Barnablaðið - 01.04.1951, Síða 15
BARNABLAÐIÐ
13
En hún missti aldrei kjarkinn,
liún bað Jesú að frelsa foreldra sína
og afa. Hún var viss um, að Jesú
þekkti leiðina að hjörtum þeirra.
Dag einn kom ræningjaflokkur í
bæinn sem litla stúlkan átti heima
í. Ræningjarnir fóru í húsin og
stálu og gerðu margt ljótt af sér.
Afi litlu stúlkunnar vissi að það
gátu orðið voðalegir tímar fyrir alla
bæjarbúa.
Hann vissi, að ræningjarnir
myndu koma líka í hans hús. Hann
vissi ekki hvað hann ætti að gera,
því hann hafði ekkert til að verja
húsið og heimilið með.
Hræðslan gagntók hann allan, því
hann mundi eftir atviki frá æskuár-
um sínum, þegar ræningjaflokkur
kom í heimabæ hans og eyðilagði
heimili hans og mörg önnur.
Allt í einu var eins og von kvikn-
aði í brjósti hans, von um hjálp,
hugur hans staðnæmdist hjá litlu
sonardótturinni. Hann flýtti sér
heim og fann hana þar, sem hún var
að biðja til Jesú! Hann hristi hana
svo að hún skyldi hve alvarlegt það
var, sem hann ætlaði að segja við
hana, svo hrópaði liann:
„Þó að þú hafir aldrei í öllu þínu
lífi beðið alvarlega, þá gjör það
nú! Ræningjarnir eru hérna fyrir
utan. Þú segir, að Jesú heyri bænir,
biddu hann nú um að þeir korni
ekki inn í húsið okkar!“
Svo fór hann út frá henni og læsti
dyrunum. Strax kraup lnin á kné
11 ■ ■■ ■ .1 f
og bað til Jesú. Var hún kvíðin eða
hrædd? Nei. Móðir hennar, sem var
í næsta herbergi heyrði hvernig
hún úthellti hjarta sínu í bæn til
síns himneska Föðurs. — „Kæri
Jesú,“ bað hún, „ég er svo glöð yfir
að afi hefur sagt mér að biðja.
Hingað til hefur hann alltaf slegið
mig, þegar ég hef beðið til þín. En
nú vill liann að ég biðji til þín. Ó,
himneski Faðir, þetta er svo stórt
tækifæri til að sýna honum að þú
heyrir bænir, kæri Jesú minn,
komdu í veg fyrir að ræningjarnir
komi inn í húsið.“ — Ræningjarnir
fóru um götur bæjarins og svo
komu þeir að húsinu, sem gamli
maðurinn bjó í. Garðliliðið var op-
ið, því að hann vissi, að það þýddi
ekkert að loka því. Foringinn, sem
fyrstur koin að hliðinu, stýrði hest-
inum inn í garðinn, því að það var
ætlun hans að fara þangað inn. En
inni í húsinu bað litla stúlkan og
sagði:
„Hindraðu þá frá að koma inn!
Himneski Faðir, gerðu kraftaverk,
svo að afi sjái að þú heyrir bænir!“
Var þessi bæn heyrð í himninum?
Já, áreiðanlega. Það skeði undur.
Hesturinn vildi ekki fara inn í
garðinn, hann gekk til liægri og
vinstri og engin leið var að fá
hann til að fara inn í garðinn. For-
inginn sló hann, en allt reyndist
árangurslaust. Svo varð foringinn
gripinn af hræðslu, svo að hann
sneri við og hrópaði til hinna: