því orðið á högum tjón- þola og telja matsmenn að sjúkratryggingaatburður hafi ekki áhrif á aflahæfi tjónþola í framtíðinni. Varanleg örorka er því engin.“ Niðurstaða sjúkratrygginga SVEITARSTJÓRNIR Land sem Hafnar- fjarðarbær tók eignarnámi í Kap- elluhrauni í apríl 2008 var 400 milljóna króna virði á þeim tíma, segja tveir fasteignasalar sem voru dómkvaddir sem matsmenn af Héraðsdómi Reykjaness. Um er að ræða sextán hektara land sem Skógrækt ríkisins átti en Hafnarfjarðarbær tók undir atvinnulóðir. Matsnefnd eignar- námsbóta taldi landið 600 millj- óna króna virði. Við það mat undi Hafnarfjarðarbær ekki og fékk dómskvadda matsmenn að málinu. Þeir segja að án skipu- lagsins, sem bærinn lét vinna fyrir landið, hefði það verið 340 milljóna króna virði. - gar Eignarnámsland í Hafnarfirði: Nýtt mat 50 pró- sentum lægra ÞJÓÐKIRKJAN Ríkisstjórnin sam- þykkti í gær frumvarp Ögmund- ar Jónassonar innanríkis- ráðherra til breytinga á lögum um þjóðkirkjuna. Í því felst að biskup verði heimilað að fela presti að gegna tíma- bundið emb- ætti prests sem hefur losn- að af tiltekn- um ástæðum. Er einkum litið til þess að um sé að ræða presta- kall sem kunni að verða samein- að grannprestakalli á grundvelli stefnumörkunar kirkjuþings um framtíðarskipan sókna, presta- kalla og prófastdæma. - bþs Frumvarp um þjóðkirkjulög: Biskup geti sett presta í tíma- bundin störf NÁTTÚRA Máfar, fýll, súla og aðrir sjófuglar hafa safnast saman í þúsunda tali í Grundarfirði og Kolgrafarfirði. Eins eru háhyrn- ingar áberandi sem sjómenn telja að hafi verið hundruðum saman þegar mest hefur verið undan- farna daga. Einnig hefur sést til höfrunga, hrefnu og hnísu. Þetta mikla dýralíf er að öllum líkindum vegna þess að bróður- parturinn af íslensku vorgotssíld- inni heldur til í Breiðafirði eins og undanfarin ár. Starfsfólk Náttúrustofu Vest- urlands hefur fylgst grannt með þeim áhrifum sem síldin hefur á aðrar tegundir og lífshætti þeirra. Á miðvikudaginn var litið til hvala stutt frá landi og skammt frá höfninni í Grundarfirði. Var fylgst með hópi sjö háhyrninga sem synti meðfram ströndinni í kyrru en þungbúnu veðri. Háhyrningar eru stundum kall- aðir úlfar hafsins, enda eru þeir öflug rándýr sem fara víða og veiða gjarnan í fjölskylduhópum. Kýrnar geta orðið meira en átta- tíu ára gamlar og allt að sjö metra langar en tarfar allt að fimmtíu ára og tíu metra langir. - shá Þúsundir fugla og hvala sitja að veisluborði við norðanvert Snæfellsnes: Síldin glæðir Breiðafjörð lífi Í GRUNDARFIRÐI Sjófuglar og háhyrningar hafa verið mjög áberandi í Grundar- og Kolgrafarfirði undanfarið vegna íslensku vorgotssíldarinnar. MYND/NÁTTÚRUSTOFA VESTURLANDS LÖGREGLUMÁL Fjórir menn réðust með exi á mann skammt frá N1 á Selfossi síðdegis á laugardag. Fórnarlambið slapp með minni háttar áverka en árásarmenn- irnir yfirgáfu vettvanginn þegar fórnarlambið féll í götuna. Ástæða árásarinnar er talin hafa verið uppgjör fíkniefna- skuldar. Óskað var eftir aðstoð sér- sveitar Ríkislögreglustjóra við að leita að mönnunum og hand- taka. Mennirnir voru hand- teknir skömmu eftir árásina en hafa nú verið látnir lausir. Málið telst upplýst en gögn verða send ákæruvaldi til að taka afstöðu um framgang málsins. - bþh Sérsveitin leitaði axarmanna: Fjórir réðust með exi á mann MIÐAUSTURLÖND, BBC Óttast er að yfir 200 manns hafi verið drepnir í Benghazi í Líbíu þar sem fólk mót- mælir alræði Muammar Gaddafí til síðustu 40 ára. Herinn skaut á líkfylgdir mótmælenda, en 20 voru drepnir í mótmælunum á laugar- dag. 900 manns til viðbótar eru særðir. Vilja mótmælendur í Líbíu að Gaddafí fari frá og með honum öll yfirstjórn landsins. Hann hefur hins vegar margra ára reynslu af því að vera útlagi í alþjóðasamfélaginu og þolir enga gagnrýni. Algert fjölmiðlabann hefur verið sett á í landinu og því hefur reynst erfitt að staðfesta fréttir þaðan. Í Barein hörfaði herinn á Perlu- torgi í höfuðborginni Manama við mikinn fögnuð mótmælenda. Kon- ungsfjölskyldan hefur hafið við- ræður við mótmælendur. Ástæður þess að yfirvöld í Bar- ein hafa ákveðið að hörfa er talin vera mikill þrýstingur að utan. Bar- ack Obama Bandaríkjaforseti og William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, hafa verið í sambandi við konungsfjölskylduna í Barein og hvatt til friðsamlegra lausna. Í Barein beinast mótmælin að ríkisstjórninni og vilja mótmæl- endur að hún fari frá. - bþh Yfirvöld í Líbíu og Barein taka ólíka stefnu gagnvart mótmælendum: Hundruð myrt í Benghazi Gunnar, dilla bragðlaukarnir sér á Dilli? „Já, ef ekki á Dilli, þá hvergi.“ Gunnar Karl Gíslason er matreiðslumeist- ari á Dilli í Norræna húsinu. Staðurinn hlaut nýlega tilnefningu sem besta veitingahúsið á Norðurlöndunum. Í LONDON Fólk safnaðist saman utan heimalandsins og mótmælti alræðinu í Líbíu. NORDICPHOTOS/AFP vegna þess að enn tæmdust hægðir í umbúðirnar á maganum. Á endan- um fór Inga Ósk í enn eina aðgerð- ina, þar sem hluti af görnunum var numinn brott. Hún var einnig mikið veik eftir þessa aðgerð og þurfti meðal annars að fara í ástungu vegna vökvamyndunar í brjóstholi. það var ekki fyrr en 17. júlí 2009 sem hún útskrifaðist frá endurhæf- ingardeildinni á Grensási. „Afleiðingar af þessu urðu meðal annars þær að ég missti minnið að mestu leyti,“ segir hún. Inga Ósk var 75 prósent öryrki vegna gigt- ar áður en hún fór í fitusogið. Á spítalann ók hún á eigin bíl en er nú bundin hjólastól. Sjúkratrygg- ingar töldu hæfilegar bætur henni til handa 1,3 milljónir króna með vöxtum. Þær fóru til kaupa á raf- magnshjólastól og fleiri nauðsyn- legum hjálpartækjum. „Þetta er smánarlegt,“ segir Inga Ósk um bæturnar og hyggst leita réttar síns. jss@frettabladid.is FRETTABLADID/GVA INGA ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR „Ég er í eðli mínu bjartsýn,“ segir hún. „En vissulega varpar það skugga á lífið að vera snögglega kippt út úr samfélaginu til frambúðar.“ SAMFÉLAGSMÁL Frestur til til- nefninga til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins rennur út í dag. Sá sem hlýtur verðlaunin fær í sinn hlut eina milljón króna. Í fyrra komu verðlaunin í hlut Landsbjarg- ar, sem þá hafði unnið það afrek að verða fyrst erlendra björgunar- sveita til Haítí eftir jarðskjálftann janúar í fyrra. Hægt er að tilnefna til verðlaunanna á hlekknum www. visir.is/samfelagsverdlaun, með tölvupósti á netfangið samfelags- verdlaun@frettabladid.is og með því að senda póst til Fréttablaðs- ins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, merkt Samfélagsverðlaun. - sh Samfélagsverðlaunin: Enn tækifæri til að tilnefna DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Maðurinn, sem er lettneskur rík- isborgari, reyndi að smygla inn í landið nær hálfu kílói af mefe- drone, sem er amfetamínskylt efni. Maðurinn kom með flugi frá Kaupmannahöfn 4. desember 2010. Efnin ætlaði hann til sölu- dreifingar hér á landi í ágóða- skyni. Þau hafði hann falið í far- angri sínum. - jss Stórfellt fíkniefnasmygl: Með hálft kíló af eiturlyfjum VERÐLAUNAHAFAR Landsbjörg hlaut Samfélagsverðlaunin í fyrra. ÖGMUNDUR JÓNASSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.