Barnablaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 11

Barnablaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 11
KJÓLLINN HENNAR „Mamma, mig langar að gefa Dóru nýja, græna kjólinn minn. Hiin er svo fátæk,“ sagði Helga. „Það er vel hugsað elskan mín. „Þú mátt það,“ svaraði móðir hennar, sem var góð kona. Dóra var lítil stúlka sem gekk í sama sunnudagaskóla og Helga. Síðastliðna viku hafði hús for- eldra Dóru hrunnið til kaldra kola, og ekkert af því sem þau áttu hafði bjargast. Nú stóð fjölskyldan snauð uppi, og hafði ekkert meira en það sem góðviljað fólk var búið að gefa þeim. Móðir Helgu var þegar bú- in að taka saman ýmislegt sem gat komið þessari fátæku fjöl- skyldu að gagni. Hún gladdist yf- ir að Helga skyldi vera svo fús til að fórna bezta kjólnum sínum. Þegar búið var að pakka hon- um niður, sagði mamma: „Þetta er ágætt. Þá er aðeins eftir að senda þessa pakka til kirkjunnar, svo að hægt sé að sameina þá þeiin, sem þegar eru komnir.“ „En mamma! kallaði Helga upp. „Já, hvað var það?“ „Mig langar til að þú skrifir nafnið mitt á pakkann,“ svaraði Helga. „Hvers vegna vilt þú það, Helga mín?“ „Jú, þá mun Dóra þakka mér fyrir,' og svo fá hinir að vita um leið, hver það var sem gaf kjól- inn. „Hver gaf þér kjólinn?“ „Það gerðir þú, mamma.“ „En hvernig gat ég keypt hann?“ „Þú keyptir hann fyrir peninga, sem pabbi vann fyrir,“ svaraði Ilelga. „Hver hjálpaði pabba að vinna sér inn peninga?“ „Hvað á. . . . þetta. ... að þýða. . . . Hvers vegna spyr þú svona?“ stamaði Helga. „Jú, vegna þess að það var Guð, sem gaf pabba heilsu til að geta unnið, svo það er í raun og veru hann sem gaf bæði þér og Dóru kjólinn. Ætlar þú að taka heið- urinn frá Guði?“ Helga beygði höfuð sitt skömm- ustuleg. „Mamma, við skulum ekki skrifa nafn mitt á pakkann,“ sagði hún. BARNABLAÐIÐ 11

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.