Barnablaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 11

Barnablaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 11
sveitalífsins, en Friðrik, sem var þremur árum eldri en ég, varð mér góður kennari. Áður en sumarið var liðið, hafði ég lært margt nýtt. Stundum lékum við okkur að því, að fara á bak Jehú. Friðrik hafði gefið hestinum þetta nafn, þegar hann var einu sinni búinn að fara á bak honum. — Þú þekkir söguna af honum Jehú, eða hvað? spurði hann mig. — Nei, hvernig var hann? svar- aði ég. Jehú var maður, sem talað er um í Gamlatestamentinu. Dag nokk- urn sá varðmaður einn, hvar hann kom á flevgiferð, ríðandi, og þá sagði varðmaðurinn: — Er þar ekið sem aki þar Jehú Númsíson, því að hann ekur eins og vitlaus maður. Ég skal segja þér að þessi hestur hleypur hart, alveg eins og hestur- inn hans Jehú. Tíminn leið og loks rann upp seinasta vikan, sem ég átti að vera þarna í sveitinni. Eitt kvöld stóð- um við hjá girðingunni bak við bæjarhúsin, heima hjá Friðrik, og horfðum niður eftir ánni. — Nú fer að styttast þangað til skólinn byrjar, Ríkarður, þó vel megi segja, að lífið hér á Miðbæ sé góður skóli. En það er eitt, sem mig langar að biðja þig um, sagði Friðrik. — Flvað er það, spurði ég. — Ég víldi óska að þú snérir þér til Drottins og færir að elska Jesúm af öllu lijarta, áður en skólinn byrjar. Þú veizt ekki, Ríkarður, hvers þú ferð á mis. Og svo fengir þú meiri styrk til að standast allar freistingar skólalífsins, ef þú ættir trúna á Jesúm í hjarta þínu. Ég sá að Friðrik var alvara, er hann talaði þannig við mig um Jesúm, en ég var ofurlítið harður og svaraði því: — Ég eet ekki skilið, að þetta sé svo aðkallandi einmitt núna. Ég hef nægan tíma og tek mína ákvörð- un seinna. Eigum við ekki að fara og skoða safnið þitt í staðinn? — Ég vildi giarnan gefa líf mitt til þess að þú frelsaðist, sagði Frið- rik og leit beint inn í augu mín. Ég var sannfærður um að Friðrik meinti hvert orð, sem hann sagði. Ég fór að verða órólegur, en ég vildi ekki láta hann sjá það og sagði því: — Hvaða einkennilega steinateg- und er þetta þarna í fjallshlíðinni? Eigum við ekki að athuga það? Steinninn, sem ég átti við var þarna í hlíðinni nokkur fet fvrir ofan árbakkann. Ég hljóp í áttina þangað, en Friðrik varð á undan mér. Hann reyndi að losa stein- inn, sem var fastur í moldinni. — Bíddu augnablik, ég skal hiá’pa þér, kallaði ég til hans. En áður en ég gat fótað mig þarna í brekkunni, þá rann Friðrik til og féll ofan í straumþunga ána . Augnablik stóð ég sem skelfingu lostinn, en náði mér fljótt aftur er ég sá strauminn hrífa hann með sér í fossandi iðukasti. Áin rann BARNABLABIÐ 27

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.