Fréttablaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 4
4 21. febrúar 2011 MÁNUDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is ® FORSETI ÍSLANDS SYNJAR AFTUR STAÐFESTINGU ICESAVE-LAGA VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 4° -5° -1° 3° 2° -2° -2° 20° 7° 15° 4° 27° -8° 9° 11° -5° Á MORGUN 3-8 m/s. MIÐVIKUDAGUR Stíf NA-átt NV-til, ann- ars víða 5-13 m/s. 3 6 5 8 6 3 2 0 3 12 3 9 13 8 4 5 3 6 5 7 0 3 1 6 5 6 7 5 30 1 1 NOKKUÐ RÓLEGT veður í dag og á morgun. Yfi rleitt fremur hæg aust- anátt með vætu sunnan til á land- inu. Á miðvikudag hvessir hins vegar um vestanvert landið og má búast við úrkomu í fl est- um landshlutum. Svipaður hiti áfram en kólnar norð- an til. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, synjaði Icesave-lög- unum staðfestingar í gær og þjóðaratkvæða greiðsla mun því fara fram um málið á nýjan leik. Forset- inn tilkynnti ákvörðun sína á blaða- mannafundi á Bessastöðum í gær. „Þetta mál er á margan hátt erf- itt og þetta hefur ekki verið ein- föld ákvörðun,“ sagði forsetinn. Í yfirlýsingu sinni sagðist hann hafa horft til þess að Alþingi og þjóðin hafi hingað til farið saman með lög- gjafarvaldið í málinu. Þjóðin hafi ráðið lokaniðurstöðu málsins síð- ast þegar það var til umfjöllunar. Hlutdeild þjóðarinnar feli í sér að víðtæka samstöðu þyrfti til þess að Alþingi tæki eitt lokaákvörðun í þetta skipti. Ólafur Ragnar sagði ljóst að slík samstaða væri ekki fyrir hendi. Í fyrsta lagi hafi tillögur um þjóð- aratkvæðagreiðslu hlotið veru- legt fylgi á Alþingi. Í öðru lagi hafi rúmlega 40.000 kjósendur óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í undir- skriftasöfnun og að í þriðja lagi hafi skoðanakannanir bent til þess að meirihluti þjóðarinnar vilji að hún komi að endanlegri afgreiðslu málsins. Því hafi hann ákveðið að beita fyrir sig 26. grein stjórnar- skrárinnar og vísa frumvarpinu í þjóðar atkvæðagreiðslu. Hann sagðist jafnframt vona að sem flestir landsmenn nýti lýðræðisleg- an rétt sinn í komandi kosningu. Ólafur sagði hina nýju samninga á margan hátt hagstæðari en þeir fyrri. Það hafi þó ekki breytt niður- stöðu hans, grundvallaratriði sé að löggjafarvaldið sé tvíþætt. Forsetinn sagðist aðspurður ekki telja að hann sé að vega að þing- ræðinu með ákvörðun sinni, þó að aukinn meirihluti Alþingis hafi samþykkt lögin sem hann synjaði staðfestingar. Hann þvertók einn- ig fyrir það að hann væri að breyta stjórnskipun Íslands með ákvörð- uninni. Hún breyti heldur engu um stöðu ríkisstjórnarinnar, slíkar tengingar myndu eyðileggja þjóð- aratkvæðagreiðslur sem lýðræðis- legt tæki. Hann sagði einnig að þeir sem treysti þjóðinni til að greiða atkvæði um aðild að Evrópusam- bandinu geti ekki á sama tíma hald- ið því fram að Icesave-málið sé svo flókið að ekki sé hægt að treysta þjóðinni fyrir því. Forsetaembættið kannaði áreið- anleika undirskriftarsöfnunarinnar með því að hringja í fólk og sögðust 99 prósent aðspurðra hafa skrifað undir. Forsetinn vildi ekki gefa upp stærð úrtaksins en sagði það stærra en það sem aðstandendur söfnunar- innar tóku, sem var 100 manns. thorunn@frettabladid.is Icesave aftur í þjóð- aratkvæðagreiðslu Ólafur Ragnar Grímsson vísaði lögum um Icesave-samninginn í þjóðaratkvæða- greiðslu í gær. Hann segir þing og þjóð hafa farið saman með löggjafarvald og ekki hafi verið samstaða um að þingið ljúki málinu án þjóðarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson er eini forseti Íslands sem hefur notað málskotsrétt sinn samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar. Hann gerði það í þriðja skipti í gær. Árið 2004 neitaði Ólafur Ragnar að staðfesta fjölmiðlafrumvarpið svokall- aða. Rúmlega þrjátíu þúsund manns höfðu þá skrifað undir áskorun til hans um að staðfesta ekki lögin. Ekki kom þó til þjóðaratkvæðagreiðslu því lögin voru dregin til baka. Í byrjun árs 2010 hélt forsetinn sams konar fund og í gær og tilkynnti að hann myndi vísa Icesave-lögunum sem þá lágu fyrir í þjóðaratkvæða- greiðslu. Tveimur mánuðum síðan fór fram atkvæðagreiðsla þar sem spurt var hvort lögin um Icesave ættu að taka gildi eða falla úr gildi. 62,7 prósent kjósenda tóku þátt, 1,8 prósent vildu að lögin héldu gildi en 93,2 prósent vildu fella þau úr gildi. Fimm prósent skiluðu auðu eða ógildu atkvæði. Fyrri synjanir forseta á staðfestingu laga „Í stjórnskipun Íslands fer Alþingi með löggjafarvaldið nema þjóðin hafi fyrir tilstuðlan forseta fengið mál í sínar hendur. Þá fara Alþingi og þjóðin saman með löggjafarvaldið og er ákvörðun þjóðarinnar endanleg. Í þessum efnum er stjórnarskrá lýðveldisins skýr. Með ákvörðun forseta 5. janúar 2010 og þjóðaratkvæðagreiðslunni sama ár varð þjóðin löggjafi í Icesave-málinu eins og það lá þá fyrir. Niðurstaðan var afdráttarlaus.“ „Annar löggjafi málsins, Alþingi, er hinn sami og spurningin er því hvort sá löggjafi eigi einn að ljúka málinu án aðkomu hins löggjafans, þjóðarinn- ar, sem áður réði lokaniðurstöðu.“ „Grundvallaratriðið sem hlýtur að ráða niðurstöðu forseta, hvað sem líður kostum hinna nýju samninga, er að þjóðin fór með löggjafarvald í Icesave- málinu og ekki hefur tekist að skapa víðtæka sátt um að Alþingi ráði nú eitt niðurstöðu málsins.“ Úr yfirlýsingu forsetans „Ég er ánægður með að málið sé farið fyrir þjóðina, en hefði talið rétt að Alþingi hefði tekið þá ákvörðun,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Bjarni studdi það að þjóðin ætti að fá tækifæri til að greiða atkvæði um Icesa- ve-samningana og segist því vera ánægður með að málið fari svo. „Ég tel að það sé orðið mjög áríðandi fyrir okkur að skýra það í íslenskri stjórnskipun, og jafnvel með almennum lögum, í hvaða tilvikum og með hvaða skilyrðum uppfylltum, mál eigi almennt að fara til þjóðar- innar. Mér finnst óeðlilegt að það sé í höndum eins manns,“ segir hann. „En ég vil taka það fram að ég treysti þjóðinni mjög vel að taka ákvörðun í þessu máli.“ Bjarni greiddi atkvæði með skilmálum nýja Icesave- samningsins. Hann telur að ákvörðun forsetans hafi ekki áhrif á stöðu hans sem formanns Sjálfstæðisflokks- ins. Hann segist hafa gert mjög vel grein fyrir sinni afstöðu í málinu á sínum tíma, en hann sé ekki flutningsmaður þess. „Ég stend fyllilega við þá ákvörðun að styðja samn- inginn og mun gera það áfram, sama hvernig allt þróast.“ Bjarni segir að í ljósi ákvörðunar forsetans sé staða ríkisstjórnarinnar mjög veik og hafi í raun verið svo í langan tíma. „Það hlýtur að teljast sögulegt að ríkisstjórn sem var gerð með jafn afgerandi hætti afturreka með þetta mál í fyrra, að hún skuli enn sitja við völd,“ segir Bjarni. „Allra hluta vegna, ekki bara vegna Icesave, þurfum við kosningar og nýja ríkisstjórn.“ - sv Stendur við sína ákvörðun BJARNI BENEDIKTSSON „Ég tel að út frá velferð þjóðarinnar hafi þetta verið röng niðurstaða hjá forset- anum. Ég átti töluvert erfitt með að átta mig á ýmsum rökum sem hann flutti fyrir máli sínu,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Hann segir niður- stöðu forsetans merkilega í ljósi þess að hann hafi sjálfur sagt mörgum sinnum eftir að hann synjaði Icesave staðfestingar í fyrra skiptið að Íslendingar vilji semja. Forsetinn hafi sagt að þetta væru miklu betri samningar og sjálfur telji hann sig eiga þátt í því hversu góður samn- ingur náðist vegna þess að hann hafi veitt viðspyrnu. „Þetta tengist með engum hætti lífi ríkisstjórnarinnar. Ástæðan er sú að þessi samningur er allt öðruvísi en í fyrra vegna þess að nú er þetta niðurstaða ferlis sem allir stjórnmálaflokkarnir komu að. Sjálfstæðisflokkur- inn, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, styður þennan samning. Ef samningurinn fellur í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem ég vona að hann geri ekki, þá taka menn því eins og hunds- biti.“ Össur segir að það muni ekki heldur hafa áhrif á ríkisstjórnina. „Þetta er stjórnskipulegur réttur forsetans og ríkisstjórn segir ekki af sér vegna þess að forseti ákveður að fara eftir stjórnarskrá.“ Össur segir ráðuneytið hafa átt óformleg sam- skipti við Breta og Hollendinga. „Við höfum verið í sambandi við utanríkisráðuneyti þessara ríkja. Það eru allir rólegir en þar verða menn að tala fyrir sjálfa sig.“ Hann segist ekki viss um að hægt sé að semja neitt frekar. „Ég tel sjálfur að það sé útilokað að fara í nýja samninga. Þá mun málið einfaldlega fara í dóm. Þá taka Íslendingar þá áhættu og hún gæti verið töluvert mikil.“ - þeb Röng niðurstaða út frá velferð þjóðar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.