Barnablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 14

Barnablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 14
dag. Hann tók við Biblíunni, og flýtti sér burt. Um kveldið bað móðir mín mjög innilega fyrir þessum unga manni, til frelsis. Næsta sunnudag kom hann ekki. Mamma var hrygg, og talaði oft um hann. En þriðja sunnudaginn kom hann og settist hjá okkur. Hann var vel klæddur en leit út fyrir að hafa verið veikur. Eftir messu lagði hann Biblíuna mína á bekkinn hjá okkur, og hraðaði sér burt, áður en mamma fengi talað við hann. Á eitt af hvítu blöðum Biblíunnar hafði hann skrifað nokkrar línur, með blýanti, og skrifað undir bókstafina G.C. Hann sagði frá því í þessum línum að hann hefði verið veikur síðustu fjórtán dagana. Og síðan lét hann í ljós innilegt þakklæti, fvrir um- hyggju móður minnar, fvrir frelsi sá'ar hans. Hann bað hana um áframhaldandi fyrirbæn, og sagði síðan, að hann væri Englendingur, og færi heim eftir átta daga. Svo liðu mörg ár. Mamma lagðist til hinztu hvíld- ar, en ég varð fullorðinn maður, og ókunni maðurinn glevmdist. Snemma var ég ráðinn skips- læknir á skipið ,,St. Georg“, sem sigldi til Suður-Afríku. Á öðru herskipi sem lá við hliðina á okk- ur, hitti ég gamlan vin minn og kennara. Og með honum fór ég í kirkju daginn eftir. Maður nokkur, sem sat fyrir aft- an okkur, bað um leyfi til að fá að sjá Biblíuna mína. Eftir litla stund, rétti hann mér hana aftur. Þegar ég svo fór á gistihúsið til að borða, kom sami maður til mín, klappaði mér á herðarnar, og sagði að sig langaði að tala við mig eins- lega. Við fengum lítið herbergi þar sem við gátum talað saman í næði. Með nákvæmri eftirtekt, athug- aði hann andlitsdrætti mína, síðan byrjuðu tárin að renna niður kinn- ar hans. Hann leit út fyrir að vera liðlega þrítugur, hann var hár vexti og vel klæddur, en magur og veiklu- legur í útliti. Hann spurði mig um nafn, ald- ur, stöðu, og hvar ég væri fæddur. Og loks spurði hann mig, hvort ég sem ungur drengur myndi ekki eftir að hafa einu sinni boðið drukknum manni sem vanhelgaði hvíldardaginn, að sitja hjá mér í kirkjunni. Ég varð alveg undrandi. Ég skildi að ég stóð hér augliti til auglitis við þann mann, sem móðir mín bar stöðuga umhyggju fyrir og bað sífellt fyrir. Svo kom saga hans: Hann var fæddur í Englandi, og átti góða foreldra, sem létu hann ganga í góðan skóla, og ólu hann upp í Guðsótta og kær- leika. Þegar hann var fimmtán ára, dó faðir hans. Og við breyttar kringumstæður, fann móðirin sig tilneydda að taka hann úr skólan- um, og láta hann læra handverk. 62 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.