Barnablaðið - 01.04.1951, Side 9

Barnablaðið - 01.04.1951, Side 9
BARNABLAÐIÐ 7 (Niðurlag). 9 kafli. Gróa fékk aldrei að vita um þann grun, sem hafði fallið á hana. F.ftir hressandi svefn næturinnar hafði hún náð sér að fullu. Eftir á fannst henni þetta hafa Verið spennandi ævintýri, sem gam- an yrði að segja félögunum frá. Iíveldið eftir byrjuðu tjaldsam- komurnar. Hjónin fóru snemma af stað, en Gróa tafðist vegna Óla, svo að samkoman var byrjuð þegar hún kom hlaupandi. Stóra tjaldið var alveg fullt og söngurinn hljómaði með lífi og krafti. frá fólkinu. Þessu kveldi gleymdi Gróa aldrei. Ungfrú Kvist var reyndur sálnaveiðari. — Hún hafði hæfileika til þess að boða fagnaðarerindið þannig, að allir gá'tu skilið það. Hrærð lýsti hún krossdauða Jesú og hvað hann þýddi fvrir veslings glataða syndara, smáa og stóra. Meðan Gróa hlustaði féll skýla frá augum henriar. Nú skildi hún að Golgata var líka fyrir hana. Allt hið ljóta og syndsamlega í lífi herinar, sem hafði fylgt henni eins og ömurlegur skuggi, hafði Jesús friðjrægt fyrir á krossinum. Að aflokinni aðalsamkomunni var Gróa meðal þeirra, sem báðu um fyrirbæn. Það Var ekki auðvelt að þrengja sér fram gegnum fólks- fjöldann, en Gróa var ákveðin í því að í kveld vildi hún frelsast, hvað sem það kostaði. Ungfrú Kvist kom strax til Gróu og beygði kné við lilið Ivennar. Með hluttekningu og skilningi hlustaði hún á játningu hennar um allt hið illa og sorg- lega, sem hún hafði tekið þátt í og hversu hún þráði að eignast fyrir- gefningu syndanna. „Trúir þú, að Jesús hafi friðþægt fyrir syndir þín- ar og að þú getir fengið fyrirgefn- ingu Hans?“ spurði ungfrúin, og Gróa kinkaði kolli. „Það hefur Maí frænka oft sagt rriér, en ég hef ekki verulega skilið það fyrr en nú í kveld. Nú veit ég að Jesús hefur tekíð synd mína á sig og að Hann vill fyrirgefa mér allt..“ „Þá skulum við biðja Guð,“ sagði ungfrúin og horfði hlýlega inn í skæru augun hennar Gróu. Hún bar Gróu fram fyrir náðarstólinri í innilegri bæn og himneska ljósið streymdi inn í sál Gróu, svo að hún efaðist ekki eitt augnablik um það, að Jesús hefði mætt herini og fyrirgefið henni öll afbrotin. Syndabyrðin féll af henni og sér til gleði fann hún að gömlu minningarnar, sem hún ekki hafði getað losnað við, misstu nvi vald sitt yfir henrii og hún varð frjáls. — Og þegar Gróa sjálf, að

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.