Barnablaðið - 01.02.1993, Blaðsíða 22

Barnablaðið - 01.02.1993, Blaðsíða 22
22 BARNABLAÐIÐ Barnatorg Frá Þórönnu til Barnablaðsins Kæra Barnablað. Ég heiti Þóranna og á heima í sveit. Ég á þrjá bræður, þeir heita Magnús, Óli og Hörður og ég er eina stelpan. Ég er 9 ára og á afmæli 1. október. Það eru fáir krakkar í mínum skóla, aðeins 17 krakkar. Ég veit að þið trúið mér ekki en þetta er satt. Og aðeins 3 í mínum bekk. Og það er stelpa sem er ein í bekk! Við erum að byggja við húsið okkar við erum að byggja stofu og eldhús og breytum öllu inni í húsinu okkar. Ég á 2 hesta, annar heitir Tvistur og hinn Árdagur. Við erum með kýr, hesta, kindur, kisur og hund. Hundurinn heitir Kjammi. Núna hef ég ekki meira að segja, nema bless, bless. Þóranna Másdóttir Dalbæ Gaulverjabæjarhreppi 801 Selfoss A þetta að vera svona? Tveir Hafnfirðingar voru úti á vatni að veiða. Þeir fengu fisk, en vissu ekki hvernig þeir ættu að fara að því að drepa hann. Allt í einu fékk annar þeirra góða hugmynd: - Við skulum drekkja honum! Kalli kom í skólann með handlegg- inn í fatla og höfuðið vafið inn í sárabindi. - Hvað í ósköpunum kom fyrir þig? spurði kennslukonan. - Sko, ég keypti mér flugelda... - Þarnageturþúséð,sagði kennslu- konan, æst - Börn eiga ekki fá að leika sér með flugelda. - Það sagði mamma líka, og kastaði því öllu inn í ofninn! Pétur var í sumarbúðunum og skrifaði bréf heim: - Halló mamma. Hafið þið það ekki gott. í gær braut ég fót. Það var sem betur fer ekki minn eiginn fótur! Gunna var að leita sér að vinnu. Vinnuveitandinn: Þetta ár færðu 30.000,- á mánuði en næsta ár færðu 40.000.- á mánuði. Gunna: Þakka þér fyrir, ég kem þá heldur næsta ár. Líttu á myndirnar. • Hverjir gera rangt? settu X á þá. • Hvers vegna verða krakkarnir reiðir? • Hvað gerist þegar krakkar ákveða að vera á móti öðrum? Jesús fyrirgefur okkur og hjálpar okkur þegar við viljum hætta að gera það sem er rangt.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.