Barnablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 13
!
BARNABLAÐIÐ 13
Þekkir þu sögur Biblíunnar?
Margir krakkar eiga Barnabiblíur og lesa oft í þeim.
Hér koma nokkrar spurningar úr Biblíunni. Þaö
verður gaman að sjá hve margir geta svarað. Setjið
rétt númer í viðeigandi reit. Þeir sem geta svarað
flestum spurningum rétt, fá verðlaun.
Sendið svörin til Barnablaðsins:
Barnablaðið
Pósthólf 5135
1. Skírði Jesú Salómon 11. Fékk boðorðin 10 Lasarus
2. Skrifaði mörg bréf Biblíunnar Jesaja 12. Var tvíburabróðir Esaú Jósef
3. Fiskimaður og lærisveinn Samúel 13. Jesús reisti hann upp frá dauðum Davíð
4. Sonur Guðs Móse 14. Móðir Jesú Pétur
5. Vitur konungur Aron 15. Fyrsta konan Eva
6. Fluttist frá Ur í Kaldeu til Kanaanslands Jesús 16. Systir Lasarusar og Maríu Jóhannes
7. Móðir ísaks Jafet 17. Efasemdamaðurinn Páll
8. Sigraði Golíat Tómas 18. Guð talaði við hann um nótt Sara
9. Mikill spántaður Abraham 19. Bróðir Móse Jakob
10. Einn af sonum Nóa María mey 20. Sonur Jakobs Marta
Læknirinn: - Ef þú vilt grenn-
ast, verður þú að borða gul-
rætur, tómata, agúrkur og þurrt
brauð.
Maðurinn: - Ekkert mál. Hvort
á ég að borða þetta fyrir eða
eftir mat?
Lögreglumaðurinn:
- Það er stranglega bannað að
synda í tjörninni!
Unglingurinn: - Ég kann ekki
að synda. Ég datt bara út í og
er alveg að drukkna.
Lögreglumaðurinn: Jæja, þá er
þetta allt í lagi.
Hippinn: - Heyrðu rakari,
klipptir þú mig síðast?
Rakarinn: - Örugglega ekki.
Ég hef ekki unnið hér nema í
þrjú ár.
Stína: - Ég ætla að fá sokka á
hann pabba.
Afgreiðslukonan: - Hvernig
eiga þeir að vera?
Stína: - Frekar útskeifir.
Unglingurinn: - Geturðu lánað
mér í strætó?
Pabbinn: - Ég á bara
þúsundkall.
Unglingurinn: - Fínt, þá tek ég
bara leigubíl.
Unglingurinn: - Ég skil ekkert í
því hvernig forfeður okkar gátu
lifað án þess að eiga síma,
sjónvarp og
hljómflutningsgræjur.
Pabbinn: - Þeir gátu það
heldur ekki. Þeir eru allir dánir.
Spaug