Barnablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 15
BARNABLAÐIÐ 15
sumarið á næsta leyti. Hvað ætlar
þú að gera í sumar? Ég er sjálfur
ekki búinn að ákveða hvað ég
ætla að gera. Kannski fer ég í fer-
ðalag.
Hér koma svör við spurningunum:
1) Ég fékk eitt páskaegg. Það var
ekki úr súkkulaði heldur úr pappa,
fullt af gómsætu heyi.
2) Ef ég væri að fara til útlanda
mundi ég fara til lands sem hefði
nægilega mikið af grasi allan
ársins hring. Þá mundi ég vera á
beit allan tímann! Annars væri líka
svolítið gaman að skoða sig um.
Það er hollt að kynnast löndum
sem eru ólík íslandi. Ég hef heyrt
að kindurnar og lömbin í útlöndum
séu ólík íslensku kindunum og
lömbunum. Það væri gaman að
sjá það!
Ég safna myndum sem krakkar
teikna. Ég á nú orðið dágott safn.
Þú spyrð hvort ég geti skrifað
heim til þín. Ég geri það!
Barnablaðið kemur alltaf heim til
þín er það ekki? Þú þarft ekki
annað en að finna „Þennavini
Lamba“ þá er bréfið til þín þar!
Skrifaðu nú fljótt aftur.
Þinn vinur Lambi.
Þ.S. Hefur þú farið til útlanda?
Hæ, hæ, Lambi.
Kristbjörg Sigtryggsdóttir heiti ég.
Ég óska eftir pennavinkonum á
aldrinum 7-9 ára. Sjálf er ég 8
ára. Áhugamál mín eru frímerki,
servéttur, límmiðar og margt
fleira. Mér finnst líka gaman að
fara upp í Brynjudal. Þar eiga
frænkur mínar heima. Þar eru kýr
og kindur og hundur sem heitir
Skotti. Pabbi er að fara að smíða
sumarbústað þar handa okkur.
Það verður gaman.
Jæja Lambi, nú ætla ég að kveð-
ja þig að sinni.
Kristbjörg
Skógarási 7 -B
110 Reykjavík
Kristbjörg sendir tvær fallegar
myndir. Önnur er af henni sjálfri
en hin myndin er helgimynd.
Kæra Kristbjörg.
Það var gaman að fá bréfið frá
þér.
Vonandi eignast þú pennavini á
aldrinum 7-9 ára. Ég vil gjarnan
vera pennavinur þinn. Þeir sem
eru pennavinir mínir, senda mér
bréf til Barnablaðsins og ég skrifa
á móti. Bréfin birtast í Barna-
blaðinu og þá getur verið skemmti-
legt að senda mynd með. Kannski
mynd sem þú hefur teiknað sjálf.
Ef þú vilt vera pennavinur minn,
skrifaðu þá fljótt aftur.
Þinn vinur Lambi.
Kæri Lambi!
Við erum stödd í sumarbústað í
Brekkuskógi og höfðum með
okkur nokkur blöð af
Barnablaðinu, því við erum
nýorðin áskrifendur. Okkur datt í
hug að segja þér frá skemmti-
legum atburði sem gerðist f einni
ferðinni okkar.
Við fórum inn að Hvítá á stað
sem heitir Brúarhlöð. Þá sáum
við lamb sem jarmaði. Það stóð
á mjórri klettasillu niðri við Hvítá
og gat ekki komist upp. Við flýt-
tum okkur til lambsins og pabbi
reyndi að bjarga því, en lambið
var svo hrætt að það fór út á
ystu brún. Þá sáum við að þetta
var gagnslaust svo við flýttum
okkur að næsta bóndabæ og
báðum bæjarfólkið um að hjálpa
okkur. Þau buðu okkur inn í kaffi
áður en við lögðum af stað.
Þegar við komum niður að Hvítá
aftur þá löbbuðum við að sillunni
sem lambið stóð á og mennirnir
hjálpuðu okkur að bjarga lambinu
með því að láta einn mann síga
niður klettinn í bandi og krækja
því í hornin á lambinu. Síðan löb-
buðum við með lambið að jeppa
bændanna og þeir fóru með það
á réttan bóndabæ.
Hjálmar og Sólveig
Laugarnesvegi 104
105 Reykjavík
Kæru Hjálmar og Sólveig
Loksins kemur bréfið frá ykkur í
Barnablaðið. Ég vona að þið hafði
ekki verið reið út í mig fyrir að
birta það ekki fyrr. Bréfið barst
ekki nógu snemma til þess að
komast í haustblað Barnablaðsins
og mér fannst þessi fallega og
sumarlega saga ekki eiga heima í
jólablaðinu. Svo ég ákvað að
geyma bréfið frá ykkur til vors. Ég
ímyndaði mér að sagan mundi
njóta sín betur í vorblaði. Þetta
var ákaflega skemmtileg saga. Ég
er feginn að það skyldi takast að
bjarga litla lambinu. Pabbi ykkar
hefur eflaust sett sig í svolitla
hættu þegar hann var að reyna
að bjarga því. Þetta minnir mig
svolítið á söguna um góða hirðinn
sem lagði líf sitt í hættu fyrir
sauðina. Kannski getið þið beðið
pabba ykkar eða mömmu að
segja ykkur þá sögu. Hana er að
finna í Jóhannesarguðspjalli
10:11.
Gaman væri að fá fleiri bréf frá
ykkur.
Kær kveðja,
ykkar vinur Lambi.