Barnablaðið - 01.06.1981, Page 10

Barnablaðið - 01.06.1981, Page 10
10 Vinar- greföi „Hey, þú þarna, þetta mátt þú ekki gera,“ hrópaöi Maxi aó stráknum sem sat fyrir framan hann. ,,Já, þú hefðir hæglega getað meitt einhvern.“ Charlie var líka reiður. „Ron Riggles var einn af frægustu horna- boltaspilurunum. Tony vissi að Ron hafði séó drenginn henda ölflösku inn á völlinn. En nú var Ron inni í hringnum, reiðubúinn aö slá boltann og gat því ekki hjálpaó. Allt í einu staðnæmdist öryggisvörður fyrir framan Maxi, Charlie og Tony. „Jæja drengur minn, þú kemur meó mér,“ sagði hann vió Maxi. Augu Maxis göptu af undrun og munnurinn opnaðist upp á gátt. „Af hverju?" spurði hann. „Þú hentir ölflösku inn á völlinn,“ sagði vörð- urinn. „Komdu nú og engar mótbárur." Vörðurinn tók í arm Maxis og áður en Maxi gat komið upp nokkru orði, hafði vörðurinn tekið hann úr sæti sínu. Charlie og Tony fylgdu þeim eftir. Ekki leið á löngu þar til allir fjórir voru staddir inni á skrifstofu varöarins. „Jæja drengur minn, hvernig komust þiö drengirnir í fráteknu sætin í stúkunni?" spurði vöröurinn Maxi. „Pabbi keypti miöa í stúku sem hann gaf mér,“ sagói Tony. „Ég bauð tveimur vinum mínum meö mér í dag.“ „Hurnmm," sagöi vörðurinn, þegar hann hafói virt fyrir sér mióana hans Tonys. Síöan sneri hann sér aftur að Maxi. „Miðarnir virðast vera í lagi," sagði hann, „en af hverju hentirðu ölflösku inn á völlinn?" „Ég gerði það ekki!“ sagði Maxi. „Strákurinn sem sat fyrirframan mig gerði það.“ „Það er satt!“ sagði Charlie. „Ég og Tony sáum báðir þegar hann henti flöskunni." „Hvernig veit ég að þið séuö að segja satt?“ spurði vörðurinn. „Getið þiö sannað þetta?" Maxi varð mjög dapur í bragði. Tony varð dapur. Charlie varð dapur. Skyndilega rann upp Ijós fyrir Tony. „Ron Riggles sá það!“ sagði hann. „Hann horföi beint á hann þegar hann kastaði flöskunni. Hann mundi staðfesta þaö.“ Vörðurinn hló. „Ég býst við aö þið haldið að ég ónáði eina af fremstu stjörnunum í horna- boltanum," sagði hann. „Hann er allt of upp- tekinn og mikilvægur til að vera að skipta sér af hlutum sem þessum." Maxi, Charlie og Tony sátu þarna álútir. Hvernig gátu þeir sannað að Maxi væri saklaus? „Þú færð ekki að sjá þaö sem er eftir af leiknum," sagði vörðurinn og af því að þú ert

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.