Barnablaðið - 01.06.1981, Side 14

Barnablaðið - 01.06.1981, Side 14
14____________________________ Framhaldssagan: Flóttamannabömirv Þessi saga gerist í Þýskalandi í síðari hermönnum sem krefjast nafnspjalda heimsstyrjöldinni. Vinir okkar eru á leiðinni á barna- heimilið, þar sem Gústi, Gréta og Kalli eiga að dvelja stuttan tíma. Mamma ætlar að vera hjá ömmu, en þangað er svo langt að fara að hún getur ómögu- lega tekið börnin með. Skyndilega er bíllinn stöðvaður af 14. Handtakan. Allt í einu sér skógarvörðurinn hermenn beina vasaijósum sínum í áttina að vagninum. En þaö er um seinan að beygja inn á hliðargötu. Þeir komá æöandi og krefjast nafnspjalda og ann- arra skilríkja. ,,Við erum einmitt að leita aö yður frú,“ segir einn þeirra hranalega. „Kornið með mér,“ skipar foringi þeirra. „Leyfið mér að fara fyrst með þessi börn á barnaheimilið," andmælir mamma. ,,Þau eru þreytt og þarfnast hvíldar." Hún veit að nú eru öll sund lokuð. Hún vonast til að fá þessa ósk uppfyllta. Þeir þyrsta sig: ,,Þið eruö kannski hræddir, þiltar.“ Kalli og Gústi reyna að bera sig manna- lega. Hermennirnir bera saman ráð sín. Loks eru þeirbúniraðtakaákvöróun. Þeirskrifa eitthvað í vasabækur sínar og segja: ,,Leyfið skal veitt.“ Þaó má lesa fyrirlitningu úr svip þeirra. ,,Akið fyrst til vinstri, síðan til hægri og því næst beint áfram eftir aðalgötunni, austasta húsið er upp- tökuheimilið. Gréta byrjar nú aftur að vola og eykst nú hræðsla hennar um allan helming, þegar hún veit af þessum hættulegu mönnum fyrir aftan sig. Brátt koma þau á áfangastað. Þá er skilnaðarstundin upprunnin. Mamma kyssir þau öll innilega og fálmar eftir vasaklút í farangri sínum. Mamma má ekki gráta, en hún gerir það samt. Hún segir fóstrunni í fáum orðum frá ástæðum sínum og biður hana að annast börnin vel. Síðan kveður hún hana með handabandi. Skógarvörðurinn er því næst neyddur til að aka þeint á lögreglustöðina. Engar málaleng- og annarra skilríkja. Mömmu finnst tíminn aldrei ætla að líða. Skyldu þau sleppa í gegn? Hún hefur enn smá von um að þau fái að halda áfram ferð sinni, en sú von slokknar þegar hún heyrir einn hermannanna segja: „Við vorum einmitt að leita að yður frú.“ ingar. Þau eru þæði handtekin án dóms og laga. Mamma er látin dúsa í dimmum daunillum klefa. Dagarnir líða og jóladagurinn rennur upp, eins og aörir dagar í fangelsinu. En þó er þessi dagur ekki eins. Fangarnir heyra greinilega barnsgrát. Mamma hefur eignast lítinn dreng. Henni er samt engin miskunn sýnd. Hún fær sama sultarbrauðið og hinir fangarnir. Litli drengurinn fær enga mjólk. Mamma biður allar stundir til Guðs um meiri mjólk í brjóstin. Skyldi litli bróðirinn halda lífi? 15. Svangir krakkar. Það er komið fram í apríl. Börnin eru enn á upp- tökuheimilinu, þó að mamma hefði alls ekki gert ráð fyrir svo langri dvöl þar. Fóstrurnar syngja og leika sér við börnin. Stundum fá börnin að leika sér í stórum sandkassa í dagstofunni. Þá eru þau öll með svuntur framan á sér, drengir jafnt sem stúlkur. Þau þúa til vegi og þorp í sandinum. — Grétu gengur illa að sofna á kvöldin. Hún saknar mömmu sinnar. Engin mamma kemur, og engin kyssir hana „góða nótt.“ Einn daginn sér Gréta Kalla og Gústa læöast burt. Hún fylgist með þessu af mikilli athygli. Þeir endurtaka þetta háttalag hvað eftir annað. Alltaf þegar fóstrurnar fá sér miðdegisþlund, fara þeir upp brekkuna og hverfa í greniskóg- inum. Loks áræðir Gréta að elta þá. Hún getur hvort sem er ekki af þeim séð. Þegar hinar stelpurnar eru í óða önn að búa um bangsa og brúður, flýtir Gréta sér í átt til skógar. Hún fer að

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.