Barnablaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 8
Móðir Kristínar litlu sagði henni, að Jesú þætti svo vænt um okkur, að við værum alltaf í huga hans. Og vegna okkar yfirgaf hann dýrð himinsins og lifði fátæku lífi hér á jörð. Já, og fyrir afbrot okkar leið hann dauða á krossi. En hann, sem var sonur hins lifandi Guðs, vann sigur yfir dauða og gröf. Og hann reis upp frá dauðum, til að taka við sæti sínu á ný, í liiminsins geisladýrð, þannig munum við einnig rísa upp til eilífrar gleði, ef við höldum boð hans og velj- um hann fyrir Frelsara okkar. Sjáðu, Kristín litla, sagði móðirin, Guð er kærleikur, og hann elskar líka þig. Það er um Guðs kærleika til okkar, sem Biblían segir frá. Ég skal svo af og t'il undirstrika nokk- ur orð, sem ég vil útskýra fvrir þér, og sem ég vona, að bú eisrir létt með að læra utanbókar. Nokkr- um dögum seinna undirstrikaði mamma liennar orðin: „Óttastu ekki, trúðu aðeins!“ Þessi orð átti Kristín litla gott með að muna, og mamma hennar saeði: Það er Tes- ús, sem hefur sagt bessi orð. F.inn dag, er Kristín hafði verið í bæn- um fyrir mömmu sína, varð hún svo sein fyrir, að það var farið að dimma, þegar hún gat lagt af stað heim. En nú var Kristín dálítið myrkfælin, og litJa hjartað barðist liratt, þegar henni fannst hún heyra eða sjá eitthvað, sem mundi gera Iienni illt. En svo kom henni í hug orð Jesú: „Óttastu ekki, trúðu aðeins! og þá varð hún strax örugg. Eltm hafði Jesú með sér, sem hún gat treyst á, og þegar hann varðeitti hana, þá gat ekkert illt hent hana. í staðinn fyrir að þjóta af stað í angist, hélt hún áfram ró- lega, því hún var viss um, að Jesús var með henni. Eftir þetta varð Biblían henni kærari og kærari, og þess eldri sem hún varð, því f'eiri dýrmæt orð lærði hún utanbókar. Þó voru orðin: „Óttastu ekki, trúðu að- eins“ hennar uppáhalds ritningar- grein, því í gesnum bau mætti hún Frelsaranum með öllum hans kær- leika og náð. Hér endaði móðir Önnu frásög- una, en þá sagði litla, veik'a stúlkan: — Ég vildi að ég gæti líka hugg- að mig við jressi orð, eins og Krist- ín litla, en hvernig get ég það, þeg- ar ég er veik? — Það get ég sagt þér, barnið mitt. Þú átt ekki að óttast siúkdóm þinn, en trúa að Jesús vilji þér það bezta. Þegar |rú gerir það, verður allt léttara fvrir þig, og þú munt læra að þakka Frelsaranum fyrir allan hans kærleika við þig. Um jaað bil einum mánuði seinna sat Anna í stól út í garðin- um. Hún var nú á svo góðum bata- vegi, að hún gat ekki aðeins setið uppi, heldur líka gengið um. Hún var svo glöð yfir góða veðrinu, ynd- islegu blómunum og fuglasöngn- um. En mest var gleði hennar yf- ir Biblíunni, sem hún hélt á. For- 24 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.