Fréttablaðið - 21.02.2011, Side 34
18 21. febrúar 2011 MÁNUDAGUR
BAKÞANKAR
Júlíu
Margrétar
Alexanders-
dóttur
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. fjötur, 6. klafi, 8. púka, 9. ar, 11.
org, 12. mokuðu, 14. dá, 16. ekki, 17.
op, 18. angan, 20. guð, 21. klúryrði.
LÓÐRÉTT
1. plan, 3. í röð, 4. svölunar, 5. ósigur,
7. flík, 10. sönghús, 13. starfsgrein,
15. eining, 16. trjátegund, 19. hef
leyfi.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. haft, 6. ok, 8. ára, 9. ryk,
11. óp, 12. grófu, 14. trans, 16. ei, 17.
gat, 18. ilm, 20. ra, 21. klám.
LÓÐRÉTT: 1. torg, 3. aá, 4. fróunar, 5.
tap, 7. kyrtill, 10. kór, 13. fag, 15. stak,
16. eik, 19. má.
Ég kenndi van
Gogh að mála,
það virtist fara inn
um annað eyrað
og ... hmmm...
Vertu svolítið
vakandi í kvöld
Jói!
Ha?
Takk fyrir
ábending-
una!
Ekki
málið!
Sæl vertu
frú mín góð. Nei komdu sæll Pierce.
Hvernig
hefur sum-
arið þitt
verið?
Frábært!
Engin
handtaka
eða dómur
enn sem
komið er!
Ég elska þetta augnablik
óákveðni þegar þau geta
ekki ákveðið hvort þau
eigi að hlæja eða öskra.
Af hverju
kveikirðu ekki
bara ljósið
einu sinni?
Það er allt í lagi með Lóu
en mig vantar íspoka,
plástur og
ökklahlíf.Ég skal ná í
hana.
Til greina koma allir sem hafa lagt umtalsvert af mörkum til að
bæta íslenskt samfélag. Skorað er á lesendur Fréttablaðsins að
senda inn tilnefningar um fólk og félagasamtök sem eiga skilið
virðingarvott fyrir verk sín. Allir koma til greina, jafnt óþekktir
einstaklingar sem vinna störf sín í hljóði, félagasamtök og
þjóðþekktir karlar og konur sem hafa með gjörðum sínum og
framgöngu verið öðrum fyrirmynd.
Hvunndagshetjan
Einstaklingur sem sýnt hefur sérstaka óeigingirni eða hugrekki,
hvort sem er í tengslum við einn atburð eða með vinnu að
ákveðnum málaflokki í lengri tíma.
Frá kynslóð til kynslóðar
Hér koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir
uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt. Einnig
koma til greina félagasamtök sem sinna börnum af sérstökum
metnaði og alúð.
Til atlögu gegn fordómum
Einstaklingur eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því
að eyða fordómum í samfélaginu.
Heiðursverðlaun
Einstaklingur sem með ævistarfi sínu hefur stuðlað að betra
samfélagi.
Samfélagsverðlaunin
Félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða
náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt
samfélag betra fyrir okkur öll.
HEFUR ÞÚ ORÐIÐ VITNI AÐ
ÓSKAÐ ER EFTIR TILNEFNINGUM TIL SAMFÉLAGS-
VERÐLAUNA FRÉTTABLAÐSINS 2011
GÓÐVERKI?
SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS
ERU VEITT Í FIMM FLOKKUM.
1
2
3
4
5
SAMFÉLAGSVERÐLAUN
Sendið tilnefningar á hlekknum Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins
á visir.is/samfelagsverdlaun, með tölvupósti á netfangið samfelags-
verdlaun@frettabladid.is, eða bréfleiðis merkt: Samfélagsverðlaun
Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Dómnefnd tekur allar
innsendar tillögur til skoðunar. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða
veitt í apríl.
að senda t
ilnefninga
r
er til miðn
ættis þann
Frestur til
21. febrúa
r
SUMARIÐ 1986 var blöðungi dreift í
húsin á Fáskrúðsfirði og við vinkonurnar
á Hlíðargötu vorum eflaust þær fyrstu
af rúmlega sjö hundruð íbúum til að
kippa honum úr lúgunni. Við vorum tvær
saman alla daga og á morgnana gegndum
við léttum skylduverkum meðan mamma
hennar vann á leikskólanum. Gáfum litl-
um dreng kókómjólk að drekka, bjuggum
um rúmin og vöskuðum upp. Eftir hádegi
hentumst upp á fjall eða niður í fjöru,
skutumst út á vídeóleigu fyrir Valda í
Sandbrekku og dóluðum okkur í Sigga-
sjoppu. Það var ekki fyrr en nokkrum
sumrum síðar sem maður gekk um
með hálsklút og smurði tannkremi
á hálsinn til að afmá sogbletti. Auð-
vitað var einhver í þorpinu fljótlega
búinn að spotta blettinn og hringja
niður í Kaupfélag til að láta foreldrið
vita að dóttirin og vinkonan væru með
„klútana í dag“.
ÉG HAFÐI búið nokkur ár á Fáskrúðs-
firði. En eftir að ég flutti til Reykja-
víkur fékk ég að fara þangað á
sumrin og dvelja þar hjá góðu
fólki. Ég naut þess í botn og leið
stundum eins og stjörnu sem
kom allra náðarsamlegast
heim í gamla þorpið á sumr-
in. Íbúarnir stoppuðu mig úti
á götu, spurðu frétta af for-
eldrum mínum. Veiga í Ástúni og Odda á
Holti buðu mér í fína kvöldverði og kaffi-
boð með silfurbúnað og postulín á borð-
um og töluðu við mig eins og fullorðna
meðan þær báru í mig höfðinglegar steik-
ur, kakó og kleinur. Ég sá að það kom sér
miklu betur að vera laus við foreldrana á
svona stað; en auðvitað eru Austfirðingar
einstakir; ég fyllist alltaf trú á mannkyn-
ið þegar ég heyri einhvern segja gæskan.
EN AFTUR að blöðungnum. Brátt yrði
dvalar- og elliheimili á Fáskrúðsfirði til-
búið, í ofanverðum bænum yrði það form-
lega opnað árið eftir. Ákveðið hafði verið
að efna til samkeppni þar sem íbúum
gafst kostur á að nefna heimilið og mátti
hver íbúi senda inn eins margar hug-
myndir og hann lysti. Við vinkonurnar
lögðum nótt við dag og krotuðum niður
elliheimilanöfn í kílóavís. Því fleiri smelli
sem við ættum í pottinum – því meiri
líkur hlytu að vera á vinningssætinu.
EÐA EKKI. Elliheimilið fékk ekki nafn-
ið Regnbogaland, Endastöð, Ellilaunin,
Fáskrúðsfjör né Forneskjuhöllin. Upp-
salir skyldi það heita – ágætis kennslu-
stund í að stundum eru það gæðin en ekki
magnið sem skiptir máli. Ef einhvers
staðar vantar hins vegar nafn á dvalar-
heimili fyrir aldraða um þessar mundir
er Gleym-mér-ei kannski pæling.
Elliheimilið á Fáskrúðsfirði