Fréttablaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 12
12 21. febrúar 2011 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
Nýverið var birt skýrsla um Starfsum-hverfiskönnun Landspítala og hefur
Landspítalinn lagt sig allan fram við að
halda á lofti því litla sem jákvætt er í nið-
urstöðunum. Algjörlega hefur hinsveg-
ar verið horft framhjá óánægju almennra
lækna á Landspítala, sem þó er líkt og
rauður þráður í gegnum alla skýrsluna.
Í umræddri könnun er vissulega jákvætt
að almennir læknar sýna umhyggju og fag-
mennsku í starfi. En framþróun og fram-
gangur í starfi okkar er hverfandi og við
áhrifalítil um ákvarðanir er snerta starfs-
svið okkar. Ógnvekjandi er hversu mörg-
um almennum læknum þykir Landspítali
ekki aðlaðandi vinnustaður sem sést best
á því að allt að 85% almennra lækna telja
ólíklegt að þeir verði í vinnu þar að tveim-
ur árum liðnum. Er þetta til viðbótar við þá
20% fækkun almennra lækna á LSH sem
þegar hefur orðið á skömmum tíma.
Þegar litið er nánar á líðan í starfi þá
telja almennir læknar sig leggja metnað
í starf sitt en vinnudagurinn dugi ekki til
þess að skila fullnægjandi starfi. Vinnu-
álag er allt of mikið og almennir læknar
eiga erfitt með að skilja að vinnu og frítíma
og njóta þess síðarnefnda. Birtist þetta
m.a. í því að allt að 75% almennra lækna
sýna streitueinkenni, 90% þreytueinkenni,
50% þjást af andlegri vanlíðan og 60% með
líkamleg álagseinkenni. Einnig hafa 20-
35% almennra lækna orðið fyrir niðurlægj-
andi framkomu, hótunum eða ofbeldi af
hálfu yfirmanns eða starfsmanns á síðustu
12 mánuðum.
Nú þegar sjá allir sem sjá vilja að lækna-
flótti er brostinn á á Íslandi, sérstaklega
meðal almennra lækna og yngri sérfræð-
inga. Nú þegar gengur skelfilega að ráða
nýja sérfræðilækna á Landspítala. Held-
ur einhver að það muni ganga betur þegar
85% almennra lækna hefja sitt sérnám
brenndir af vinnuálagi og skilningsleysi á
Landspítala?
Einkunnarorð og stefna Landspítala eru
umhyggja, fagmennska, öryggi og fram-
þróun og þetta sýna almennir læknar í sínu
starfi og gagnvart sjúklingum þeim er við
sinnum.
Er til of mikils mælst að vinnuveitandi
okkar sýni okkur hið sama?
Hvernig líður þér í vinnunni?
Nú þegar sjá allir sem
sjá vilja að læknaflótti er
brostinn á á Íslandi
Frummælandi
Árni Páll Árnason, efnahags-
og viðskiptaráðherra
Hádegisfundur Evrópuvaktar Samfylkingarinnar
á Kaffi Sólon þriðjudaginn 22. febrúar kl. 12–13.
xs.isAllir velkomnir
Ó
lafur Ragnar Grímsson hefur nú þriðja sinni gengið gegn
vilja lýðræðislega kjörins Alþingis og synjað lögum stað-
festingar. Icesave-lögunum, sem meira en tveir þriðju-
hlutar þingmanna studdu, taldi forseti nauðsynlegt
að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu, með rökum sem eru
heimasmíðuð á Bessastöðum.
Áður en núverandi forseti tók við embætti töldu margir fræði-
menn, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson stjórnmálafræðipróf-
essor, að 26. grein stjórnarskrárinnar væri dauður bókstafur; forseti
myndi ekki ganga gegn vilja Alþingis. Sumir töldu þó að 26. greinin
gæti verið „öryggisventill“, þannig að forsetinn gæti gripið inn í ef
þingræðið væri beinlínis hætt að
virka og lýðræðið í hættu. Þannig
umgengst Ólafur Ragnar hins
vegar ekki stjórnarskrárákvæð-
ið, heldur virðist hann líta svo á
að með því sé einum manni falið
að leggja á það sitt persónulega
mat, hvort mál eigi að fara í þjóð-
aratkvæðagreiðslu eða ekki.
Þetta er hæpin túlkun þótt hún kunni að standast bókstaf
stjórnarskrárinnar. Og það er hæpið að halda því fram, eins og
forsetinn gerði í gær, að það hafi verið einhver þjóðarvilji er lýðveldi
var stofnað 1944, að einn maður gæti ákveðið hvort þjóðin ætti að
fá að taka beinan þátt í ákvörðunum um löggjöf. Þjóðinni var efst í
huga að slíta sambandinu við Dani. Stjórnarskrána, sem smíðuð var
með hraði, átti að endurskoða bráðlega. Það hefur enn ekki orðið.
Ef það á að verða reglan að forseti geti, samkvæmt sínu
persónulega mati, ákveðið að ganga gegn vilja þingsins og vísa
málum í þjóðaratkvæðagreiðslu, verða ríkisstjórn og Alþingi að vera
undir það búin að fara í samningaviðræður við forsetann, áður en
reynt verður að koma umdeildum málum í gegnum þingið. Þar með
er hann orðinn pólitískur gerandi, en ekki það sameiningartákn sem
fólki fannst einu sinni að forsetinn ætti að vera.
Ákvörðun forsetans gerir enn brýnna en áður að setja í
stjórnarskrá og lög skýrar reglur um hvenær þjóðaratkvæðagreiðslur
skuli fara fram, hverjir geti krafizt þess og hversu margir,
hvernig undirskriftasafnanir fara fram og hvers konar mál
geta farið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í flestum ríkjum, þar sem
þjóðaratkvæðagreiðslur eru algengar, yrði Icesave-málið til dæmis
ekki talið vel til þess fallið að þjóðin greiddi um það atkvæði.
Þó er varla við öðru að búast nú en að þjóðin komist að sömu,
ábyrgu niðurstöðu og þingið. Áhættan af Icesave-samningnum
er einhver. En niðurstaða í dómsmáli getur orðið íslenzkum
skattgreiðendum margfalt dýrari en samningurinn. Að þessu sinni
eru kostirnir líkast til skýrir, ólíkt því sem var í atkvæðagreiðslunni
um Icesave fyrir tæpu ári. Þá lá fyrir að viðsemjendurnir voru
reiðubúnir að gera nýjan og hagstæðari samning. Að segja já
við gamla samningnum var því í raun ekki valkostur. Nú er afar
ósennilegt að nokkur vilji sé til að gera nýjan samning. Valið stendur
um samninginn sem fyrir liggur eða dómsmál.
Dráttur á niðurstöðu í málinu skaðar íslenzka hagsmuni enn frekar
en orðið er. Þjóðaratkvæðagreiðslu á að halda sem fyrst. Í leiðinni
má endurtaka kosningu til stjórnlagaþings, sem fær það verkefni að
setja skynsamlegar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Forsetinn efnir til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Eins manns mat
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Starfs-
umhverfi
Ómar Sigurvin
meðstjórnandi í
Félagi almennra
lækna
Eyjólfur
Þorkelsson
formaður Félags
almennra lækna
Spenna í Sjálfstæðisflokki
Forvitnileg staða er komin upp í Sjálf-
stæðisflokknum í kjölfar ákvörðunar
forseta Íslands um að synja Icesave-
lögunum staðfestingar og skjóta þeim
þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Bjarni Benediktsson, formaður
flokksins, studdi Icesave-samninginn
á þingi og fékk með þeirri ákvörðun
háværan hluta flokksins, sem
kenndur er við Davíð Oddsson,
upp á móti sér. Þó að Bjarni
og forystan í flokknum eigi
sér klárlega fjölmarga
stuðningsmenn í
þessu máli þá er jafn-
framt ljóst að hinn
hópurinn er stór.
Slagur í vændum
Vænta má að forysta Sjálfstæðis-
flokksins muni eftir sem áður mæla
fyrir samþykkt Icesave-samningsins
í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar. Jafnframt er viðbúið að
andstæðingar samningsins innan
flokksins muni beita sér af fullu afli
gegn samþykkt. Það verður með
öðrum orðum lítill friður innan flokks-
ins á næstu vikum. Þá er allsendis
óvíst hvort formaðurinn lendir
standandi eða skaddaður.
Mikið undir hjá Stein-
grími
Bjarni Benediktsson
er þó alls ekki
eini stjórnmálamaðurinn sem er í
vanda í aðdraganda þjóðaratkvæða-
greiðslunnar. Því hefur ítrekað verið
lýst yfir að ólíklegt verði að teljast
að Bretar og Hollendingar fáist til að
setjast aftur við samningaborðið hafni
þjóðin fyrirliggjandi samningi. Fari svo
blasir því dómsmál við. Þjóðin væri
með þeirri ákvörðun því í raun að
hafna alfarið þeirri samningaleið sem
ríkisstjórnin hefur farið í málinu og
Steingrímur J. Sigfússon hefur borið
þungann og hitann af. Staða
Steingríms og raunar stjórnar-
innar allrar yrði því sennilega
veikari en nokkru sinni fyrr
segi þjóðin einfaldlega nei.
magnusl@frettabladid.is