Barnablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 13

Barnablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 13
Biblía að láni Hann lagði mér ný Ijóð í munn lofsöng um Guð vom. Sálm. 40,4. Skozkur læknir segir svo frá: Þegar ég var lítill drengur, bar það til einn sunnudag, að ég, ásamt móður minni, stóð úti fyrir kirkju einni í Glasgow, og beið þess að kveldmessan byrjaði. Djúp þögn ríkti meðal fólksins, sem þarna beið, eins og venja er í Skotlandi á sunnudögum. Þá sá ég hvar tveir ungir menn komu fyrir hornið, og nálguðust kirkjuna, þeir voru í hversdagsföt- unum, litu illa út og voru eitthvað drukknir. Um leið og þeir fóru fram hjá kirkjudyrunum, byrjuðu þeir að hlæja, og syngja veraldarsöngva. Nokkrir af þeim sem þarna stóðu, töluðu um þessa ósæmilegu fram- komu, aðrir stungu upp á að ná í lögregluna, o.s.frv. En móðir mín sagði við mig: „Gakk til þessara ungu manna, og bjóddu þeim að koma í kirkjuna og sitja á okkar bekk.“ Ég fór strax, og gjörði sem móðir mín bað mig. Annar þeirra hló háðslega, og við- hafði Ijót orð. Hinn varð alvarlegur, og hugs- andi. — Átti hann að þiggja þetta boð? Félagi hans reyndi að fá hann með sér, en hann stóð kyrr. Ég endurtók boð móður minnar. Hann leit beint í augu mín og sagði: „Þegar ég var lítill drengur, eins og þú, fór ég í kirkju á hverj- um sunnudegi, nú hef ég ekki kom- ið í kirkju í þrjú ár, og mér líður engan veginn vel með það Ég held ég komi með þér.“ Ég tók hann með mér, og leiddi hann í kirkjuna, þrátt fvrir kröft- ug mótmæli félaga hans. Hann sett- ist í bekkinn okkar. Presturinn tal- aði út frá Préd. 11.1: „Varpa brauði þínu á vatnið, og eftir marg:a daga muntu finna það.“ Ungi maðurinn tók vel eftir öllu, en var þó niðurlútur og beygður. Eftir messuna hraðaði hann sér út, en mamma fór á eftir honum, og spurði hann vingjarnlega hvort hann ætti nokkra Biblíu. — Nei, Nei, sagði hann, en ég get kevpt mér eina. — Taktu þá Biblíu sonar míns, og hafðu hana, þangað til þú hefur eignazt Biblíu sjálfur. Lestu í henni á hverjum degi vikunnar, og komdu svo í kirkjuna næsta sunnu- BARNABLAÐIÐ 61

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.