Barnablaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 7
líka verið kærkomið og fallegt barn í augum foreldra sinna þeg- ar hún kom í heiminn. Svo mamma hennar hafði smurt hana með rauð- um og hvítum leir, svo að hún sýndist ljót. Því næst höfðu for- eldrarnir farið með hana út fyrir þorpshliðið og lagt hana þar nið- ur — varlega — á grasflöt, sem hræðilega útlýtandi barn, sem eng- inn kærði sig um. En áður hafði mamma hennar hvíslað þessu í eyra gamallar konu, og þessi gamla kona hafði svo af „tilviljun“ gengið yfir grasflötina og rekist þar á þennan kveinandi vesaling. Gamla konan hafði svo farið með hana aftur inn í þorpið, og gert öllum þorpsbúum það kunnugt, að auðvitað vildi hún ekki taka barnið að sér. Hvern af þorpsbúunum langaði til að eiga þennan ljóta og óhreina hvítvoð- ung? Allir þögðu. En að endingu sagði faðir barnsins, að hann skyldi taka barnið heim til sín, af því að hann kenndi í brjósti um vesal- inginn. Mamma hennar sagðist heldur ekki kæra sig um þetta Ijóta barn, en vegna þess að það ætti ekki neitt heimili, skyldi hún taka það að sér og kalla það Lu- lengu, eða útburð. Þetta hafði heppnast, og hér var Lulenga lifandi, kraftaleg tíu ára gömul stúlka. Eftir að hvíti og rauði leirinn hafði verið skrúbb- aður af henni, hafði pabbi hennar stungið gat á eyrnasnepilinn, og hengt látúnshringinn í hann, sem var henni til svo mikilla óþæginda. Eins og leirinn, sem hún hafði verið smurð með, átti að tákna að engin kærði sig um liana. Lulenga varð að bera hringinn og nafnið þar til hún hafði uppfyllt tvö skil- yrði. Annað var það, að hún átti að taka upp fyrstu uppskeru sína, og það hafði hún þegar gert. Undir síðustu árstíð hafði hún sáð korni og var búin að uppskera það. Svo þá kröfu hafði hún uppfyllt. Það síðara var, að andarnir urðu að gefa merki um það að hún væri undir þeirra vernd. Þeir gáfu slík merki, ef þeir yfir höfuð gáfu þau, gegn um skordýr, fugla eða hús- dýr. Lulenga mundi hvernig önnur Lulenga úr sama þorpi, sem núna var orðin sextán ára, hafði fengið dásamlegt merki gegn um maura- her, sem valda hræðiíegum pestum í Afríku. Heil herfylking hafði stefnt beint að beðinu hennar, en sveigt af leið þegar hún var nær alveg komin að því, án þess að snerta það. Það var augljóst merki. Þessi eldri Lulenga hafði strax fengið annað nafn, Bwani-Em, eða systir mauranna, stúlka undir vernd andanna. BARNABLAÐIÐ 7

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.