Barnablaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 4
spila á slaghörpuna, koni pabbi hans upp til hans. Hann varð mjög reiður. — Þú getur lært að fara með rakhníf og rakbursta í stað ]iess að eyða tímanum í að lemja þetta hljóðfæri, sagði faðir hans. Nú var ekki um annað að ræða fyrir veslings drenginn en að hætta við sínar elskuðu hljómlist- aræfingar. En hvernig sem á því stóð þá fékk drengurinn oft tækifæri að hlusta á hljómlist, þólt faðir hans bannaði honum að snerta slaghörp- una. Frá kirkjuturninum á kirkjunni, sem var rétt hjá húsi því sem hann bjó í, var á hverju kvöldi spilað- ur sálmur. Drengurinn varð mjög hamingjusamur þegar hljómarnir bárust til hans. A sunnudögum gekk drengurinn til kirkjunnar, því þá söng kirkju- kórinn og hljómsveit spilaði einn- ig. Þetta var það fegursta sem drengurinn vissi af og hann naut í ríkum mæli hvern sunnudags- morgun. Því eldri sem drengurinn varð því meiri löngun hafði hann til að hlusta á fagran söng og hljómlist. Og ekki aðeins að lilusta, heldur hafði hann mikla löngun til að læra um hljómlistina. Þetta gat faðir hans alls ekki skilið. En dag einn skeðí nokkuð merki- legt. Hann sat á vissum stað og var að spila. Þá var það að kon- ungleg pei'sóna fékk að heyra til lians. — Þessi drengur verður að fá tækifæri til að læra og verða hljómlistarmaður, sagði þessi liátt- sctti maður. Nú þorði faðir drengsins ekki að mótmæla, þegar svo háttsetlur maður hafði sagt slíkt um son hans. Þið getið verið fullviss urn að drengurinn varð glaður, því að nú var sú langþráða stund runnin u]i|) að hann fengi tækifæri að spila svo mikið sem hann vildi. Þetta varð að veruleika. Hann fékk að læra hjá mjög duglegum kennara og drengurinn æfði sig af miklum áhuga og honum fór mikið fram. Hann þurfti að leggja harl að sér, því að kennari hans var mjög strangur og gerði miklar kröfur til hans. Drengurinn stundaði námið af mikilli iðni og áhuga og kennari hans var ánægður með hann. Síð- an óx drengurinn og þroskaðist og þeim fjölgaði stöðugt sem vildu hlusta á hljómlist hans. Nafn hans varð frægt og þegar það var nefnt vissu allir hver hann var. Ilann hét Georg Friedrich Hándel. Nú liafa næstum allir menn víðs- vegar um heiminn heyrt um þenn- 4 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.