Barnablaðið - 01.02.1993, Blaðsíða 9

Barnablaðið - 01.02.1993, Blaðsíða 9
BARNABLAÐIÐ 9 Palli og Tobbi fyrirgefa Palli er reiður út í Tobba. Og Tobbi er reiður út í Palla. Palli krotar stórt rautt strik yfir myndina hans Tobba. Og Tobbi krassar með bláum lit á myndina hans Palla. Þeir vita báðir að þeir eru að gera rangt, maður á ekki að skemma fyrir öðrum En um hvað eru þeir eiginlega að rífast? Af hverju eru þeir ósammála? Hugsið um þetta: 1) Stundum gerum við eitthvað rangt, jafnvel þótt við vitum að það er rangt. Af hverju gerum við það? 2) Af hverju ætli Palli og Tobbi hafi verið ósammála? 3) Hvernig geta þeir leyst vandamálið? Vandinn að fyrirgefa Það getur verið erfitt að fyrirgefa einhverjum sem hefur gert á hluta manns. Stundum virðist það vera erfitt að segja: Þetta er allt í lagi, ég fyrirgef þér. En einn er sá sem getur hjálpað okkur og kennt að fyrirgefa öðrum. Það er Jesús! Hann fyrirgaf meira að segja þeim sem krossfestu hann! Þegar maður hugsar um það, er ef til vill auðveldara að fyrirgefa þeim sem hafa gert eitthvað smávegis á okkar hlut.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.