Barnablaðið - 01.06.1981, Page 11

Barnablaðið - 01.06.1981, Page 11
Barrvabla&ib bara lítill drengur, þá verð ég að hringja í for- eldra þína og biðja þá að koma og sækja þig.“ Maxi leið illa. Hvaö myndu þau halda? Myndu þau trúa honum? Hann var viss um þaö. ,,Bara að Ron Riggles væri hér,“ sagði Maxi. ,,Hann sá þetta allt.“ ,,En hann er bara ekki hér!“ sagði Tony. ,,Hann er allt of mikilvægur til að vera aó skiþta sér af krökkum," sagöi Charlie. Eftir óralangan tíma, að því er Maxi fannst, komu mamma og pabbi loks. Maxi skammaðist sín þegar þau komu þjótandi inn í stofuna og vörðurinn sagði þeim að Maxi hefói hent öl- flösku inn á íþróttavöllinn. Pabbi gekk til Maxis og sagði: „Gerðir þú þetta?" Maxi leit upp. Hann horfði beint í augu föður síns. ,,Nei, ég gerði þaö ekki,“ sagði hann. Strák- urinn fyrir framan mig gerði það. Charlie og Tony sáu hann. Ron Riggles líka.“ ,,Sá frægi hornaboltaspilari,“ sagði pabbi. ,,Ég er viss um að hann myndi leysa úr þessu máli fyrir okkur.“ ,,En hann er allt of mikilvægur til að hjálpa mér,“ sagði Maxi. ,,Þú heldur það!“ heyrðist einhver segja. Maxi leit upp. Munnurinn galopnaðist. Tony og Charlie stóðu þarna líka með galopinn munninn. Þarna stóð Ron Riggles, ennþá í íþróttabúningnum sínum. „Leiknum var aö ljúka,“ sagði Ron Riggles. ,,Ég sá vörðinn taka rangan strák, en ég gat ekkert gert í málinu fyrr en nú.“ „Rangan strák?" sagöi vörðurinn. ,,Ó, nei! Var þá strákurinn að segja satt allan tímann?" ,,Svo sannarlega," sagði Ron Riggles. ,,Mér þykir þetta leitt,“ sagði vöröurinn vió Maxi. ,,Nú ertu þúinn að missa af leiknum." ,,Það er allt í lagi,“ sagði Maxi brosandi. ,,Þú geröir það sem þú hélst að væri rétt.“ Ron Riggles leit til Maxis. ,,Þetta var gott svar,“ sagði hann. ,,Þú ert prýðis strákur!" ,,Þakka þér fyrir að koma hingað og hjálpa mér,“ sagði Maxi við Ron Riggles. ,,Ég skil ekki enn hvernig svona mikilvægur spilari eins og þú skulir hafa hjálpað mér.“ „Jesús Kristur gerir hiö sama, er það ekki?“ spurði Ron Riggles. Maxi varð mjög undrandi þegar hann heyrði þetta. „Þú . . . þú trúir þá líka á Jesús?“ spurði hann. „Svo sannarlega," sagöi Ron Riggles. „Ég hjálpa mörgum ungum strákum svo aö þeir megi trúa á Jesús. Jesús hjálpar mér á hverjum degi. Hví skyldi ég þá ekki vilja hjálpa öðrum?" „Vá!“ sagöi Charlie. „Hvílíkur náungi!" „Ég eða Jesús?" sagði Ron Riggles og glotti. „Báöir!" sagði Charlie. ,,í Biblíunni er mikið orö sem nefnist meðal- gangari,“ sagði Ron Riggles. „Jesús er meðal- gangari fyrir vini sína, þá sem hafa tekið á móti honum sem frelsara sínum. Þegar við syndgum, þá minnir Jesús okkar himneska föóur á það að hann hafi þegar greitt fyrir syndir okkar, þegar hann dó fyrir okkur." „Og við tókum á móti greiðslunni þegar vió báðum hann að vera frelsara okkar. Ekki rétt?“ sagði Maxi. ,,Rétt,“ sagði Ron, „þannig hjálpar hann okkur. Ég kom þér til hjálpar og þú getur hjálpað öðrum með því að þiðja fyrir þeim eða tala máli þeirra." Nú tók Ron Riggles fram penna og skrifaði nafn sitt á bolta. Hann rétti síðan Maxi boltann. „Ég hitti í mark meö þessum bolta í dag,“ sagði hann. „Ég vil að þú eigir hann.“ Framhald á bls. 22

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.