Barnablaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 7
BARNABLAÐIÐ
5
með alldrengilegu móti, en þegar
bardagamóðurinn kom á lierina, og
drengirnir fóru að reiðast, þá var
hætt að hugsa um vægð eða hvar
liöggin hittu andstæðinginn, nú var
það stríð.
í óvinaherbúðunum var það
meiningin, að reyna að ná Axel til
fanga, því að liann var foringinn
fyrir andstæðingunum. Axel lenti
því nokkru seinna í bai'daga einn
móti þremur öðrum drengjum, og
hann bar brátt lægri hlut fyrir ofur-
eflinu, og nú langaði óvinina
að taka hann til fanga, en borið
hann gátu þeir ekki, til þess var
Axel alltof sterkur, það vissu þeir,
hann mundi verja sig, þeir reyna nú
samt að ráðast á hann, en hann
verst af mesta dugnaði, og bardag-
inn færist fram og til baka, en smátt
og smátt minnkar stríðsæsingurinn,
og þegar allt er orðið með kyrrum
kjörum aftur, sér Axel að hann er
allur marinn og skrámaður, hann
reynir að berjast gegn grátinum,
sem á hann sækir, en honum tekst
það ekki, tárin renna í stríðum
straumum niður kinnar hans, hann
giætur alveg án þess að gefa því
gaum, að ■ í kringum hann standa
bæði ,vinir og „óvinir", og horfa á
iliann, drengirnir sem höfðu barizt
. á móti honum, sjá nú að þeir hafa
veyið alltof harðhentir við hann, og
biðja hann auðmjúklega fyrirgcfn-
• ingar, fþað var fallega gert af þeim,
ekki satt?), nú vilja drengirnir að
allt verði gott á ný, og vissulega fyr-
irgefur Axel þeim, hann hafði jú
líka átt sök á þessu. En um kveldið,
þegar Axel háttar, er hann allur
skrámaður á skrokknum, jæja, hugs-
aði liann, það var gott að mamma
og pabbi vissu ekki af þessu, það
hefði valdið þeim leiðindum.
('Framhald).
Sagan af Jónasi
. spámanni
Mest af þeim sögum og ævintýr-
um, sem við lesum eða heyrum, ger-
ast á yfirborðinu, annað hvort á
sjó eða landi.
En gaman' væri fyrir börnin að
lesa um eitthvað af því, sem gjörist
eða hefur gerzt undir yfirborðinu,
til dæmis niður í sjónum.
í Biblíunni er sagt frá manni,
sem komst í undraverða reynslu,
einmitt niðri í sjónum. Það er líka
svo gott, að við getum treyst því að
það, sem við lesum í Biblíunni, er
alveg satt, og það hefur í raun og
‘veru gerzt. Biblían er nefnilega
Bókin, sem Guð sjálfur hefur látið
skrifa.
Maðurinn, sem er söguhetjan í
þessari sögu, hét Jónas Amittaíson,
og var spámaður, hann var Gyðing-
ur og átti því heima í Gyðingalandi.
En sagan byrjar á því að Guð kom