Barnablaðið - 01.06.1981, Side 9

Barnablaðið - 01.06.1981, Side 9
Barrvablabið drengirnir íeinu hljóði. ,,Nú eru það aðeins hérar og íkornar. Hvar er hægt aö veiða villidýr?" „Það er nú til dæmis hættulegur villiköttur, sem heitir eigingirni," sagði afi meö hægð. „Hvað við þurfum, hvers vió óskum og hvað okkur vantar. En ef við rekum þessar hugsanir burtu og reynum aö finna út, hvað við getum gert fyrir aðra og hjálpað öðrum, þá veiöum við kött- inn eigingirni." „Er líka til ótta-köttur?“ spuröi Fred. „Það er víst hann sem ónáðar mig æói oft. Ég er hræddur vð svo margt, en þó mest við að aórir sjái það og kalli mig ótta-kött eða hugleysingja." „Já, það er til sú tegund af köttum og þeir eru undirförulirog meira líkir refum. Þeir gera marga hrædda við að segja nei við því, sem ekki er rétt. Þeir eru hættulegir. Hvert skipti þegar vió erum hrædd við að gera rétt, eða segja satt, ættum við að senda þeim kröftugt skot. Svo er það óvingjarnleiki, sem við getum kall- að vísund. Sumir stórir drengir skemmta sér við að hrekkja og hræða börn og gamalt fólk. Þessi vísundur er illur viðureignar. Það er þegar vió hjálpum öörum og gefum öörum sem minna hafa, að við skjótum hann milli augnanna. Og svo er það gamla geitin, öfund. Þegar okkur finnst kennarinn ósanngjarn, foreldrar okkar eöa systkini gera það sem léttast er. Vinir okkar hafa það miklu skemmtilegra en vió sjálf. Viðbjóðslegt dýr. Allir eru leiðir á þessu fólki.“ „Þetta er einmitt dýrið sem ég þarf aö veiða,“ sagði Andy. „Ég öfundaði Jim og Fred af því að þeir áttu afa og ömmu, sem þeir gátu heimsótt. Og þegar ég læröi ekki nógu vel lexíurnar, svo Dick fékk hærri einkunn, uppnefndi ég hann. En í einlægni spurt. Hvernig vissir þú þetta herra Rhodes?“ „Ég veit, að við eigum þetta öll sameigin- legt. Ég mætti þessari gömlu geit þegar ég var í skólanum, og ég hef mætt henni síðan ég varð fullorðinn. Og svo er þaö leti og óheiöarleiki, óþolinmæði og uppreisn gegn foreldrum og kennurum og jafnvel Guði. Við gætum haldið þannig áfram lengi, en nú skulum við lesa Guós Oró og biðja og ganga svo til hvílu.Bænin er besta byssan til að skjóta með öll þessi villidýr, og við getum notað hana hvenær sem er.“ „Nú,“ sagöi afi. „Finnst ykkur nú að öll villidýr séu liðin undir lok?“ „Nei, nei, alls ekki,“ sögðu drengirnir. „Viö höfum víst nóg að veiða fyrst um sinn.“ FYRIR ÞÍNA (GUÐS) HJÁLP REKUM VIÐ FJANDMENN VORA UNDIR. Sálmur44.6. —Gimsteinar I.

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.