Barnablaðið - 01.04.1951, Page 20

Barnablaðið - 01.04.1951, Page 20
Eiríkur talar við pabba sinn Eiríkur heilir lítill strákur, fiögurra og hálfs árs gamall, hann kom eitt sinn á trésmíðaverkstæði föður síns til að rabba við hann og horfa á hann vinna. Eiríkur hafði mikinn áhuga fyrir trésmíði, og hann hefði ábyggilega þegið að fá að höggva eitthvað til með smiðaöxinni, en hann veit að hún er hættuleg og ekki barna meðfæri. En í dag þarf Eiríkur margs að spyrja föður sinn. „Pabbi, heldurðu að timbrið cndist þangað til Jesú kemur að sækja okkur?“ Ja, það er nú erfitt að segja mn það, en pabbi Eiríks segir honum að Jesú geti komið að sækja okkur hvenær sem er. Kvöld nokkru seinna, voru Eiríkur og systur hans tvær, að enda við að biðja kvöldbænimar sínar, þá byrjar Eiríkur með sínum spurula rómi: „Verður bjart á himnum?“ Og það gat pabbi hans sagt honum með vissu, en Eiríkur var samt ekki með öllu ánægður, hann vildi fá að vita, hvort ljósið á himnum væri slökkt og kveikt, eins og rafmagnsljósið hjá okkur. Pabbi hans sagði honum bá, að hjá Jesú á himnum væri alltaf Ijós, því að myrkur væri þar ekki til. Það leizt Eiríki litla vel á. „En heyrðu, pabbi, hvernig eigum við að fara að því að komast upp til himna? Hefur Jesú Iangar hendur, er hann svo stór, að hann nái niður til okkar, pabbi?“ — „Já, Eiki minn, Jesú hefur langar hendur.“ „Hefur hann margar hendur, pabbi?“ „Nei, góði minn, Jesú hefur aðeins tvær hendur.“ „Já, en nabbi, þá getur hann bara tekið einn í einu upp til sín.“ „Sjáðu til, Eiríkur minn, pabbi þinn hefur aðeins tvær hendur, og samt getur hann tekið ykkur öll þrjú systkinin, upp í einu.“ Þá varð Eiríki ljóst, að gæti pabbi tekið upp svo marga í einu, hversu miklu fleiri gæti þá tkki Jesú tekið í einu. Eiríkur hafði heyrt í sunnudagaskólanum að eingöngu þeir, frelsuðu, kæmust í himnaríki, og þess vegna biður hann góðan Guð, um að öll böm megi frelsast. Vilt þú, sem þetta lest, gera hið sama og hann? E. S. (Ur Barnens Hárold).

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.