Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2011, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 21.02.2011, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 21. febrúar 2011 Í Reykjavík eru 34 frístunda-heimili fyrir börn 6-9 ára. Þau starfa víðast hvar í skólunum og starf þeirra hefst þegar stundar- skrá barnanna lýkur. Í starfsemi þeirra er gert ráð fyrir 2.600 heils- dagsplássum. Sérmenntuðu starfs- fólki á frístundaheimilum fer fjölg- andi og með aukinni samþættingu frístunda- og skólastarfs mun heilsdagsstörfum fjölga. Langflestir leikskólar í Reykja- vík eru fjögurra deilda eða minni og með færri en 80 börn, nokkrir eru með fleiri en 100 börn og einn með fleiri en 130 börn. Stjórnendur í leikskólum eru allir vel menntaðir og margir með leik- og grunnskóla- kennaramenntun. Sex leikskólar hafa þegar verið sameinaðir í tvo fimm deilda og einn sex deilda. Vegna barnasprengju vantar á næsta skólaári 450 leikskólapláss og um 100 nýja leikskólakennara. Langflestir grunnskólar í Reykja- vík (2/3) eru með fjögurhundruð börn eða færri. Aðeins þrettán skólar eru með fleiri en fjögur- hundruð börn og aðeins einn með fleiri en sjöhundruð börn. Hlutfall starfsfólks með kennaramenntun hefur aukist á síðustu árum. Sím- innkandi skólar ógna aftur á móti markmiðum um jafnrétti barna til náms. Engir grunnskólar hafa verið sameinaðir en Dalskóli er leik- og grunnskóli þar sem frístundastarf er samþætt leik og fræðslu með góðum árangri. Grunnskólanemendum fækkar. Síðan 2004 hefur nemendum fækk- að úr 15.500 í 13.900 (-11%). Á sama tíma hefur húsnæði grunnskóla stækkað úr 175 þús. fm í 200 þús. fm (+14%). Í stað þess að minnka um 20 þús. fm stækkaði það um 25 þús. fm. Í stað þess að húsnæðis- kostnaður lækkaði um -8% hækkaði hann um +30%. Fækkun nemenda og framúr- keyrsla vegna harkalegs niður- skurðar síðustu tvö ár gerir grunn- skólum nær ómögulegt að mæta sparnaðaráformum næsta skóla- árs. Samantekt: 1. Hægt er að samþætta frí- stundastarf, leik og fræðslu sbr. Dalskóla. 2. Skólastjóri getur stjórnað grunnskóla með meira en 700 börn- um, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 3. Leikskólastjóri getur stjórnað leikskóla með meira en 130 börn- um, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 4. Það vantar pláss fyrir 450 börn og 100 leikskólakennara næsta skólaár. 5. Það þarf að losna við rekstur á um 45 þús. fm af húsnæði í grunn- skólum. Það væri mikill ábyrgðarhlutur gagnvart börnum og útsvarsgreið- endum að skoða þessi mál ekki sem heild og kanna að hve miklu leyti sameiningar skóla eða leikskóla geta leyst þann vanda sem hér er lýst. Enginn efast um fjárhagslegan ávinning af því að losna við rekst- ur á 45 þús.fm húsnæði og/eða að spara sér byggingu á fjórum leik- skólum með því að nýta þetta hús- næði fyrir leikskólabörn. Eins sjá allir að fjárhagslegur ávinning- ur er af fjölgun nemenda í rekstr- areiningu, þar sem fjárveitingar stjórnast af nemendafjölda. Faglegur ávinningur af stækkun leikskóla úr 60 nemenda skóla í 100- 120 nemenda skóla eða 300 nem- enda grunnskóla í 600-700 nemenda skóla og samþættingu frístunda og fræðslustarfs, ætti líka að vera aug- ljós. Fjölgun nemenda þýðir meiri peninga til skólastarfs, þar með fleiri starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn, sem þýðir aukinn fagleg- an mannauð og aukna möguleika á fjölbreyttu fræðsluframboði. Skólar í Reykjavík væru ekki það sem þeir eru í dag ef skólayfir- völd borgarinnar hefðu ekki ávallt haft faglegan metnað að leiðarljósi. Hversvegna ætti það allt í einu að breytast? Staðan í Reykjavík Skólamál Stefán Benediktsson menntaráðsfulltrúi fyrir Samfylkinguna Vegna barna- sprengju vantar á næsta skólaári 450 leik- skólapláss og um 100 nýja leikskólakennara. Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 1 -0 4 0 2 Skráning í síma 440 4900 og á www.vib.is. Opinn fræðslufundur VÍB um helstu breytingar á skattkerfinu 23. febrúar kl. 16.30 hentar öllum sem leita að bættri heilsu í liðum en kjósa náttúrulegar lausnir fram yfir lyf m.a. vegna mögulegra aukaverkana þeirra. „Ég hef alltaf verið mikið í íþróttum og stundað fjallgöngur undanfarin ár. Um mitt síðasta sumar fór ég að finna fyrir miklum verkjum í hnjám og gat ekki stundað göngur eða íþróttir eftir það. Eftir nokkra mánuði þegar ég hafði náð litlum bata var mér bent á að prófa Regenovex vörurnar. Eftir einungis u.þ.b. mánaðar notkun fór ég strax að finna mun á mér og gat farið að stunda hlaup og fjallgöngur á ný. Ég mæli með að allir þeir sem finna fyrir eymslum í hnjám eða öðrum liðum prófi Regenovex, það er vel þess virði ef maður getur byrjað að hreyfa sig á ný.“ Einar Már Aðalsteinsson, 44 ára FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.