Barnablaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 13

Barnablaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 13
Andrókles. Árið 30 eftir Krist stjórnaði mjög grimmur landstjóri rómverskri nýlendu einni í Norður-Afríku. Hann átti þræl, sem hét Andrókles, og hlaut hann hina verstu með- ferð. Lengi vel þoldi Androkles þetta, en að lokum var það ómögu- legt. Hann vildi heldur farast í eyðimörkinni, en þola sífelldar pyntingar húsbónda síns. Þessvegna ákvað hann að flýja og það fram- kvæmdi hann líka. En ekki batnaði afstaða hans mikið við þetta. Eins og elt villibráð varð hann að flýja stað úr stað. Að lokum kom hann út í hina miklu eyðimörk. Leið hans lá yfir víðáttumikl- ar sandauðnir eða grýttar hæðir lengra og lengra inn í eyðimörk- ina. Er kvöldaði og myrkrið féll á var hann mjög angistarfullur, því svertingjar eru yfirleitt ákaflega myrkfælnir. Sér til mikillar gleði, fann Andrókles að lokum helli einn í klettabelti. Hér skal ég leita hælis, hugsaði hann. Á næturnar get ég falið mig hér fyrir villidýrunum, en í daginn get ég skýlt mér fvrir brennandi sólarhitanum og verði mín leitað, mun enginn finna mig hér. Andrókles gekk inn í hellinn, og af því hann var mjög þrevttur, lagðist liann strax fvrir og sofnaði vært. Sólin var hátt á lofti, er hann vaknaði og varð honum þá fyrst fyrir að fara út og reyna að ná sér BARNABLAÐIÐ 29

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.