Barnablaðið - 01.06.1981, Page 24
Blaðamaðurinn og rithöfundurinn John L. Sherrill frétti af hópi
trúaðra manna, sem iðkuðu tungutal og héldu samkomur í líkingu við
þær sem Páll postuli talar um. John L. Sherrill áleit þetta forvitnilegt
fréttaefni, en tæpast nokkuð meira. Hann fór á stjá og viðfangs-
efnið greip hann sterkari tökum en hann hafði órað fyrir.
[ þessari bók segir hann frá merkilegri reynslu sinni af tungutali,
spámannlegri gáfu, guðlegum lækningum og öðru starfi Heilags
anda í dag.
John L. Sherrill segir einnig frá Hvítasunnuhreyfingunni, þeirri
grein kristninnar, sem örast vex um víðan heim í dag.
ÞAU TALA TUNGUM er bók sem leyfir lesandanum að skyggnast
inn í stórkostlegt starf Heilags Anda í kristnum kirkjum nútímans.
Blaba- og bókaútgáfarv
Hátúni 2, Reykjavík