Barnablaðið - 01.06.1981, Page 16

Barnablaðið - 01.06.1981, Page 16
16 vösum sínum og réttir þeim svo dálítið bréf. ,,Ekki vænti ég, að þið hafið saltað matinn, er þaó?“ „Eldabuskan hjá okkur á barnaheimilinu á ekkert salt. Þaö fæst ekki,“ svara þeir. í bréfinu er dálítill saltskammtur. Hann ætti aö duga. Kalli stráir saltinu varlega yfir fuglana. Gréta bætir örlitlum sprekum á eldinn. Nú leggur indælan matarilm aö vitum þeirra. Þetta er yndisleg stund. Lúðvík kveður en lofar því, að koma bráóum aftur. 17. Ringulreið Vikurnar líöa hver af annarri. Þá er það einn morgun í maí, varla kominn fótaferðartími, að forstöðukonan æöir um gangana og kallar í sí- fellu: „Við höfum tapaó, viö erum gersigruð þjóð. Við eigum engrar uppreisnar von. Foring- inn er fallinn.“ Sum eldri barnanna virðast skilja, hvað hefur gerst. Hin heyra það á hreimnum, að eitthvað hræðilegt hefur skeð. í orðinu foringi felst enn dálítil aðdáun. Forstöðukonan er ein þeirra kvenna, sem hefur látið ginnast af þessum áhrifaríka manni og því veróa vonbrigði hennar svo sár. Hún kallar enn hásum rómi: „Heyrið þió það, krakkar. Þýzkaland er ekki lengur til." Hurð í einu herberginu opnast hægt og fram skýst lítil hrokkinhærð táta. Hún hefur veriö sér- stakt uppáhald forstöðukonunnar. „En við erum til, frænka, viö erum hér öll.“ Hún leggur litlu hendurnar um háls forstöðukonunnar, og þá þrýst sorgin út í áköfum gráti. Seinna um daginn sjá börnin út um gluggann, hvar sigurvegararnir koma fylktu liði. Nú víkur sögunni að Lúðvík. Stríðinu er lokið, og hann má fara heim. Hann er reyndar búinn að taka ákvöröun: Lúðvík ætlar að taka Grétu, Gústa og Kalla að sér, þangaó til foreldrar þeirra gefa sig fram. Þegar hann kemur á barnaheimilið sér hann, að fóstrurnar eru í miklu uppnámi. Hann reynir að róa þær. Síðan útskýrir hann fyrirætlan sína. Forstöðu- konan kallar á börnin og segir: „Þessi vinur ykkar ætlar aö ganga ykkur í föður stað um tíma. Ég vona, að þið berið traust til hans.“ Jú, hann minnir þau á liðna daga, er þau voru undir öruggri handleiðslu góðrar móður, eins og litlir ungar í hreiöri. Lúðvík segir hlýlega: „Ég ætla að vera stóri bróðir ykkar." Aftur er lagt af staó með bakpoka en nú fótgangandi. Þaö er búið að eyóileggja marga lestarvagna og engin skipulagning á neinu. Börnin verða sárfætt. Skórnir þeirra eru allt of litlir. Lúðvík grennslast fyrir um það, hvort ekki veröi hægt að ná í lest. Kalli situr hjá þeim Grétu og Gústa á járn- brautarstöóinni. Þau hafa tyllt sér á bakpokana sína. Þaö bergmálar í þessari stóru byggingu. Hér og þar sést í bláan himin í gegnum brotnar rúður. Þessi göt eru vegsummerki eftir loftárásir og sprengingar. Nú heyra þau greinilega í kvenmannsrödd í há- talara: „Farþegartil Hamborgar gjöri svo vel að mæta á braut fimrn." 18. í opnum lestarvagni. Lúövík kemur á haróa hlaupum út úr mann- þrönginni. „Ég er búinn aö kaupa farseðla til Hamborgar, krakkar." Aftur heyrðist í gjallarhorni. „Brottfarartími eftir sjö mínútur til Hamborgar." En sá troðningur, blótsyrði og háreysti! Særðir hermenn meö hækjur, sem misst hafa fót eöa hendi reyna að ryöja sér veg gegnum mannhafið. „Við skulum leiðast öll, börnin mín,“ kallar Lúðvík. „Það er vissara, þá týni ég ykkur ekki.“ Þetta er allt heimilislaust fólk. Allt er þaó svangt. Allt getur þaó sagt frá hörmungum síö- ustu vikna. Vonbrigöin skína úr andlitum þess. Brostnar vonir og áhyggjur morgundagsins. Fólkið er milli vonar og ótta. Skyldi það fá far núna? Ekki nærri allir sem vilja, komast í lestina. Þaö er troðið eins og í síldartunnu. Fólk er ráðvillt og æst. Það ryðst áfram, án þess að geta gert sér grein fyrir því hvað undir kunni að verða. Sumir koma sér fyrir utan á þöllum vagnanna, aðrir á milli hverra tveggja vagna. Það er stór- hættulegt, því að þar er hvergi hægt að halda sér. Fólk hangir bókstaflega utan á vögnunum. Lestarstjórinn virðist ráðalaus. Hann kennir í brjósti um fólkið og tilkynnir í hátalara aó þeir, sem þess óska megi fá far í þaklausum lestar- vagni. Alltaf þyrpast nýir farþegar inn á járnbrautar- pallinn og hlaupa meöfram lestinni. Loks finnur Framhald á bls. 22

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.