Barnablaðið - 01.04.1951, Qupperneq 8
I
ff BARNABLAÐIÐ
til Jónasar og sagði honum að fara
til mikillar borgar, sem hét Nínive.
Hitn var langt í burtu og höfuðborg
í landi sem hét Assyría. Nínive er
nú ekki lengur til, hún var lögð í
eyði árið GOG eða 7 fyrir Krists
burð og landið heitir víst heldur
ekki sama nafni núna. En það, sem
Jónas átti að gjöra í Nínive, var að
prédika þar, því að mennirnir í
Nínive voru mjög vondir. Það var
því ekki vanþörf á því að prédika á
móti vórtzku þeirra. En Jónasi gekk
víst ekki vel að skilja það, að hann
þyrfti að fara til þessarar fjarlægu
ltorgar. Jónas hafði spáð lieima í
sínu landi, en þegar Guð sagði hon-
um að fara til Nínive og prédika
þar, þá skildi hann það ekki. Assyr-
íumenn voru líka meðal hættuleg-
ustu óvina þjóðar hans. Það getum
við séð á öðrum stað í BibMumri.
Les. 2. Konungabók 17. 3-ri. Og
þar að auki litu Gyðingar þannig á,
að það væri réttmætt, að ógæfa
kæmi yfir heiðnu þjóðirnar. Og
þetta hefur kannske átt sinn þátt í
því, að Jónas ætlaði að óhlýðnast
boði Guðs um að fara til Nínive.
Og í því skyni lagði hann af stað til
borgar, sem heitir Jaffa. En þaðan
ætlaði hann að fara ennþá lengra til
annars staðar, sem hét Tarsis. Og
þetta gjörði hann til þess að korna
sér hjá því að gjöra það, sem Guð
sagði honum, nefnilega að fara til
Nínive. Bærinn Jaffa stendur á
ströndinni fyrir botni Miðjarðar-
hafsins. Þaðan sigldu skipin um
Miðjarðarhafið og þangað komu
þau og koma líklega enn, því að
þessi borg er enn til. En þarna í
Jaffa hitti Jónas skip, sem einmitt
ætlaði til Tarsis, staðarins sem hánn
ætlaði að flýja til, burt frá augliti
Guðs. Og svo borgaði hann far-
gjaldið og fór af stað með skipinu.
En það gekk ekki vel fyrir Jónasi
fremur en öðrum, að flýja burt frá
augliti Guðs. Guð vildi miskunna
fólkinu í Níriive, og hann var ekki
orðinn afhuga því, að senda Jónas
þangað til að prédika og vara fólkið
við hættunni, sem vofði yfir því, ef
það breytti svona illa.
(Meira).
Um stúlku á sjúkrahúsi
við Reykjavík
Nú er ég ein og allt er hljótt
mig vmhverjis er dimma nótt.
Mér lysa náðar láttu sól
minn Ijúji Guð um pessi jól.
„i 4
Mitt hjarta gleðst við hugsun þá
þú Herra Kristur ert mér hjá,
þó yfirgefi allir mig , , , , ,
ég óhviðinn má treysta á þigt | ■
i í : II 1 ; ■
Já, þú ert heimsins sanna.sól,
þig sendi Guð til vor urn jpl..
O, lýs þú, Drottinn, mildi m,ér
þó myrht sé, vil ég fylgja þér. ,
, H.t