Barnablaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 18

Barnablaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 18
varð hún ævareið. Þetta var mis- þyrming á dýrinu. Ákveðnum skrefum gekk hún inn um hliðið og ætlaði sér að veita sökudólginum óþvegna á- minningu. En hún sá hvergi grís- inn og því síður slátrarann. Hún sá aðeins móður Eiríks, sem var að hengja upp þvotit. Grísinn ykkar hrín svo ámátlega," sagði Hanna með þjósti. „Grísinn?" Móðir Eiríks leit for- viða á Hönnu. „Já, grísinn, sagði ég. Heyrið þér ekki, hvernig hann hrín? Er nokkurit vit að kvelja blessaðar skepnurnar svona? Ég kæri þetta bara fyrir lögreglunni." Hanna var svo reið, að hún beit sundur orðin. Og ekki skánaði Éff ætln að verða skapið, þegar móðir Eiríks fór að skellihlægja. „En við eigum alls engan grís.“ „Ekki að skrökva að mér upp í opið geðið. Heyrið þér ekki hljóð- in?“ „O-jú, en þegar maður er orð- inn vanur því, eins og ég, liættir maður eiginlega að lieyra það.“ Hún átti bágt með að stilla sig um að hlægja, því að Hönnu var svo mikið niðri fyrir. „Nú er bezt, að ég sæki grísinn,“ sagði móðir Eiríks allit í einu. „Eiríkur!" kallaði hún. Gaulið þagnaði samstundis og andartaki síðar kom Eiríkur neðan úr kjall- ara. í hendinni liélt hann á gljá- andi lúðri. „Þetta verður að nægja í dag,“ sagði mamma. „Þú skýtur fólki skelk í bringu.“ Hanna starði á lúðurinn og svo á Eirík. Ljós hafði runnið upp fyr- ir lienni. Þegjandi snérist hún á hæli og fór leiðar sinnar. Það var þá Eiríkur sem var or- sök að allri þessari rekisstefnu. En þetta hafði allt sínar eðlilegu or- sakir. Hann ætlaði nefnilega að gerast meðlimur í lúðrasveit sunnudagaskólans. Hann fékk lán- að hljóðfæri og tók að æfa sig. í fyrstu fóru þessar æfingar mjög ltljóðlega fram, því að hann náði ekki nokkrum tóni úr lúðrinum. En þegar hann fór að ná hljóði úr honum, tók fólkið fyrir eyrun. Framhald. 18 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.