Fréttablaðið - 21.02.2011, Page 41
MÁNUDAGUR 21. febrúar 2011 25
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
S
A
5
31
35
0
2/
11
100%
HÁGÆÐA
MYSUPRÓTEIN
WWW.MS.IS
NÚ EINNIG FÁANLEGUR Í FERNU
VINSÆLASTI
PRÓTEINDRYKKUR LANDSINS!
HLEðSLA ER KJÖRIN FYRIR ALLA ÞÁ SEM TREYSTA Á
HOLLA OG UPPBYGGILEGA NÆRINGU EFTIR GÓðA ÆFINGU,
LANGT HLAUP EðA MILLI MÁLA. ÞAð ER ENGIN TILVILJUN Að
HLEðSLA ER VINSÆLASTI PRÓTEINDRYKKUR Á ÍSLANDI.*
HENTAR VEL FÓLKI MEð MJÓLKURSYKURSÓÞOL.
MJÓLKURSAMSALAN
NÝBRAGð-TEGUND
*S
A
M
K
V
Æ
M
T
S
Ö
L
U
T
Ö
L
U
M
A
C
N
IE
L
SE
N
O
G
C
A
PA
C
E
N
T
2
. –
3
0.
J
A
N
Ú
A
R
2
01
1.
FÉLAGAR MEÐ PREMIUM ICELANDAIR
AMERICAN EXPRESS® FRÁ
KREDITKORTI GREIÐA EKKERT
ÁRGJALD Í ICELANDAIR GOLFERS
+ Skráðu þig í
Icelandair Golfers á
www.icelandairgolfers.is
Icelandair Golfers er klúbbur
sem auðveldar þér að spila
golf út um allan heim.
Golfsettið
ferðast frítt!
Þú nýtur þessara hlunninda:
þegar þú ferðast með Icelandair.
aðilum Icelandair Golfers.
FÓTBOLTI 16-liða úrslit ensku bik-
arkeppninnar hófust um helgina
en einnig fóru fram nokkrir leikir
sem þurfti að spila aftur úr 32-liða
úrslitunum vegna jafnteflis í fyrri
viðureigninni.
Þá var einnig dregið í fjórðungs-
úrslitin en aðeins fjögur lið eru
með öruggt sæti í þeim nú –
Stoke, Birmingham, Bolton og
Manchester United.
Síðastnefnda liðið vann á laugar-
daginn nauman sigur á utandeild-
arliðinu Crawley Town, 1-0, með
marki Wes Brown í fyrri hálf-
leik.
„Þeir áttu skilið að ná jafntefli
miðað við frammistöðuna í síð-
ari hálfleik,“ sagði Alex Ferugs-
on, stjóri United, um andstæðinga
sína. „Það er greinilegt að nokkr-
ir leikmenn sem fengu tækifæri
í dag gerðu sér enga grein fyrir
mikilvægi leiksins. Þeir skilja ekki
um hvað bikarinn snýst og lærðu
dýrmæta lexíu í dag.“
United mætir annaðhvort Ars-
enal eða Leyton Orient, sem leik-
ur í ensku C-deildinni, í fjórðungs-
úrslitunum. Þessi lið áttust við í
gær og skildu jöfn, 1-1, og þurfa
því að mætast aftur.
Tomas Rosicky kom Arsenal
yfir snemma í síðari hálfleik með
skallamarki en Jonathan Tehoue
tryggði Leyton Orient jafntefl-
ið með marki á lokamínútum
leiksins.
Everton komst áfram í 16-liða
úrslitin með sigri á Chelsea í síðari
viðureign liðanna í 32-liða úrslit-
unum á laugardaginn. Vítaspyrnu-
keppni þurfti til að knýja fram
úrslit og reyndist Phil Neville
hetja Everton en hann tryggði lið-
inu sigur með því að skora úr síð-
ustu spyrnu vítaspyrnukeppninn-
ar. Manchester City komst einnig
áfram með sigri á Notts County í
síðari leik liðanna, 5-0.
Fulham er úr leik í bikarkeppn-
inni eftir tap fyrir Bolton, 1-0.
Eiður Smári Guðjohnsen var ekki
í leikmannahópi Fulham í leikn-
um þar sem forráðamenn liðsins
gleymdu að útvega honum keppn-
isleyfi með liðinu í bikarkeppninni
í tæka tíð. - esá
Enska bikarkeppnin hélt áfram um helgina:
Manchester United
og Arsenal í basli
DÝRMÆTU MARKI FAGNAÐ Jonathan Tehoue fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Arsenal
með lukkudýri Leyton Orient. Liðin þurfa nú að mætast aftur en nú á Emirates-leik-
vanginum. NORDIC PHOTOS/GETTY