Barnablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 6
En bíðið við! Á meðan Stefán stendur þarna og hugsar um allt, sem Mats á, fær hann allt í einu framúrskarandi hugmynd. EIví þá ekki að byggja nýtt hús, betra og stærra en gamla húsið þeirra. Fljótt fer hann að framkvæma hugmyndina og hinn fimm ára gamli húsameistari er farinn að bera borðviðarplanka og kassa út í garð. Pabbi, sem kemur frá hesthúsinu nemur staðar og lítur fremur efa- blandinn á verkið. Hverju getur drengurinn nú hafa fundið upp á? h-ugsar hann. — Hvað á þetta að verða, dreng- ur minn? spyr hann. — Jú, það á að verða nýja húsið mitt, stórt og fallegt hús, það er alveg víst, svaraði hann. Og þið mamma megið líka búa þar, svo þurfið þið ekki að blygðast ykkar fyrir gamla húsið. Stefán mátti ekki vera að tala Iengur, hann varð að fara að vinna. Pabbi hans varð líka að fara til vinnu sinnar, en hann horf- ir á hið nýja hús nágrannans. Jú, að vísu er húsið stórt og íburðar- mikið, en betra er það ekki, og svo horfir liann á þeirra eigið heimili, litla húsið, sem rúmar svo mikið af ást og innileika. Honum hitn- ar um hjartaræturnar við hugsun- ina og fer að syngja: „Heimili mitt, ó kæra heimilið", á meðan hann er að beita fyrir hestana til að fara og plægja akrana. Og Stefán heldur áfram verki sínu, það er um að gera að flýta sér, svo allt verði tilbúið sem fyrst, helzt fyrir kvöldið. Það var heppni, að til skyldi vera svo mikið af smíðaáhöldum á verkstæðinu: Hamar og naglar og því um líkt. Og enginn hefur bannað honum að nota þetta. Á milli hvílir hann sig við vinnuna og horfir á verkið, en hann er samt ekki alveg ánægður, það verður ekki eins og hann vildi. Og hugsið ykkur, ef kassarnir 'og borðin nægja ekki, því húsið verð- ur að vera hátt, það er mest áríð- andi! Móðir hans stendur í eldhúsinu og er að búa til matinn, og pabbi hans er rétt við á akrinum að plægja. Allt er kyrrt og friðsælt, þangað til allt í einu heyrist mik- ill brestur og skerandi óp. Hvað er að? Mamma hans hleypur út og pabbi stekkur frá hestunum til þess að gá að. Og hvað blasir við sjón- 54 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.