Barnablaðið - 01.06.1981, Síða 17
Barnablabiö
Faldi
fjársjóburmn
Gerum ráð fyrir að þú ættir mikið af peningum
— seöla, gullpeninga, silfurpeninga, dýrgripi,
gimsteina og demanta sem væru afar mikils
viröi, og ættir heima í landi þar sem engir bankar
væru, eða öryggishólf. Þú vildir geyma fjársjóó-
inn þinn á tryggum staö. Hvað mundir þú gera
við hann? Eða þá aö þú byggir í landi, þar sem
stríð hefði geisað og óvinurinn hefði hertekið
alla banka, rændi verslanir og heimili og þú
ættir dýrmæta hluti sem þér væri annt um. Hvar
mundir þú láta þá? Hvar mundir þú fela þá?
Ég ímynda mér aó vió mundum öll hugsa hið
sama og fara eins að. Við mundum finna blett í
garöinum eða úti á túni, kannski undir tré eða
kletti svo að auðveldara væri aö finna staðinn.
Síðan græfum við djúpa holu og mokuðum mold
yfir fjársjóöinn.
Þetta er það sem menn hafa gert alla tíö og
gera enn í dag. Þegar ég var á Indlandi, sagði
vinur minn Frank Lewellyn mér sögu af hópi
kristinnalndverja.ervoruaðgrafafyrirhúsgrunni
og rákust þá á fulla fötu af gullpeningum. Ekki er
mér kunnugt um, hve mikla peninga þeir fundu
en þeir voru að verðmæti nokkrar þúsundir dala.
Þetta voru miklir fjármunir fyrir fátæka þorpsbúa
á Indlandi. Þeir földu fjársjóöinn og skömmu
síðar skiptu þeir honum á milli sín. Allt fór þetta
mjög leynt. Svo fóru þeirað eyöa honum, en ekki
leið á löngu þar til samviskan fór að ásaka þá.
Þeir voru allir kristnir og vildu gera það sem
rétt var. Þeir stóöu frammi fyrir vanda. Að lokum
skýrðu þeir vini sínum, kristniboðanum frá mál-
inu og kristniboðinn kom því á framfæri við
stjórnvöldin. Embættismenn stjórnarinnar komu
og tóku peningana. Þeir voru rausnarlegir og
gáfu þessu fátæka heiðarlega fólki, stóra fjár-
upphæð fyrir að finna fjársjóðinn. Hve lengi
hann var falinn eða hver faldi hann, veit enginn.
Máski hafði eigandi hans látist, áður en hann gat
sagt nokkrum frá leyndarmáli sínu. Og fjársjóö-
urinn legið falinn um áraraðir uns fátæku Ind-
verjarnir fundu hann.
Jesús sagöi eitt sinn sögu, í líkingu viö þessa
indversku sögu. Hann sagði frá manni sem var
aó plægja akur. Hann var ekki eigandi akursins.
Kannski var hann einungis leiguliói er vann sér
inn fáeinar krónur yfir daginn. Hann reif upp
jarðveginn meó grófa plógnum sínum, til að
undirbúa hann undir vorsáninguna. Allt í einu
rakst hvass plógsoddurinn í eitthvaó hart, stein
eöa járn. Maðurinn beygði sig niöur og fór aó
róta með hendinni í moldinni. Og viti menn: hann
fann brún á járnkeri. Hann fjarlægði jarðveginn
frá kerinu og gat tæplega lyft því upp úr holunni.
Honum til undrunar fann hann aö kerið var fullt
af peningum. Hann haföi uppgötvað það sem
Jesús kallaði „falinn fjársjóó“, og honum fórst
nærri því eins og kristnu Indverjunum.
Hann hélt fundi sínum leyndum. Hann hætti
að plægja, gróf fjársjóöinn aftur í jöróu og hrað-
aði sér á braut. Hann seldi allt sem hann átti,
húsið sitt, húsgögn, féð og geiturnar — allt
sem til var. Og með þessum peningum keypti
hann akurinn. Og þegar hann nú átti akurinn var
fjársjóðurinn í honum eign hans um leiö. Það var
allt hans eign. Okkur finnst kannski að hann
hefói átt aö greina frá fundi sínum, eins og
kristnu Indverjarnir, en landslög voru öðruvísi í
þá daga og fjársjóðurinn var hans lögmæta eign
í alla staði. Vellauðugur maður á einum degi.
Og á sama hátt er það sem fjársjóðurinn dýr-
asti, fagnaðarerindið, stundum finnst. Þeir eru
margir sem finna fagnaóarerindið, án þess að
þeir séu að leita þess. Satt að segja getum viö
sagt, að fagnaðarboðskapurinn hafi fundið þá.
Þeir rekast á fjársjóð fagnaöarerindisins, án
þess aö leita hans. Hann kemur þeim á óvart.
Páll var ekki í leit að fagnaðarboðskapnum er
hann var á leió til Damaskus, í því skyni aö of-
Framhald á bls. 22