Fréttablaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 37
Hefur þú gert góðverk í dag? - eitt góðverk á dag Í dag hefjast svokallaðir Góðverkadagar og standa alla vikuna. Það eru Skátarnir sem standa að vikunni og tilgangurinn er sá að fá þig og aðra landsmenn til þess að gera í það minnsta eitt góðverk! Markmið Góðverkadaga er að bæta mannlífið með hjálpsemi og vináttu – að gera góðverk. Góðverk eru þeirrar náttúru að þau fjölga sér á ógnarhraða, gerendum og þiggjendum til gleði og ánægju. Velvildin og vináttan sem felst í að rétta öðrum hjálparhönd, óumbeðið og án skilmála, er dýpri og sannari en almenn hjálpsemi eða dagleg aðstoð – við köllum það góðverk. Við hvetjum alla til þess að gera góðverk, skrá það inn á heimasíðuna okkar www.godverkin.is og láta þannig aðra vita um hjálpsemi þína. Eitt góðverk á dag! Skráðu þitt góðverk á vefsíðunni www.godverkin.is G Ó Ð V E R K A D A G A R 2 0 1 1 2 1 . - 2 5 . F E B R Ú A R Samstarfsaðilar:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.